Fréttablaðið - 19.02.2020, Side 30

Fréttablaðið - 19.02.2020, Side 30
Samkeppniseftirlitið á ekki að stjórna íslensku viðskiptalífi. Það á að vera með vakandi auga og fylgja sanngjörnu eftirliti en ekki vera sá sem stýrir þróun á markaði. Katrín Olga Jóhannesdóttir, fyrrverandi formaður Viðskiptaráðs 13.02.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 19. febrúar 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Kristinn Ingi Jónsson SKOÐUN PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar 2019 Jafnlaunavottun Sanngjörn laun fyrir jafn- verðmæt störf PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka. Þær hræringar sem verið hafa á alþjóðlegum álmörkuðum síðustu ár og birtast í rekstrar- vanda vestrænna álfyrirtækja færa okkur heim sanninn um áhættuna sem getur falist í rekstri Landsvirkj- unar. Vissulega hefur orkufyrirtækið leitað markvisst leiða til þess að draga úr þeirri áhættu, svo sem með því að minnka vægi álverðstenging- ar í tekjum sínum af raforkusölu, en engum dylst hve mikil áhætta getur fylgt því fyrir fyrirtækið að binda um 75 prósent af raforkusölu sinni við aðeins eina atvinnugrein og einungis þrjú álver. Sem dæmi selur Landsvirkjun hátt í fjórðung af raforku sinni til álvers Rio Tinto í Straumsvík en eigandi álversins lét sem kunnugt er nýverið að því liggja að rekstri þess kynni að verða hætt. Í ljósi áhættu þess rekstrar sem Landsvirkjun stundar hníga sterk rök að því að ríkið dragi úr eignar- haldi sínu á fyrirtækinu. Til mikils er að vinna. Í fyrsta lagi gerir slík sala það að verkum að skattborgarar munu ekki lengur bera ábyrgð á skuldum Landsvirkjunar en í lok árs 2018 voru um fjörutíu prósent af skuld- um fyrirtækisins með ríkisábyrgð. Þrátt fyrir að vægi slíkrar ábyrgðar minnki áfram verður að teljast ólík- legt, á meðan Landsvirkjun er enn í ríkiseigu, að fyrirtækinu verði nokkurn tímann leyft að fara á höf- uðið, ef svo má að orði komast, þótt ekki sé bein ríkisábyrgð á öllum skuldum þess. Í öðru lagi þýðir sala ríkisins að ekki er lengur hætta á að aðrir hagsmunir en þeir sem snúa að því að fyrirtækið skili viðunandi arð- semi – svo sem pólitískir hagsmunir – hafi áhrif á reksturinn. Rekstrar- vandi Orkuveitu Reykjavíkur í kjöl- far hrunsins er þörf áminning um hættuna sem getur falist í pólitísk- um áhrifum af rekstri orkufyrir- tækja. Þá væri skráning Landsvirkjunar á hlutabréfamarkað í þriðja lagi til þess fallin að blása lífi í daufan markaðinn. Stöndugur hluta- bréfamarkaður ætti með réttu að endurspegla f jölbreytileika íslensks atvinnulífs og því skýtur það skökku við að ekkert fyrirtæki í mikilvægri auðlindagrein eins og orkugeiranum sé þar skráð. Þá er ótalið hve góður fjárfest- ingarkostur Landsvirkjun, sem sterkt orkufyrirtæki með erlent sjóðstreymi og 280 milljarða króna í eigið fé, væri fyrir stofnanafjárfesta á borð við lífeyrissjóði. Enn fremur þekkist það víða í Evrópu, meira að segja á Íslandi, að orkufyrirtæki séu að hluta eða fullu í einkaeigu og má í því sambandi meðal annars nefna SSE í Skot- landi, EDF í Frakklandi, Enel á Ítalíu og E.ON í Þýskalandi. Það er engin nýbreytni fólgin í slíku eignarhaldi, heldur þvert á móti. Til mikils að vinna Hörður Vilberg, sem hefur verið yfir-maður samskiptamála hjá Sam-tökum atvinnulífsins (SA) um langt skeið, mun láta af störfum hjá samtökunum á næstu vikum og færa sig þá um set yfir til Íslandsstofu. Hörður staðfestir það í samtali við Markaðinn en hann mun þar taka við stöðu verkefnastjóra á markaðssviði. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda sem hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðar- innar. Hörður, sem hóf fyrst störf hjá Sam- tökum atvinnulífsins í ársbyrjun 2005, er með BA-gráðu í sagnfræði og heim- speki frá Háskóla Íslands. Áður en hann fór til SA starfaði Hörður um nokkurra ára skeið sem blaðamaður á Viðskipta- blaðinu. – hae Hörður frá SA til Íslandsstofu Hörður Vilberg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.