Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 1
BÆKUR Tilfinningaheitt tilhugalíf bls. 40 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 6. desember 2002 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 34 Íþróttir 16 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD NETIÐ Valgerður Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra opnar nýja vefsíðu Byggðarannsóknastofnun- ar. Á vefsíðunni verður meðal ann- ars að finna gagnvirkan gagna- grunn um íslenskar byggðamála- rannsóknir og verður notkun hans sýnd við þetta tækifæri. Athöfnin fer fram í stofu K 202 í húsa- kynnum HA að Sólborg og hefst klukkan 15. Valgerður opnar vefsíðu OPNUN Tíu listamenn opna sýningu í Skipholti 33B, fyrir aftan gamla Tónabíó. Á sýningunni verða mál- verk, ljósmyndir, skúlptúrar og fatahönnun. Listamennirnir eru: Heiðar Þór Rúnarsson, Þórunn Inga Gísladóttir, Sigríður Dóra Jóhanns- dóttir, Hermann Karlsson, Sandra María Sigurðardóttir, Karen Ósk Sigurðardóttir, Ásta Guðmundsdótt- ir, Hrund Jóhannesdóttir, Hrólfur Vilhjálmsson og Margrét M. Norð- dahl. Sýningin hefst klukkan 20.00. Tíu listamenn TÓNLEIKAR Hljómsveitin Spaðar heldur kynningartónleika í verslun 12 Tóna af tilefni útgáfu plötunnar Skipt um peru. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00. Spaðar í Tólf tónum ÍÞRÓTTIR Valsmenn taka á móti ÍBV í handboltaleik kvöldsins. Í körfu- boltanum mætast UMFG og UMFN í Grindavík og Keflavík og ÍR í Seljaskóli. Handboltinn hefst klukkan 19 en körfuboltinn klukkan korter yfir. Handbolti og körfubolti BUSH Veifaði Stevie Wonder FÖSTUDAGUR 246. tölublað – 2. árgangur bls. 20 JÓLASKRAUT Gamall pakki í uppáhaldi bls. 26 REYKJAVÍK Suðvestlæg átt, 8- 13 m/s og skúrir eða slyddu- él. Kólnandi veður. Hiti 3 til 8 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Slydduél 4 Akureyri 5-10 Skýjað 5 Egilsstaðir 5-10 Súld 5 Vestmannaeyjar 8-13 Skúrir 5➜ ➜ ➜ ➜ + + + + debenhams S M Á R A L I N D hl‡jar tær um jólin NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 66% 71% LEIKHÚS Ómar Jóhannsson, sem hlaut landsfrægð þegar hann fyrstur Íslendinga vann milljón í sjónvarpsþættinum Viltu vinna milljón?, hefur selt söluturn sinn og myndbandaleigu við Njálsgötuna. Ómar hyggst snúa sér að skriftum og er með leikrit í smíðum: „Ég hef nú þegar skrifað fjór- ar revíur fyrir leikfélagið í Keflavík og nú er verið að sýna þá nýjustu fyrir troðfullu húsi,“ segir Ómar, sem tengir ekki milljónavinning sinn á Stöð 2 á neinn hátt við skriftirnar. „Nú er ég að byrja á gamanleikriti,“ segir hann og vonast frekar en ekki eftir að koma því á svið hjá einhverju leikhúsi í Reykjavík. Revía Ómars, sem nú er sýnd í Keflavík, heitir „Í bænum okk- ar er best að vera“ og er í leik- stjórn Helgu Brögu: „Ég var búinn að vera með myndbandaleiguna á Njálsgöt- unni í níu ár og tími kominn að breyta til. Ég hef gaman af því að skrifa,“ segir milljónamaður- inn. ■ ÞJÓFNAÐUR Bíl Sigríðar Trausta- dóttur var stolið fyrir utan heimili hennar í Kópavogi fyrir rúmri viku. Hann fannst á föstudag þar sem hann var í hvarfi við skíða- lyfturnar í Breið- holti. Búið var að taka framöxul og bensíntank og brjóta stýrisvélina. „Það var alveg ljóst að bílnum var stolið í þeim til- gangi einum að stela úr honum varahlutum,“ segir Sigríður. Hún segist hafa undrast yfir því hvernig þjófarnir vissu hvar átti að leita en bíllinn er af gerðinni Audi 80 ár- gerð 1987. „Ég hringdi í Umferða- stofu og bað um að mér yrði send- ur listi yfir alla bíla sömu gerðar. Listinn var sendur umsvifalaust í gegnum tölvupóst í vinnuna til mín. Þar stóðu nöfn og heimilis- föng allra þeirra sem skráðir voru fyrir svona bílum. Starfsmaður Umferðarstofu sagði mér að hún hefði mánuði áður verið beðin um sams konar lista. Ég hlýt að draga þá ályktun að þar hafi þjófarnir verið á ferð.