Morgunblaðið - 10.12.2019, Page 27

Morgunblaðið - 10.12.2019, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019 Það áttu sér stað áhugaverð- ar samræður í Kastljósinu á RÚV hinn 4. desember síðastliðinn. Í settið voru mætt þau Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, og Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Umfjöllunarefni þáttarins var kvennaknattspyrnan á Íslandi og hlutir sem mættu betur fara. Í þættinum var meðal annars rætt um þá vegferð sem kvenna- knattspyrnan á Íslandi er á, U23 ára landslið kvenna og leiktíma í úrvalsdeild kvenna á síðustu leiktíð. Undanúrslitaleikur Hol- lands og Svíþjóðar á HM kvenna í Frakklandi síðasta sumar fór fram 3. júlí, á sama tíma og leik- ur Vals og Breiðabliks í úrvals- deild kvenna sem var á þeim tíma stærsti leikur tímabilsins í kvennaboltanum. Óheppilegt. Eins og Margrét Lára benti réttilega á hefði einfaldlega átt að fresta mótinu aðeins svo leik- menn hefðu til dæmis tækifæri til þess að fara til Frakklands og fylgjast með HM. Að sama skapi geta félögin alltaf gert at- hugasemdir við mótafyr- irkomulagið þegar KSÍ leggur fram drög að Íslandsmótinu. Síðasta sumar var kvartað yfir dómgæslu í efstu deild kvenna. Eins og var réttilega bent á dæma ekki sömu dóm- arar í efstu deildum kvenna og karla. Aðeins félögin geta breytt þessu sjálf og á næsta ársþingi KSÍ fá stelpurnar tækifæri til þess að koma sínum málum á framfæri. Þar geta þær líka farið fram á það að bestu dómarar landsins dæmi í efstu deild kvenna. Íslenskar knattspyrnukonur þurfa að vinna betur með sínum félögum í þeim málefnum sem mega betur fara, aðeins þannig munu einhverjar breytingar til góðs eiga sér stað. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Á HLÍÐARENDA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valsmenn eru á miklu skriði í úrvals- deild karla í handknattleik, Olís- deildinni, en liðið vann eins marks sig- ur gegn FH í Origo-höllinni á Hlíðarenda í þrettándu umferð deild- arinnar í gær. Leiknum lauk með 29:28-sigri Valsmanna sem voru að vinna sinn sjöunda deildarleik í röð í gær. FH-ingar náðu fjögurra marka for- ystu um miðbik fyrri hálfleiks en Valsmenn neituðu að láta slá sig út af laginu. Þeir unnu sig inn í leikinn og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 17:14. FH-ingar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og Hafnfirðingum tókst að jafna metin eftir þriggja mín- útna leik í síðari hálfleik. Valsmenn kipptu sér lítið upp við það, náðu aftur þriggja marka forskoti, og héldu þeirri forystu allt til enda. Valsmenn hikstuðu mikið í upphafi tímabils en liðið virðist svo sannarlega vera búið að finna taktinn, bæði í vörn og sókn. Það er mikið sjálfstraust í liðinu en Valsarar hefðu eflaust tapað þessum leik eða misst hann niður í jafntefli ef hann hefði farið fram í september/október. Hreiðar Levý Guðmundsson var mjög öflugur á milli stanganna og varði oft á tíðum á lykilaugnablikum í leiknum og kom þannig í veg fyrir að FH-ingar kæmu sér inn í leikinn. Þá átti Anton Rún- arsson mjög góðan leik og dró vagn- inn þegar mest á reyndi. Leikur FH-inga var kaflaskiptur og það kann ekki góðri lukku að stýra gegn jafn sterkum andstæðingi og Valsliðinu. Þá var Ásbjörn Frið- riksson, sem skoraði tíu mörk í leikn- um, mikið að reyna að draga vagninn í liði Hafnfirðinga en hann getur ekki siglt öllum sigrum í höfn fyrir liðið. Aðrir leikmenn eins og Bjarni Ófeig- ur Valdimarsson og Einar Rafn Eiðs- son verða að stíga upp líka ef FH ætl- ar sér að berjast um einhverja titla. FH-liðið sýndi hins vegar karakter á lokamínútunum og var nálægt því að knýja fram jafntefli en Valsmenn voru einfaldlega of stór biti fyrir þá í gær. Þú vinnur ekki titla í september og stígandi í Valsliðinu þessa dagana er umhugsunarefni fyrir önnur lið í deildinni. Hlíðarendaliðið er óðum að ná vopnum sínum á nýjan leik og það er einhver ára yfir liðinu þessa dag- ana sem segir manni að liðið geti ein- faldlega ekki tapað. Hafnfirðingar eru með gríðarlega vel mannað lið en í jafnri deild þurfa einfaldlega allir leik- menn liðsins að skila sínu ef FH ætlar sér að vinna handboltaleiki og það gerðist ekki í gær. Mikill meðbyr á Hlíðarenda  Valsmenn sitja í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu  Hafnfirðingar til alls líklegir en þurfa meiri stöðugleika frá lykilleikmönnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Drifkraftur Anton Rúnarsson dró vagninn þegar mest á reyndi á Hlíðarenda og var markahæstur með 11 mörk. Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir hefur skrifað undir skólastyrk við University of Ten- nessee í Bandaríkjunum. Skólinn spilar í SEC-deildinni, efstu deild NCAA, sem er ein sterkasta deildin í háskólaboltanum vestanhafs. Kristín, sem er tvítugur varn- armaður, hefur leikið með Breiða- bliki undanfarin ár. Hún varð Ís- landsmeistari í fyrra og hefur í tvígang orðið bikarmeistari. Krist- ín hefur leikið 57 leiki í efstu deild og skorað fjögur mörk. Þá á hún 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Til Bandaríkjanna í sterka deild Morgunblaði/Arnþór Birkisson Vörn Kristín Dís Árnadóttir er afar sterkur varnarmaður. Knattspyrnukonan Rakel Hönnu- dóttir er gengin í raðir Breiðabliks á nýjan leik eftir tvö ár erlendis í atvinnumennsku. Rakel gekk fyrst í raðir Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð og svo Reading á Englandi. Rakel lék 103 leiki með Breiða- bliki í efstu deild 2012-2017 og skoraði í þeim 46 mörk. Hún varð bikarmeistari með Blikum árin 2013 og 2016 og Íslandsmeistari ár- ið 2015. Rakel hefur þegar leikið 100 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim níu mörk. Viðtal við Rakel má sjá á mbl.is/sport. Rakel snýr aftur í Kópavoginn Morgunblaðið/Golli Græn Rakel Hönnudóttir á yfir 150 leiki með Breiðabliki. Origo-höllin Hlíðarenda, Olísdeild karla, 9. desember 2019. Gangur leiksins: 2:4, 5:7, 7:11, 10:11, 14:12, 17:14, 18:18, 21:19, 23:20, 25:23, 27:24, 29:28. Mörk Vals: Anton Rúnarsson 11/6, Finnur Ingi Stefánsson 6/2, Agnar Smári Jónsson 6, Magnús Óli Magn- ússon 4, Ýmir Örn Gíslason 2. Varin skot: Hreiðar Levý Guðmunds- son 15. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/2, VALUR – FH 29:28 Arnar Freyr Ársælsson 5, Birgir Már Birgisson 3, Einar Rafn Eiðsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Bjarni Ófeigur Valdi- marsson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Ísak Rafnsson 1. Varin skot: Phil Döhler 11, Birkir Fannar Bragason 3/1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 350. Arsenal gat loksins fagnað sigri er liðið vann 3:1- útisigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Sigurinn var sá fyrsti síðan 24. október og sá fyrsti í deildinni síðan 6. október. Arsenal lék níu leiki í röð án sigurs og voru úrslitin því afar kærkomin. Það byrjaði ekki vel því West Ham var sterkari aðilinn fyrsta klukkutímann og voru Arsenal-menn heppnir að vera einungis einu marki undir er hinn 18 ára gamli Gabriel Martinelli skoraði á 60. mínútu og jafnaði metin. Níu mínútum síðar var Pierre-Emerick Aubameyang bú- inn að leggja upp eitt mark fyrir Nicolas Pépé og skora annað og Arsenal komið í 3:1. Arsenal fór upp í 9. sæti og efri hlutann og er liðið með 22 stig, tveimur minna en Manchester United í fimmta sæti. West Ham er með 16 stig, aðeins einu frá fallsæti. AFP Klippa Pierre-Emerick Aubameyang skorar þriðja mark Arsenal á London-vellinum. Afar langþráður sigur Arsenal Körfuboltamað- urinn Kristófer Acox glímir við erfið veikindi um þessar mundir. Kristófer var lagður inn á spít- ala í síðustu viku vegna sýkingar í nýra, sem síðan fór út í blóðið. DV greindi fyrst frá. „Þetta eru mjög erfið veikindi og ég hef verið í rannsóknum og með- ferðum eftir að ég byrjaði að finna fyrir þessu fyrir nokkrum vikum. Í síðustu viku blossaði þetta síðan upp,“ sagði Kristófer í samtali við DV. Kristófer er allur að koma til og er búið að útskrifa hann af spítala. Hann lék ekki með KR gegn Grindavík í Geysisbikarnum í síð- ustu viku og er hann ekki vænt- anlegur á völlinn fyrr en í fyrsta lagi í janúar á næsta ári. „Númer eitt, tvö og þrjú er að bjarga nýranu og komast aftur á bataveg. Það voru framkvæmd inn- grip á spítalanum til að hlífa nýranu og hjálpa því að jafna sig,“ sagði Kristófer enn fremur. Kristófer, sem spilaði með ís- lenska landsliðinu á EM í Helsinki 2017, hefur skoraði 9 stig, tekið 4,6 fráköst og gefið 1,1 stoðsendingu að meðaltali í sjö leikjum á tímabilinu. Kristófer glímir við erfið veikindi Kristófer Acox

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.