Fréttablaðið - 19.02.2020, Side 27

Fréttablaðið - 19.02.2020, Side 27
5,7% var neikvæð ávöxtun stærsta sjóðs Lansdowne Partners í janúar. 560 milljónir króna voru eignir Glitnis HoldCo í lok síðasta árs. Stærsti sjóður Lans- downe skilaði neikvæðri ávöxtun árin 2016 og 2018 og þá var ávöxtun hans á síðasta ári lægri en ávöxtun breskra hlutabréfavísitalna. Einstakt tækifæri í einu elsta húsi reykjavikur - Vesturgata 6-8 Leyfi fyrir bjórböð í kjallara, gistirými á efstu hæð og veitingastað á jarðhæð. Óskum eftir ábyrgum og orkumiklum leigutökum. Frábær leigukjör í boði fyrir réttan aðila. Nánari upplýsingar : alpha@alpha.is Stjórn Glitnis HoldCo, eignar-haldsfélags sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, leggur til við aðalfund félagsins í næstu viku að laun sín haldist óbreytt í ár frá síðasta ári. Verði tillaga stjórnarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, samþykkt mun Mike Wheeler, stjórnarformaður eignarhalds- félagsins, fá greiddar 30 þúsund evrur, jafnvirði um 4,2 milljóna króna, fyrir störf sín á þessu ári, að því tilskildu að þau útheimti að hámarki fimm heila vinnudaga. Þá munu stjórnarmennirnir Tom Grøndahl og Steen Parsholt fá greiddar 20 þúsund evrur, jafn- virði 2,8 milljóna króna, í laun í ár fyrir að hámarki fjóra vinnudaga. Starfi umræddir þrír stjórnar- menn umfram það fær hver þeirra greiddar fimm þúsund evrur, um 690 þúsund krónur, til viðbótar á dag. Fram kemur í ársreik ning i Glitnis HoldCo fyrir síðasta ár, sem sendur var hluthöfum eignarhalds- félagsins fyrr í mánuðinum og Markaðurinn hefur undir höndum, að eignir félagsins hafi numið 4,04 milljónum evra, sem jafngildir um 560 milljónum króna, í lok síðasta árs en þar af var reiðufé félagsins 3,49 milljónir evra. Til saman- burðar átti Glitnir HoldCo eignir upp á 4,75 milljónir evra í lok árs 2018. Stjórnunarkostnaður eignar- haldsfélagsins var 244 þúsund evrur á síðasta ári og dróst verulega saman frá árinu 2018 þegar hann nam alls 1.876 þúsund evrum. – kij Laun stjórnar Glitnis HoldCo verði óbreytt Stærsti sjóðurinn í stýringu La nsdow ne Pa r t ner s, breska vogunarsjóðsins sem hefur meðal annars fjárfest í skráðum íslensk-um fyrirtækjum, skilaði neikvæðri ávöxtun upp á nærri sex prósent í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í bréfi sem forsvars- menn sjóðsins, Developed Markets hedge fund, hafa sent sjóðfélögum og Financial Times hefur undir höndum. Veðmál vogunarsjóðsins, sem er einn sá stærsti í Evrópu með samanlagt fimmtán milljarða dala í stýringu, um að breskur hluta- bréfamarkaður myndi taka við sér í kjölfar þess að Bretar kusu að segja skilið við Evrópusambandið sumarið 2016 hefur ekki gengið eftir og er það meginskýringin á slæmu gengi sjóðsins undanfarin ár, að sögn viðmælenda Financial Times sem þekkja vel til mála. Ávöxtun áðurnefnds sjóðs Lans- downe Partners var neikvæð á árunum 2016 og 2018. Hún var jákvæð á síðasta ári en var þó tals- vert lægri en meðalávöxtun breskra hlutabréfavísitalna. Veðmálið ekki gengið eftir Forsvarsmenn sjóðsins, þar á meðal sjóðsstjórinn Peter Davies, hafa margsinnis lýst þeirri skoðun sinni á síðustu árum að bresk hlutabréf séu að meginstefnu til undirverð- lögð. Á meðan margir aðrir sjóðs- stjórar hafa dregið úr vægi þar- lendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum vegna óvissunnar sem umlukið hefur breskt efnahagslíf í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar hafa stjórnendur Lansdowne talað á öðrum nótum. „Okkar sannfæring er sú að tæki- færin í Bretlandi séu mjög mikil,“ sagði í einu af bréfum sjóðsstjóra Landsdowne til fjárfesta. James Hanbury, sjóðsstjóri hjá Odey Asset Management