Fréttablaðið - 19.02.2020, Síða 28

Fréttablaðið - 19.02.2020, Síða 28
Fólksflutningar til landsins eru í senn afleiðing af góðu efnahags- ástandi og orsök hagvaxtar með auknu vinnuafli. Undanfarin ár hefur for-dæmalaus fjölgun erlendra ríkisborgara átt stóran þátt í hagvexti og auðgað íslenskt sam- félag. Fólksf lutningar til landsins eru í senn af leiðing af góðu efna- hagsástandi og orsök hagvaxtar með auknu vinnuafli. Tvennt er einkum athyglisvert við fjölgunina síðustu ár: 1. Hversu mikil hún er í samhengi við hag- vöxt samanborið við síðustu upp- sveif lu. 2. Hversu mikil fjölgunin var árið 2019 þrátt fyrir nær engan hagvöxt, en þá f luttu 5.000 f leiri erlendir ríkisborgarar til landsins en af landi brott. Er þróun síðustu ára bara byrjunin og fjölgunin komin til að vera? Erfitt er að fullyrða um slíkt, enda fer það til dæmis eftir atvinnu- og stjórnmálaástandi hér og erlendis. Þá er óvíst hvernig hnattræn hlýn- un mun hafa áhrif á fólksflutninga. Við gætum samt verið að horfa á hraðari breytingu á íslensku sam- félagi en margir kannski átta sig á Innflytjendur – drifkraftur hagvaxtar framtíðarinnar Snarpur samdráttur í Japan Japanska hagkerfið dróst saman um 6,3 prósent á ársgrundvelli á fjórða fjórðungi síðasta árs og hefur ekki dregist svo hratt saman frá árinu 2014. Hagfræðingar segja að hærri söluskattur, fellibylurinn Hagibis og minni eftirspurn í heimshagkerfinu skýri einkum samdráttinn. Óttast er að kórónaveiran muni dýpka efnahagslægðina frekar en heimsóknum kínverskra ferðamanna hefur fækkað talsvert undanfarið. MYND/GETTY Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs RÁÐDEILDIN ✿ Fólksflutningar og hagvöxtur n Aðfluttir erlendir sem % af mannfjölda (vinstri ás) n Hagvöxtur (hægri ás) 19 94 19 99 20 04 20 09 20 14 20 19 * 19 95 20 00 20 05 20 10 20 15 19 96 20 01 20 06 20 11 20 16 19 97 20 02 20 07 20 12 20 17 19 98 20 03 20 08 20 13 20 18 -2,5% -10% -2,0% -8% -1,5% -6% -1,0% -4% -0,5% -2% 0,0% 0% 0,5% 2% 1,0% 4% 1,5% 6% -2,0% 8% 2,5% 10% * Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta. Hagvöxtur 2019 skv. spá Seðlabankans Heimild: Hagstofa Íslands. og ef síðustu ár hafa forspárgildi er raunhæft að íbúar landsins nálgist 500.000 fyrir 2040. Ef kröftug fjölg- un erlendra ríkisborgara heldur áfram í ár, þrátt fyrir stöðnun í hag- kerfinu og fækkun starfa, er það vís- bending um að við stefnum þangað. Jón Ingi til Arctica Jón Ingi Árnason, sem starfaði áður í markaðsvið- skiptum Lands- bankans, hefur verið ráðinn til Arctica Finance. Mun hann þar starfa í markaðsvið- skiptum verðbréfafyrirtækisins. Jón Ingi er annar starfsmaðurinn á skömmum tíma sem tekur til starfa í markaðsviðskiptum Arc- tica Finance en Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA Capital Management, gekk sem kunnugt er nýverið til liðs við fyrir- tækið. Áður en Jón Ingi hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann um skeið í markaðsviðskiptum Kviku og Straums. Í lögmennsku Ingvi Hrafn Óskars- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri sérhæfðra fjárfestinga og fyrirtækjaverk- efna hjá GAMMA Capital Manage- ment, hefur gengið til liðs við eig- endahóp Lögfræðistofu Reykja- víkur. Ingvi Hrafn hætti störfum hjá GAMMA síðasta haust en hann var meðal annars sjóðsstjóri GAMMA:Novus, eiganda Upphafs fasteignafélags. Ingvi Hrafn, sem hefur lokið meistaraprófi í lögum frá Columbia-háskóla og meistara- prófi í fjármálum frá London Busi- ness School, hefur meðal annars starfað hjá Lögmönnum Lækjar- götu, Íslandsbanka og Glitni. Jón Garðar til MAR Advisors Jón Garðar Guðmundsson, fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri Ice landic Group, hefur hafið störf hjá MAR Advisors, ráðgjafarfyrirtæki Magnúsar Bjarnasonar, stjórnar- formanns Iceland Seafood. Jón Garðar gengur inn í eigendahóp félagsins, sem veitir ráðgjöf á sviði innviða og sjávarútvegs, en það hefur starfað fyrir bankann Mac- quarie, Norsk Hydro og fjárfest- ingasjóðinn Frumtak. Jón Garðar og Magnús störfuðu áður saman hjá Icelandic Group. Skotsilfur Ísland glímir við efnahags-lega niðursveif lu. Um þetta eru greinendur sammála. Þeir sem reka ferðaþjónustu-fyrirtæki þurfa ekki grein-endur til að segja sér það. Á sama tíma og launakostnaður, aðföng og ýmis