Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 46
46 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR DÝRT Að reykja. Þú brennir pening-um. Það kostar 190 þúsund krónur á ári að reykja einn pakka á dag. Til þess að eiga þá upphæð eftir skatta verður þú að vinna þér inn minnst 260 þús- und krónur. Þá er heilsuleysið ótalið en það getur orðið dýr- keypt. Svo ekki sé minnst á lykt- ina. Eins og af dýri. Vondu dýri. Hækkið árslaunin um kvartmillj- ón. Hættið að reykja. Besta fjár- festing vikunnar, ársins - og jafnvel lífsins. ■ Negldi með annarri og myndaði með hinni 46 ÁRA „Ég verð líklega 46 ára í dag,“ segir Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður, eftir að hafa hugsað sig um litla stund. „Til hátíðabrigða verða vöfflur í eftirmiðdag fyrir fjöl- skylduna og til enn frekari há- tíðabrigða förum við hjónin í leikhús í kvöld til að sjá Sölu- maður deyr. Annars er ég ekki vanur að gera mikið úr afmælis- dögunum mínum. Þetta er nú svona meira fyrir börnin,“ segir hann en aftekur með öllu að hann hafi gleymt að varðveita barnið í sjálfum sér. „Andinn er að minnsta kosti ekki í samræmi við aldurinn,“ segir hann og hlær. „Og þegar ég var strákur var alltaf flaggað á strætó. Finn- ar halda þjóðhátíðardag á þess- um degi og mér fannst finnski fáninn vera fyrir Finnana og sá íslenski fyrir mig persónulega.“ Þorsteinn hefur nýlokið við gerð heimildarmyndar um Menntaskólann í Reykjavík sem nefnist Bestu árin og verður sýnd í sjónvarpinu í vor. „Ég var líka að gera mynd sem heitir Við byggjum hús. Þar geng ég inn í hlutverk verkamannsins með byggingaverkamönnum og kynn- ist fólki í starfi. Ég eiginlega negldi með annarri og myndaði með hinni,“ segir Þorsteinn og kveðst hafa lært heil ósköp um smíðar og húsbyggingar meðan á vinnslu myndarinnar stóð. „Svo er ég að gera heimildarmynd um Rockville á Suðurnesjum, sem er meðferðarstöð fyrir dópista og alka sem eru að fikra sig til nýs lífs. Þetta er gömul radarstöð á vegum Byrgisins og mikið og gott starf unnið þar.“ Þorsteinn segist vonast til að myndin verði sýnd í bíó því hún verður í fullri lengd og danska sjónvarpið hefur þegar keypt hana til sýninga. „Þetta er mynd fyrir fólk sem vill sjá myndir með einhverja meiningu. Hún fjallar auðvitað ekki bara um meðferðina heldur ekki síður þjóðfélagið. Það hlýtur að vekja spurningar, hvað þetta spennu- samfélag gerir fólki og hversu erfitt það er fyrir þá sem missa fótfestuna að ná áttum aftur.“ Þegar Þorsteinn tekur sér frí fer hann upp í Kjós þar sem fjöl- skyldan á landskika. „Þar stund- um við garðrækt, skógrækt og göngum fjörur til að hlaða batt- eríin,“ segir Þorsteinn að lokum. edda@frettabladid.is TÍMAMÓT AFMÆLI HAGFRÆÐINGUR Ég er að koma frá Reykjavíkurborg yfir til ASÍ og þetta leggst gríðarlega vel í mig,“ segir Ólafur Darri Andra- son, nýráðinn hagfræðingur ASÍ. „Starfið hjá Reykjavíkur- borg var meira embættisstarf, þetta er svona kvikara og dýnamískara og alveg bráð- skemmtilegt.“ Ólafur Darri er kvæntur Kristjönu Bjarnadóttur, líffræð- ingi hjá Hjartavernd, og þau eiga tvö börn, Sindra, tólf ára, og Rán, tíu ára. „Ég reyni að vera sem mest samvistum við fjöl- skylduna,“ segir Ólafur. „Svo hef ég óhemju gaman af að ganga á fjöll.“ Hann segist hafa verið að vinna að því undanfarið að koma sér í gott form og til dæmis tek- ið þátt í sínu fyrsta maraþon- hlaupi í september. „Það gekk bara ákaflega vel,“ segir hann hlæjandi. „Ég kom lifandi í mark og þar með var nú eiginlega tak- markinu náð. Ég er líka í bráð- skemmtilegum skokkklúbbi á Seltjarnarnesi og fór með hon- um í heilmikla gönguferð í fyrrasumar. Við lögðum upp frá Jökulfjörðum og gengum yfir á Strandirnar og norður á Horn- bjarg og vorum sótt aftur á Jök- ulfirðina. Við gengum með allan útbúnað og gistum í tjöldum og þetta var einfaldlega dýrðleg upplifun. Ólafur Darri segir fjallaferðir og útiveru frábært tómstundagaman. „Þessi snert- ing við náttúruna er engu lík og maður kemur endurnærður og hress til baka.“ Ólafur Darri segist vera far- inn að huga að jólum. „Við erum nýkomin frá London, ég og kon- an mín, og þar var örlítið gert af jólainnkaupum. London var skemmtileg að venju, mikið um dýrðir og ótrúlegt úrval af skrani til sölu,“ segir hann og kímir. Annars hlakkar hann til sum- arsins þegar aftur er hægt að halda á fjöll. „Strákurinn minn hefur einu sinni farið með mér, en ég bíð spenntur eftir að taka bæði börnin með.