og fyrr- verandi nefndarmaður í peninga- stefnunefnd Englandsbanka, tekur í samtali við Financial Times undir þessi sjónarmið Lansdowne. Fjár- festar á breskum hlutabréfamark- aði hafi almennt verið of svartsýnir. Richard Buxton, forstöðumaður breskra hlutabréfa hjá Merian Glo- bal Investors, tekur í sama streng en hann spáir því að breska hagkerfið verði eitt sterkasta hagkerfi heims eftir fáein ár, þökk sé útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Flestir fjárfestar í Bretlandi eru hins vegar á öðru máli. Til marks um það hefur breska hlutabréfa- vísitalan FTSE 100 lækkað um 1,8 prósent það sem af er ári en í frétt Financial Times er bent á að hún hafi skilað mun lægri ávöxtun en bandaríska vísitalan S&P 500 frá því að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu. Vanmátu áhrifin af Brexit Viðmælendur blaðsins nefna að á meðal helstu mistaka Lansdowne séu þau að sjóðurinn hafi vanmetið áhrifin af útgöngu Breta á hluta- bréfaverð þar í landi. Vogunar- sjóðurinn hafi til að mynda tapað á fjárfestingu sinni í breska bank- anum Lloyds. Forsvarsmenn Lansdowne vilja sem minnst segja um fjárfestingar sínar og í bréfum til fjárfesta er hvorki upplýst um stærstu fjárfest- ingarnar í hlutabréfum né skort- stöður. Gögn sem Financial Times hefur undir höndum gefa hins vegar til kynna að sjóðurinn hafi veðjað á talsverðar hækkanir á gengi breskra hlutabréfa. Yf irlýsingar sjóðs- stjóra  Lansdowne renna stoðum undir það. Í einu bréfi þeirra  til fjárfesta er til að mynda rætt um að þarlend hlutabréf séu ekki rétt verð- lögð. Í öðru bréfi segir að hagkerfi landsins sé í „mjög góðri stöðu“. Vara við dýrum tæknifyrirtækjum Aðra sögu er að segja af fjárfesting- um Landsdowne í Bandaríkjunum. Þar hafa sjóðsstjórar fyrirtækisins meðal annars goldið varhug við miklum gengishækkunum á hluta- bréfum nokkurra tæknifyrirtækja og almennt veðjað á að þarlend hlutabréf lækki í verði. Heimildarmenn Financial Times sem þekkja vel til starfsemi vog- unarsjóðsins telja líklegt að umrætt veðmál skýri að hluta slæmt gengi sjóðsins á síðustu vikum. Bandarísk hlutabréf hafa enda hækkað tals- vert í verði það sem af er ári, þrátt fyrir hraða útbreiðslu kórónuveir- unnar skæðu. kristinningi@frettabladid.is Veðjaði á bresk hlutabréf og tapaði Vogunarsjóður Lansdowne Partners tapaði hátt í sex prósentum í janúar. Vonir um að breskur hlutabréfamarkaður taki við sér hafa ekki gengið eftir. Sjóðurinn er sagður hafa vanmetið áhrifin af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á hlutabréfaverð. Lítil eða neikvæð ávöxtun af fjárfestingum Lansdowne hér á landi Almennt má ætla að ávöxtun af fjárfestingum Lansdowne í ís- lenskum hlutabréfum, sem voru flestar gerðar síðla árs 2017, hafi verið lítil sem engin og í sumum tilfellum jafnvel neikvæð. Eins og greint var frá í Markað- inum fyrr í mánuðinum hefur sjóður Lansdowne selt sig niður í fimm skráðum félögum fyrir samtals um sjö milljarða króna frá því í október í fyrra. Þar af hefur hann selt fyrir ríflega sex milljarða króna á þessu ári. Vogunarsjóðurinn hefur þannig minnkað verulega eignarhlut sinn í þeim sex skráðu félögum sem hann fjárfesti í hér á landi en samkvæmt athugun Markaðarins nema núverandi fjárfestingar sjóðsins, sem sjóðsstjórinn David Craigen hefur haft yfirumsjón með, nú samanlagt ríflega átta milljörðum króna. Þar munar langsamlega mest um liðlega fjögurra prósenta hlut vogunar- sjóðsins í Arion banka að virði um 6,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum. Lansdowne er á meðal stærstu vogunarsjóða í Lundúnum með um fimmtán milljarða dala í stýringu. MYND/GETTY 9M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.