Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 29

Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Ómissandi í jólabaksturinn! E N N E M M / S ÍA / N M 9 10 9 9 Rótarýklúbbur Sauðárkróks stend- ur árlega í upphafi aðventunnar fyrir jólahlaðborði í íþróttahúsinu þar sem íbúum og gestum er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Síðastlið- inn laugardag mættu um 550 manns og gerðu sér glaðan dag í mat og drykk. Rótarýmenn fóru af stað með þetta samfélagsverkefni fyrir sjö árum, í samstarfi við fyrirtæki, sveitarfélagið og stofnanir í hér- aðinu. Lætur nærri að á þessu tíma- bili hafi um fjögur þúsund gestir notið veitinga á hlaðborðinu, þar sem jólamatur hefur verið í öndvegi auk huggulegrar jólatónlistar. Rótarýmenn hafa eldað kjötið og skorið ofan í mannskapinn og sem fjáröflun fyrir utanlandsferð hafa krakkar úr Tindastóli, ásamt for- eldrum sínum, raðað upp borðum og stólum. Sem fyrr segir eru veitingarnar ókeypis en gestir geta við inngang- inn sett frjáls framlög í kassa, en andvirði þeirra hefur verið varið í góðgerðarmál í Skagafirði. 550 manns mættu á jólahlaðborð Rótarý Ljósmynd/Óli Arnar Jólahlaðborð Skagfirðingar fjölmenntu í íþróttahúsið í upphafi aðventu og snæddu í boði Rótarýmanna. Jólavættaleikur Reykjavíkur- borgar er hafinn og venju sam- kvæmt er 13 jóla- vættir að finna víðs vegar um borgina. Ratleik- urinn hefur nú verið snjall- væddur og hægt að nálgast hann á síðunni Safnaðu.is þar sem jafn- framt má finna á einum stað allt það sem söfn borgarinnar hafa að bjóða á aðventunni, segir í tilkynn- ingu frá borginni. Leiknum er ætl- að að hvetja borgarbúa og aðra gesti til að njóta miðborgarinnar á aðventunni. Gunnar Karlsson myndlistarmaður teiknaði vætt- irnar. Dregið verður úr svarseðlum 19. desember og vegleg verðlaun í boði fyrir þrjá heppna. Jólavættaleikur í gangi í borginni Allur ágóði af sölu á Jólaprýði Póstsins, jólaóróum úr smiðju ís- lenskra hönnuða, mun renna til Ljóssins, endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra, nú í desember. Jólaprýði Póstsins hefur verið framleidd síðan árið 2006 og hafa íslenskir listamenn fengið frjálsar hendur við hönnunina, þar á meðal Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Hlyn- ur Ólafsson, Örn Smári Gíslason, Heiðar J. Hafsteinsson, Konráð K. Þormar og Sveinbjörg Hallgríms- dóttir. Jólaóróarnir fást í helstu pósthúsum landsins og kosta 950 krónur. Einnig er hægt að kaupa eldri óróa, sem er kjörið tækifæri fyrir safnara. Í tilkynningu frá Ljósinu kemur fram þakklæti til Póstsins fyrir að leyfa endurhæfingarmiðstöðinni að njóta góðs af sölu óróans. Jólaórói Póstsins til styrktar Ljósinu Jólaprýði Órói sem Pósturinn selur. Lögreglan á Suðurnesjum handtók íslenskan karlmann á þrítugsaldri síðastliðinn föstudag í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að toll- gæslan hafði fundið fíkniefni í fór- um hans. Um var að ræða tæplega fjögur kíló af hassi sem maðurinn hafði komið fyrir undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Maðuinn var að koma frá Spáni þegar hann var handtekinn. Hann játaði sök og kvaðst hafa átt að fá eina milljón króna fyrir að koma efninu inn í landið. Málið er í rann- sókn, að því er fram kemur í dag- bók lögreglunnar. Með fjögur kíló af hassi frá Spáni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.