Morgunblaðið - 10.12.2019, Page 4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Veðurstofunni Veðurfræðingarnir Helga Ívarsdóttir og Elín Björk Jónasdóttir fylgjast með lægðinni.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Búist er við víðtækum truflunum á
samgöngum um allt land í dag og í
fyrramálið vegna norðan roks eða
óveðurs sem skellur á landinu í dag.
Vegum verður víða lokað í varúðar-
skyni og millilandaflug fellur niður
síðdegis í dag. Þá er búist við að
skólastarf raskist á höfuðborgar-
svæðinu og víðar. Opinberum þjón-
ustustofnunum eins og bókasöfnum
og sundlaugum verður lokað um
miðjan dag.
Veðurstofa Íslands gaf í gær út
appelsínugula viðvörun vegna norð-
an storms eða roks á vesturhluta
landsins. Viðvaranir breyttust eftir
því sem leið á daginn. Versta veðr-
inu var spáð á Ströndum og Norður-
landi vestra, ofsaveðri eða fárviðri
með mikilli snjókomu og skafrenn-
ingi. Þetta spásvæði var fært upp í
hæstu viðvörun, rauða, og er það í
fyrsta skipti sem sá litur er notaður
í veðurspám frá því litakvarðaðar
viðvaranir voru teknar upp fyrir
rúmum tveimur árum. Undir kvöld
náði appelsínugula viðvörunin til alls
landsins, nema vitaskuld þess rauð-
litaða á Norðurlandi vestra og
Ströndum.
Ríkislögreglustjóri og allir lög-
reglustjórar landsins lýstu yfir
óvissustigi almannavarna á landinu,
í takti við veðurspá Veðurstofunnar.
Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur
vaknar um að eitthvað sé að gerast
af náttúru- eða mannavöldum, sem á
síðari stigum geti leitt til þess að
heilsu fólks og öryggi umhverfis eða
byggðar sé ógnað.
Þjóðvegum lokað
Ef fram fer sem horfir mun óveðr-
ið hafa mikil áhrif á daglegt líf Ís-
lendinga og gesta landsins. Vega-
gerðin áætlar að loka öllum vegum að
höfuðborgarsvæðinu og á Suðrnesj-
um um hádegisbil í dag. Áætlað er að
lokunin standi í sólarhring. Fjölda
annarra vega um allt land verður lok-
að, sumum strax árdegis í dag. Milli-
landaflug og innanlandsflug raskast
sem og almenningssamgöngur.
Skóla- og frístundastarf í Reykja-
vík mun raskast frá hádegi í dag. Í
tilkynningu frá Reykjavíkurborg er
fólki ráðlagt að vera ekki á ferli eft-
ir klukkan 15. Foreldrar og forráða-
menn barna eru beðnir um að sækja
börn sín strax að skóladegi loknum
þannig að tryggt sé að börn og
starfsfólk nái heim áður en óveðrið
skellur á. Svipaðar tilkynningar
hafa verið gefnar út hjá fleiri sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Þá verður sundlaugum í Reykja-
vík, útibúum Borgarbókasafnsins og
söfnum á vegum borgarinnar lokað
klukkan 14.
Undirbúa aðgerðir
Starfsfólk Landsbjargar vann að
því í gær að miðla upplýsingum um
hættuna til ferðaþjónustufyrirtækja
og gesta þeirra. Davíð Már Bjarna-
son, upplýsingafulltrúi Landsbjarg-
ar, segir að aðgerðastjórnendur og
björgunarsveitarfólk hafi unnið að
undirbúningi aðgerða með öðrum
viðbragðsaðilum. Reynt hafi verið
að slípa til ferla sem mögulega
verða virkjaðir ef álag verður mikið.
Opnaðar verða aðgerðastjórnstöðv-
ar á svæðum sem mikið mæðir á.
Þá er verið að fara yfir búnað
sem notaður er í slíkum tilvikum og
til athugunar var að flytja tæki, eins
og til dæmis snjóbíla, til svæða þar
sem búist er við að umferð teppist
alveg vegna snjóa.
Landhelgisgæslan hvatti í gær
eigendur og umsjónarmenn skipa
og báta í höfnum til þess að huga
sérstaklega að þeim í ljósi að-
stæðna.
