Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 28
28 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR Svo lengi sem ég man hef égverið að gera eitthvað í hönd- unum. Mamma segir að ég hafi verið rétt þriggja ára þegar ég fékkst ekki til að sleppa tuskupok- anum frá mér,“ segir Jóhanna Guðbrandsdóttir, sjúkraliði og handverkskona, sem búsett er í Stykkishólmi. Jóhanna er mikil listakona í höndunum og jólin eru henn- ar tími. Snemma í nóvember er hún farin að huga að gjöf- unum það árið og undirbúa gerð þeirra. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið að hefja verkið því það eru margar gjafirnar sem ég þarf að búa til fyrir jólin. Fjölskyldan er stór og svo á ég vini sem ég gef gjafir.“ Jóhanna er á því að gjaf- irnar hafi komið til þegar hún var að hefja búskap. Í byrjun hafi hún gert það í sparnaðar- skyni en smátt og smátt hafi það breyst. „Fólk fer og kaup- ir sér sjálft teskeið eða kaffi- könnu ef það þarf nú orðið og því gefur maður ekki slíkar gjafir lengur. Mönnum finnst mun skemmtilegra að fá eitthvað sem sker sig úr og er persónulegt. Flest- ir þeirra sem ég gef gjafir bíða eftir þeim og hafa mjög gaman af að fá eitt- hvað sem ég hef búið til sjálf.“ Jóhanna býr ekki aðeins til gjafirnar heldur pakkar hún þeim inn á sinn sérstaka hátt. Hún útbýr merkisspjöldin sjálf og skreytir pakkana með einhverju sem hún hefur búið til. „Ég geri spjöldin oft úr trölladeigi, klemm- um eða einhverju viðlíka. Öll fjöl- skyldan hefur tekið þátt í þessu en börnin eru misjafnlega áhuga- söm. Yngsta dóttir mín sem er tólf ára hefur mikla ánægju af þessu og er mjög nett í höndunum.“ Jóhanna hefur góða aðstöðu en helminginn af bílskúrnum hefur hún tekið undir sig við vinn- una. Hún segist alltaf vera eitthvað að gera í höndun- um, ekki aðeins fyrir jól. „Flestir þeir sem ég gef gjafir, af hvaða tilefni sem það er, fá eitthvað sem ég hef sjálf búið til. Mér finnst það róandi að draga mig út úr skarkala heimilisins og dunda mér á mínu eigin svæði. En ég sel hlutina mína ekki nema ég sé sér- staklega beðin að búa eitthvað til. Þá tek ég fyrir efniskostnaði en það er mjög dýrt að kaupa efni. Vinnan sem ég legg í þetta er meira en ánægjunnar virði.“ Jóhanna minnist jóla fyrir mörgum árum. Ekki var langt um liðið frá því hún hóf að búa til gjafir og hún var ekki farin að gefa foreldrum sínum heimagerð- ar jólagjafir. „Bróðir minn, sem hafði ratað aftur heim eftir að hafa farið að heiman, var þá hjá pabba og mömmu um jólin. Ég gaf honum eitthvað sem ég hafði sjálf búið til en fyrir foreldra mína keypti ég gjöf eins og ég var vön þá. Það felst í því þversögn að segja að það gladdi mig meira en ég átti von á þegar ég gerði mér ljóst að pabbi varð fyrir vonbrigð- um yfir að hafa ekki fengið heimatilbúna gjöf eins og bróðir minn.“ Síðustu helgina í nóvember fór fjölskyldan saman í sumarbústað yfir helgi og Jóhanna tók með sér handavinnuna. Eldri börnin tvö, sem sjálf eiga fjölskyldu, komu í heimsókn og stórfjölskyldan eyddi helginni við að búa til jólakort, alls kyns fígúrur, karla og kerlingar undir handleiðslu Jóhönnu. „Mér þykir mjög vænt um það að fá alla krakkana mína í heimsókn og glöð sitjum við og búum til jólagjafir. Húsbóndinn tekur einnig þátt í þessu með mér því það er svo margir litlir fylgihlutir sem hann aðstoðar mig við að útbúa.“ Á hverju ári gerir Jóhanna einnig jólakort og leggur vinnu í hvert og eitt eftir því hver á að fá það. Þeim fjölgar á hverju ári og hún reiknar með að gera að JÓHANNA GUÐBRANDSDÓTTIR Í nóvember og desember er nóg að gera við að útbúa jólagjafir. SÆT HJÓN OG KRÚSULEG Þau bíða eftir að fara í jólapakka þessi og gleðja einhvern af vinum Jóhönnu. Beðið með eftirvæntingu eftir gjöfunum SANDRA STEFÁNSDÓTTIR Sandra dóttir Jóhönnu virðist hafa erft frá móður sinni leiknina í höndunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.