Fréttablaðið - 19.02.2020, Page 29

Fréttablaðið - 19.02.2020, Page 29
TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is Aðalfundur TM hf. verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 16.00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skrif- lega eða með tölvupósti á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi 2. mars næstkomandi. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðs- maður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð eða á eyðublaði sem aðgengi- legt er á vef félagsins – www.tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 9:00 til 16:00) til og með miðvikudeginum 11. mars 2020, en fyrir lokun skrif- stofunnar þann dag skal einnig skila þangað sendum atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafafundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til tilnefningarnefndar félagsins skemmst fimm dögum fyrir hluthafafundinn. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd lætur í té og unnt er að nálgast á vefsíðu félagsins (www.tm.is/fjarfestar). Í tilkynningunni 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins. 4. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum. 5. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu fyrirtækisins. skal veita greinargóðar upplýsingar um þau atriði sem tilgreind eru á eyðublaðinu, sbr. 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. Útfyllt og undirrituð framboðstilkynning skal hafa borist tilnefningarnefnd á skrifstofu félagsins eða með tölvupósti á netfangið tilnefningarnefnd@tm.is fyrir lok framboðsfrests. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu tilnefningarnefndar gerir hún tillögu um að aðal- stjórn skipi Andri Þór Guðmundsson, Einar Örn Ólafsson, Helga Kristín Auðuns- dóttir, Kristín Friðgeirsdóttir og Örvar Kærnested og í varastjórn Bjarki Már Baxter og Bryndís Hrafnkelsdóttir Dagskrá aðalfundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, þ. á m. rökstudd tillaga tilnefningarnefndar, svo og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsins (www.tm.is/fjarfestar). Að auki mun ársreikningur (samstæðu- reikningur) félagsins, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda liggja frammi á skrif- stofu og á vef félagsins hluthöfum til sýnis hálfum mánuði fyrir fundinn. Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fund verða birtar á vefsíðu félagsins upplýsingar um framboð til stjórnar. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent. Stjórn TM hf. TM HF. - AÐALFUNDUR 2020 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningar- nefndar. 7. Kosning stjórnar félagsins. 8. Kosning tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd. 9. Önnur mál löglega fram borin. Árið 2018 námu niðurgreiðslur opinberra aðila til sjávarút- vegs víða um heim yfir 35,4 milljörðum dollara, eða tæplega 4.500 milljörðum íslenskra króna. Nú þegar blikur eru á lofti í rekstrarumhverfi stóriðju á Íslandi og horfur í ferða- þjónustu hafa versnað er íslenska þjóðarbúið í kunnuglegri stöðu. Eins og oft áður mun það nú falla í skaut sjávarútvegsins að halda þjóðarskútunni á f loti og við- skiptajöfnuði gagnvart útlöndum og gjaldeyrisflæði í jafnvægi. Þegar síðasti stóri skellur dundi á íslenska hagkerfinu fyrir ríf lega áratug síðan var sama staða uppi. En í stað þess að styðja við og styrkja sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi á tímum þar sem útf lutningur og gjaldeyrissköpun skiptu öllu fyrir íslenska hagkerfið, voru skattar á útgerðina hækkaðir með álagningu veiðigjalda. Útfærsla veiðigjaldanna hefur tekið einhverjum breytingum síðan þau voru fyrst færð í lög, en enn þá þurfa útgerðarfyrirtæki að standa skil á f leiri milljörðum króna ár hvert umfram það sem greitt er af skatti á hagnað fyrirtækja. Álagn- ing veiðigjalda nam 6,6 milljörðum króna árið 2019 og 11,3 milljörðum 2018. Þegar þessar tölur eru lagðar á borðið eiga alltaf einhverjir það til að spyrja sig: „Af hverju borga þau ekki meira?