rekstrarkostnaður hefur hækkað hafa tekjur lækkað. Gengi krónunnar er sterkara en þægilegt getur talist fyrir útf lutn- ingsgreinar með tilheyrandi minni eftirspurn. Um 85% ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi eru smáfyrirtæki með 10 eða færri starfsmenn. Slík fyrir- tæki liggja ekki á digrum sjóðum, þau þurfa þvert á móti að horfa í hverja krónu um hver mánaðamót. Og það er ekki einskorðað við ferða- þjónustufyrirtæki. Í um 18 mánuði hefur umræðan snúist um að ferðaþjónustan sé í hagræðingarferli. Það þýðir á mannamáli að fyrirtækin þurfa að mæta auknum kostnaði með því að endurskipuleggja reksturinn og segja upp fólki. Smæð ferðaþjón- ustufyrirtækja gerir það að verkum að ekki er um að ræða fjöldaupp- sagnir sem birtast í fjölmiðlum, en þegar nokkur hundruð fyrir- tæki þurfa að segja upp 1-4 starfs- mönnum safnast það hratt upp. Tölurnar tala sínu máli, atvinnu- lausum fjölgaði um 1.800 manns milli ára, samkvæmt tölum Hag- stofunnar. Hvort sem greinendur kjósa að kalla núverandi efnahagsástand niðursveif lu eða stöðnun er ljóst að það hægist á í hagkerfinu. Þótt ferðaþjónustuaðilar séu almennt bjartsýnir um framtíð atvinnu- greinarinnar til lengri tíma litið, er klárt að atvinnulífið þarf súrefni til að komast í gegnum öldudalinn. En þrátt fyrir það virðist vera slökkt á öndunarvélinni. Fjármálakerfið hefur skellt í lás. Það er ekki eðlilegt ástand að lítil fyrirtæki í leit að lánsfjármagni komi alls staðar að lokuðum dyrum og það er ekki lögmál að það sama gildi um ríkisrekna banka og einka- rekna í því tilliti. Og það er ekki eðlilegt að einstrengingslegri reglur hér á landi en í samanburðarlönd- um um eiginfjárhlutfall fjármála- stofnana geri það að verkum að vaxtaálag á lán til fyrirtækja hækki á sama tíma og stýrivextir Seðla- banka lækka. Með öðrum orðum: Það er hvorki eðlilegt né ásættan- legt að atvinnulífið beri kostnað- inn af því að efnahagsleg stýritæki Seðlabankans séu vængstýfð af opinberum fjármálareglum. Það er fáránlegt heimatilbúið ástand. Í dag er staðan sú að útlánavöxtur bankanna þriggja til fyrirtækja nálgast nú núllið og illgerlegt er að nálgast fjármagn til framkvæmda, uppbyggingar eða f leytingar yfir þrengingatímabil í rekstrinum. Slík staða ýtir undir og leiðir til lengri stöðnunar. Um tveir þriðju allra íslenskra fyrirtækja eru lítil og meðalstór og verða því sérstaklega illa fyrir barðinu á þessari þróun. Atvinnulífið allt er undir, ekki bara ferðaþjónustan. Atvinnugrein sem byggir á smá- fyrirtækjum og árstíðasveiflu mun alltaf vera háð aðgangi að lánsfjár- magni til að jafna sveiflurnar, sama hversu stöndug greinin er í heildina. Sú uppbygging sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu um allt land sýnir svart á hvítu að það er sam- félagslega hagkvæmt að styðja vel við þessa nýju grundvallaratvinnu- grein. Það er einfaldlega góður bis- ness fyrir okkur öll. En hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þurfa þær stofnanir sem stýra pen- ingamálum í landinu að lagfæra regluverkið í þá átt að efnahagsleg stýritæki virki. Nú þegar fjármála- eftirlit og Seðlabanki eru komin undir sama húsþak hlýtur það að vera augljóst viðfangsefni innan- hússfunda. Í öðru lagi verður eigandi meiri- hluta bankakerfisins, ríkið, að gera upp við sig hvernig það vill forgangsraða. Ríkið getur haldið áfram að innheimta arð úr bönkun- um sem verður þá á áframhaldandi kostnað atvinnulífsins. Hins vegar getur ríkið ákveðið að slaka á arð- greiðslukröfunni um tíma og beint fjármagni ríkisbankanna í auknum mæli í útlán til fyrirtækja. Það kemur því miður ekki á óvart að eigendur eins af stóru viðskipta- bönkunum þremur forgangsraði arðgreiðslum umfram útlán til fyrirtækja. En það er sorglegt ef ríkið hagar sér eins án tillits til af leiðinganna. Ef þeir sem stýra efnahagsmálum í landinu vilja í raun örva atvinnu- líf, fækka atvinnulausum, fjölga tækifærum, stytta niðursveif luna og tryggja að atvinnufyrirtæki sem staðið hafa undir verðmætasköpun og fordæmalausum lífskjarabótum undanfarin tíu ár, haldi áfram starf- semi og eðlilegri uppbyggingu, eru ofangreind skref nokkuð skýr í rétta átt. Hinn kosturinn er ekki í boði. Fáránlegt ástand Jóhannes Þ. Skúlason framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.