Víðtækar truflanir á samgöngum
Óveður sem spáð er í dag og fram á miðvikudag hefur áhrif á daglegt líf Íslend-
inga og ferðir fólks um landið Óvissustigi almannavarna lýst yfir um allt land
Veðurviðvaranir í dag
Upplýsingar er fengnar
á vef Veðurstofu
Íslands kl. 22:40 í gær
RAUÐ VIÐVÖRUN
Strandir og Norðurland vestra
Norðan stórhríð
Norðan ofsaveður og stórhríð
eftir kl. 17 í dag
APPELSÍNUGUL
VIÐVÖRUN
Vestfirðir
Norðan stórhríð
Breiðafjörður og
Faxaflói
Norðan rok
APPELSÍNUGUL
VIÐVÖRUN
Höfuðborgarsvæðið
Norðan stormur eða
rok eftir kl. 15 í dag
APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN
Suðurland Norðan og norðvestan stormur eða rok
Miðhálendið Norðan stórrhríð
APPELSÍNUGUL
VIÐVÖRUN
Norðurland eystra
Norðan og norð-
austan stórnhríð
Austurland að
Glettingi og
Austfirðir
Norðan stormur
eða rok með
snjókomu og
slyddu
Suðausturland
Norðan stormur
eða rok
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ekkert sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu hefur lokið sam-
komulagi við Vegagerðina um yfir-
færslu þjóðvega til
sveitarfélaganna, svokallaðra skila-
vega, eins og gert er ráð fyrir í
vegalögum.
Rætt var um málið á seinasta
stjórnarfundi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og telur stjórnin úti-
lokað að niðurstaða náist um yfir-
færslu allra þjóðvega fyrir lok þessa
árs. Lagt er til að breyting verði
gerð á lögunum og sem fyrst verði
jafnframt fundin ásættanleg niður-
staða milli Vegagerðarinnar og
sveitarfélaga, á grundvelli vand-
aðrar ástands- og kostnaðargrein-
ingar viðkomandi samgöngu-
mannvirkja.
Í bréfi sem Samtök sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa
sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
segir að nokkuð langt sé í land með
að samkomulagi verði náð. Er stöðu
málsins lýst með þessum hætti:
,,Garðabær hefur hafnað því að
yfirfærslan geti átt sér stað þar sem
ekki hafa verið uppfyllt skilyrði lag-
anna um að fram fari ástandsmat og
kostnaðargreining sem gæti verið
grundvöllur samkomulags aðila.“
,,Mosfellsbær hefur hafnað því að
taka við Hafravatnsvegi (Reykja-
vegi/Kóngsvegi) frá Vegagerðinni,
miðað við fyrirliggjandi forsendur,
fyrr en nýr Hafravatnsvegur hefur
verið lagður.“
,,Hafnarfjarðarbær hefur óskað
eftir fresti á færslu veganna þar
sem m.a. liggur ekki fyrir hvernig
haldið verður á fjármögnun veg-
halds af hálfu sveitarfélagsins eftir
árslok 2019. Hefur Vegagerðin ekki
svarað erindi Hafnarfjarðarbæjar.“
Þá segir að Reykjavíkurborg telji
,,að viðræður við Vegagerðina hafi
enn ekki gefið sveitarfélaginu
glögga mynd af ástandi vega komi
til yfirtöku þeirra né því hvaða fjár-
magn fylgir frá ríkinu til viðhalds og
þjónustu“.
,,Kópavogsbær telur sig ekki geta
tekið við veginum í því ástandi sem
,,skilavegurinn“ er í dag,“ segir
einnig í bréfinu og fram kemur að
Seltjarnarnesbær sé með málið í
nánari skoðun.
Vilja ekki skila-
vegi að óbreyttu
Útilokað að ljúka málinu fyrir árslok
Ljóst er að mikil röskun verður
á millilandaflugi og innanlands-
flugi í dag og fram á morgun-
daginn. Þannig mun óveðrið
hafa áhrif á yfir 4.000 farþega
Icelandair, samkvæmt tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu.
Gert er ráð fyrir að allt flug
Icelandair til Evrópulanda verði
á áætlun nú í morgunsárið. Hins
vegar hefur öllu flugi frá Evrópu
til Íslands í dag verið seinkað og
var sett upp ný flugáætlun fyrir
farþegana. Gert er ráð fyrir að
brottför farþega frá Evrópu
verði við fyrsta tækifæri á mið-
vikudagsmorgun.
Þá hefur öllu flugi frá Kefla-
vík til Evrópulanda og Banda-
ríkjanna seinnipartinn í dag ver-
ið aflýst. Einhverjir nýttu sér
boð um að flýta för sinni og
fóru þá í gær. Rúmlega 500 er-
lendir ferðamenn munu dvelja í
hótelum á vegum Icelandair í
kvöld og nótt. Vonast er til að
flug frá Keflavík verði að mestu
leyti á áætlun á miðvikudags-
morgun.
Hefur áhrif á
4.000 farþega
RÖSKUN HJÁ ICELANDAIR