“ og setja gjarnan upp- hæð álagðra veiðigjalda í samhengi við rekstrarniðurstöðu útvegsfyrir- tækja með starfsemi hér á landi. Í stað þess að velta fyrir sér hvernig ríkissjóður getur kreist sem flestar krónur út úr útgerðar- fyrirtækjum, væri ekki skynsam- legra að velta því upp hvernig sam- keppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendri grundu getur aukist, eða í það minnsta haldist gagnvart keppinautum? Ísland tilheyrir hópi fremstu fiskveiðiþjóða heims, bæði þegar kemur að tæknistigi og umfangi. Við skerum okkur hins hins vegar úr með því að vera eina þjóðin sem leggur sérstakar álögur á fyrirtæki sem stunda fiskveiðar. Nánast alls staðar í heiminum njóta útgerðar- fyrirtæki opinberra styrkja, niður- greiðslna eða skattaívilnana af einhverju tagi. Raunar er það svo að árið 2018 námu niðurgreiðslur opinberra aðila til sjávarútvegs víða um heim yfir 35,4 milljörðum doll- ara, eða tæplega 4.500 milljörðum íslenskra króna, að því er kemur fram í rannsókn sjávarútvegsstofn- unar háskólans í British Columbia í Kanada sem birtist haustið 2019. Útgerðir innan Evrópusam- bandsins, sem teljast meðal ann- arra til beinna keppinauta íslenskra útgerðarfyrirtækja, fengu um 482 milljarða í niðurgreiðslur af ýmsu tagi árið 2018, samkvæmt sömu rannsók n. Aðr ir keppinautar Íslands fengu einnig fúlgur fjár í niðurgreiðslur. Niðurgreiðslur til norskra útgerða námu um 108 millj- örðum króna árið 2018. Rússneskar útgerðir höfðu 192 milljarða króna til að spila úr frá hinu opinbera þar í landi sama ár, einna helst til að fjárfesta í skipa- f lota og landvinnslu. Rússland hefur lengi verið bæði mikilvægur viðskiptavinur en á sama tíma keppinautur Íslands í sjávarútvegi. Árið 2010 settu rússnesk stjórnvöld sér það markmið að í að minnsta 80% af innlendri eftirspurn eftir sjávarfangi yrði fyllt af rússneskum útgerðum. Samkvæmt umfjöllun bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins hefur það lágmark verið fært upp í 85% frá og með yfirstand- andi ári. Miklar fjárfestingar rússneskra útgerða á síðastliðnum árum fyrir atbeina hins opinbera hafa hins vegar orsakað að þetta hlutfall stendur nú í tæplega 155% og því einsýnt að markaðssetning rúss- neskra sjávarafurða á alþjóðlegum vettvangi mun eflast á næstu árum, en landaður og fullunninn afli sem rússneskar útgerðir hafa úr að spila hefur aukist mikið á síðustu árum. Íslenskur útf lutningur gæti því misst spón úr aski sínum, einkum vegna þess að Rússar státa af stórum þorskstofnum í fiskveiðilögsögu sinni. Fyrirséð er að hægjast mun á gangi íslenska hagkerfisins á næstu misserum og stjórnvöld þurfa því að spyrja sig að því hvort þau vilji styðja við sjávarútveginn, þennan langlífa máttarstólpa íslensks efna- hagslífs, eða halda áfram að veikja hann? Nú heyrast raddir um að lækka ætti raforkuverð til álversins í Straumsvík til að halda því rekstrar- hæfu. Líka er sagt að mikillar upp- byggingar hinna ýmsu innviða landsins sé þörf til að standa undir vaxandi álagi á þá, einkum vegna þeirrar aukningar sem orðið hefur veg na ferðamannastraumsins síðastliðin tíu ár. Bæði stóriðjan og ferðaþjónustan eru mikilvægar atvinnugreinar sem byggja á hag- nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Mörgum finnst sjálfsagt og eðlilegt að hið opinbera styðji við þessar greinar með ýmsum hætti, enda íslenska hagkerfinu mikilvægar. Af hverju ættu að gilda önnur lögmál um sjávarútveg? Með þessu er ekki verið að segja að hið opinbera eigi að veita íslenskum sjávarútvegi einhverja meiriháttar meðgjöf eins og tíðk- ast víða um heim. En í það minnsta skulum við byrja á að endurskoða eða af létta þeirri skattbyrði sem útgerðarfyrirtæki þurfa að standa undir umfram aðrar atvinnugreinar hér á landi. Miðað við allar þær ívilnanir sem keppinautar okkar í sjávarút- vegi njóta í sínum heimalöndum, þarf ekki að spyrja að leikslokum að óbreyttu. Er æskilegra að styðja við lykilatvinnuvegi eða íþyngja þeim? Þórður Gunnarsson sérfræðingur á sviði hrávöru- markaða og sjálfstætt starfandi 11M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.