“ ■ Ólafur Darri Andrason var ráðinn hagfræð- ingur ASÍ í september síðastliðnum. Stöðuveiting Kom lifandi og lukkulegur í mark FÓLK Í FRÉTTUM ÞORSTEINN JÓNSSON Leit svo á þegar hann var barn að flöggin á strætó væru honum til heiðurs á afmælisdaginn. FÓLK Í FRÉTTUM JARÐARFARIR 10.30 Stella Árnadóttir, Skólavörðustíg 24a, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 13.30 Arthur V. O’Brien, Klapparstíg 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Landakotskirkju. 13.30 Árni J. Haraldsson, Víðimýri 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Bjarni Ágústsson Mæhle, Akur- holti 9, Mosfellsbæ, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu. 13.30 Guðmundur Jónsson frá Torfalæk verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. 13.30 Ísleifur Örn Valtýsson, Klukku- bergi 12, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju. 13.30 Sigurlinni Sigurlinnason verður jarðsunginn frá Garðakirkju. 14.30 Magnús Friðrik Einarsson, Rauðalæk 71, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju. 15.00 Auður Vilhjálmsdóttir, Kjartans- götu 2, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Jónína Þorleifsdóttir, Boða- granda 7, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu. AFMÆLI Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðar- maður er 46 ára í dag. ANDLÁT Kristinn Morthens, Fjallkofanum í Kjós, lést 4. desember. Helga Sveinsdóttir frá Kotvelli, Mið- vangi 8, lést 4. desember. Bjarni Ólafsson, Danmörku, lést 3. des- ember. Guðbjörn Bjarnason, Neðstaleiti 2, Reykjavík, lést 3. desember. Ösp Viðarsdóttir, Flókagötu 63, Reykja- vík, lést 3. desember. Þórður Gestsson, Kálfhóli, Skeiðum, lést 1. desember. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að fólk ætti ekki að láta skammrif fylgja bögglum um jólin. Leiðrétting KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 kerra, 2 lögun, 3 heysætið, 4 bugðu, 5 ástfólginn, 6 væla, 7 stífi, 8 grenjaði, 11 heppin, 14 óhljóð, 16 þéttur, 18 dæld, 20 tilhneigingu, 21 bikkja, 23 ráfar, 26 lokkar, 28 rauðlituð, 30 peninga, 31 rola, 33 bergmála. LÁRÉTT: 1 öruggur, 4 flagð, 9 greinilegt, 10 ljómi, 12 rækti, 13 rólegi, 15 lykta, 17 nöldur, 19 nudd, 20 elsku, 22 ferðist, 24 pípur, 25 glampi, 27 ker, 29 leifar, 32 veðurþyt, 34 röð, 35 aldin, 36 yndis, 37 makaði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 túss, 4 skorða, 9 pláneta, 10 glóa, 12 ertu, 13 leikni, 15 ónýt, 17 kuðli, 19 ata, 20 steig, 22 áhrif, 24 lið, 25 góna, 27 erja, 29 silans, 32 ufsa, 34 alin, 35 nauðaði, 36 starði, 37 iðka. Lóðrétt: 1 stertur, 2 fugl, 3 dæld, 4 sneið, 5 ker, 6 Ottó, 7 raunar, 8 alltaf, 11 lestir, 14 nugg, 16 ýt- inni, 20 sleips, 21 eðjuna, 23 halaði, 26 ósaði, 28 afar, 30 alið, 31 snúa, 33 suð. ÓLAFUR DARRI ANDRASON Vill helst vera uppi um fjöll og firnindi þegar hann á frí. Ólafur Örn Haraldsson. Nuuk. Odd Nerdrum. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Nýtt hafnfirskt tímarit semheitir „i“ leit dagsins ljós fyrir um mánuði. Þar var kjör- inn „Frægasti Hafnfirðingurinn“ og varð poppstjarnan Bo Hall fyrir valinu. Var mál manna að hann væri vel að titlinum kom- inn. Væntanlegt er 2. tölublað i og nú er kosið um Hafnfirðing ársins 2002. Telja fróðir menn líklegt að baráttan standi eink- um milli þeirra Lúðvíks Geirs- sonar bæjarstjóra og Stefáns Karls Stefánssonar leikara en hann hefur verið áberandi mjög að undanförnu í tengslum við samtökin Regnbogabörn og um- ræðuna um einelti. Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður er að gera heimildarmynd um Rockville-meðferðarheimilið þar sem ógæfufólk er að fikra sig í átt til nýs lífs. Hann á afmæli í dag og ætlar í leikhús til hátíðabrigða. Stjórnarandstæðingar kvörtuðusáran undan því að Ólafur Örn Haraldsson gæfi litlar skýringar í framsögu sinni við 3. umræðu um fjáraukalög og skömmuðust mjög yfir stutt- um ræðum hans. Það heyrðist svo á máli eins stjórnarliða að ræður Ólafs væru annað hvort í ökkla eða eyra. Í fyrra hefði hann haldið svo langa ræðu að fáir hefðu ver- ið eftir til að hlusta í lokin. Nú segði hann rétt það mikilvægasta í ræðu sinni og vísaði svo í þing- skjöl. Hvora leiðina sem hann veldi ætti hann ekki upp á pall- borðið hjá stjórnarandstæðing- um. Hvers vegna fluttu síamství-burarnir til Bretlands? Til þess að hinn gæti ekið bíln- um. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.