Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 24
Fastur liður í jólaundirbúningiflestra íbúa höfuðborgarsvæð- isins er að fara niður í bæ og skoða jólaskreytingarnar, bæði hinar opinberu götuskreytingar og skreytingar í búðargluggum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan jólasveinninn í Rammagerð- inni fór fyrir öllum jólaskreyting- um í borginni. Undanfarin ár hef- ur meira að segja verið verðlaun- að fyrir fallegustu jólaskreyting- una á Laugaveginum, sem segir sína sögu um það hversu miklu máli gluggaskreytingar þykja skipta. Ekki eru allir verslunareig- endur búnir að skreyta hjá sér enn en þegar gengið er um Laugaveginn og Austurstrætið kemur í ljós að jólaskreytingar eru komnar í velflesta búðar- glugga. Meira að segja áfengis- verslunin í Austurstræti hefur tekið á sig jólablæ með skreyt- ingum, sem hefði líklega þótt óhugsandi fyrir fáum árum. Erfitt er að greina sérstaka strauma og stefnur í jólaskreyt- ingunum. Þær spanna allt frá gamaldags hlöðnum skreyting- um yfir í mjög mínímalískt skraut með nokkrum kúlum eða ljósum. Einnig fara sumir þá leið að stilla vörunni einfaldlega út á jólalegan hátt, auk þess sem aðrir eru beinlínis að selja jóla- vörur þannig að þær verða skraut í sjálfu sér. Myndirnar tala sínu máli en best er þó að drífa sig í bæinn og skoða sjálfur. ■ 24 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR         Jólin í búðargluggunum: Allar stefn- ur ríkjandi EYMUNDSSON Hér er ljósadýrðin í fyrirrúmi. ELM Mínímalísk jólaskreyting með einni seríu við fótstall gínunnar. 1928 Hér nýtist söluvarningurinn sjálfur í skreytingu. BRIM Skreyting í náttúrulitum á móti vetrarfatnaði. ÉG OG ÞÚ Hér er stillt út vörum í jólalitum. Hvítt minnir á snjó og rautt er litur jólanna. HÓKUS PÓKUS Nokkuð hefðbundin skreyting þar sem gín- an er klædd í jólasveinabúning. GUÐBRANDUR JEZORSKI Skreytingar gullsmiða eru oft nokkuð hlaðnar þótt hér sé farin hófstilltari leið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.