“ Sigríður lét ekki staðar numið heldur hringdi á bílapartasölur. Hún vildi kanna hvort spurt hafi verið eftir varahlutum á borð við þá sem teknir voru úr bílnum. Á einni fékk hún þau svör að menn hefðu spurst fyrir um varahluti sem gátu átt við. Hún segist engar ályktanir draga en vissulega vökn- uðu spurningar. Birgir Hákonarson hjá Um- ferðarstofu segir rétt að hægt sé að fá þessar upplýsingar sendar. Að auki geti fólk gefið upp skrán- ingarnúmer bíla og fengið að hámarki uppgefin í gegnum síma nöfn og heimilisföng eigenda þriggja ökutækja. Óski fólk hins vegar eftir nafnleynd sé nóg að hafa samband við Umferðarstofu. Hann tekur fram að í engu séu kennitölur einstaklinga gefnar upp, hvorki í gegnum síma né á annan hátt. Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda aðgengi að upplýs- ingum koma sér á óvart. Hann seg- ir það nýjung að beinlínis sé verið að stela bílum til að taka úr þeim varahluti. Slík dæmi fyrirfinnist vissulega en séu mjög sjaldgæf. Algengastir væru svokallaðir nytjastuldir. Þá væri bílum stolið til að fara á milli staða og þeir síð- an skildir eftir. Þess má geta að 276 bílum hefur verið stolið í Reykja- vík það sem af er ári, sem er meira en áður. kolbrun@frettabladid.is Umferðarstofa upplýsir þjófa Bíl Sigríðar Traustadóttur var stolið. Hún telur upplýsingar frá Umferðarstofu hjálpa þjófum. Lögreglan segir það koma á óvart. SIGRÍÐUR TRAUSTADÓTTIR „Ég á erfitt með að sætta mig við þetta. Maður heyrir að bílum sé stolið og lætur það eins og vind um eyru þjóta. Þegar ég síðan upplifi slíkan þjófnað finn ég fyrir persónulegri árás og lítilsvirðingu.“ Hún segist ekki vera búin að taka ákvörð- un um hvort hún kaupi varahluti í bílinn eða kaupi nýjan. Hún hafði einungis átt hann í einn og hálfan mánuð þegar honum var stolið. MIKAEL TORFASON Bók hans „Samúel“ hlýtur tilnefningu í ár en hún hefur vakið mikið umtal. Bókmenntaverðlaunin: LoveStar og Samúel eru tilnefndar VERÐLAUN „Hvar sem ég verð“ eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur er ein fimm bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverð- launanna í ár í flokki fagurbók- mennta. Tilnefningar voru kunngjörðar í gærkvöld. Í flokki fagurbókmennta eru einnig til- nefndar „Leiðin til Rómar“ eftir Pétur Gunnarsson, „LoveStar“ eftir Andra Snæ Magnason, „Samúel“ eftir Mikael Torfason og „Sveigur“ eftir Thor Vil- hjálmsson. Í flokki fræðirita og bóka al- menns efnis voru tilnefndar „Dulin veröld“ eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson, „Ísland á 20. öld“ eftir Helga Skúla Kjartans- son, „Landneminn mikli“ eftir Viðar Hreinsson, „Skrýtnastur er maður sjálfur“ eftir Auði Jónsdóttur og „Þingvallavatn“ eftir þá Pétur M. Jónasson og Pál Hersteinsson. Bókaútgef- endur leggja fram bækur til til- nefningar og voru 76 bækur lagðar fram að þessu sinni. Lokadómnefnd velur eina bók úr hvorum flokki og verða verð- launin afhent í byrjun næsta árs. Forseti Íslands er formaður lokadómnefndar en undanfarin ár hefur verðlaunaafhending farið fram að Bessastöðum. ■ ÓMAR JÓHANNSSON Vann milljón og þegar búinn að skrifa fjórar revíur. Breytingar á Njálsgötu: Milljónamaður skrifar leikrit „Starfsmaður Umferðarstofu sagði mér að hún hefði mánuði áður verið beðin um sams kon- ar lista.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.