Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 8
8 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR GRÆNLAND Jonathan Motzfeldt segir sjálfgefið að hann verði ekki formaður grænlensku lands- stjórnarinnar þetta kjörtímabil. Hann hefur verið formaður henn- ar í 17 af þeim 23 árum, sem liðin eru frá því Grænlendingar fengu heimastjórn. Hann tapaði fyrir Hans Enok- sen í formannskjöri jafnaðar- flokksins Siumut í október síðast- liðnum. Motzfeldt hafði engu að síður gert sér vonir um að verða formaður landsstjórnarinnar í krafti þess að fá flest atkvæði allra þingmanna flokksins í kosn- ingunum á þriðjudaginn. Hann hlaut hins vegar ekki nema 709 at- kvæði, sem er um það bil helmingi minna en hann fékk í síðustu kosningum. „Kjósendur hafa talað,“ sagði Motzfeldt í viðtali við grænlensku útvarpsstöðina Kalaallit Nunaat. „En ég er samt ánægður að flokk- urinn minn, sem allir höfðu spáð miklu tapi, hafi nokkurn veginn haldið sínu.“ Hann segist þó ætla að halda áfram að reyna að hafa þau áhrif sem hann getur. Siumut er eftir sem áður stærsti flokkur Grænlands, þrátt fyrir nokkuð fylgistap. Óljóst er hvort Enoksen formaður myndar nú stjórn með vinstri flokknum IA eða hvort hann heldur áfram stjórnarsamstarfi með borgara- flokknum Atassut. ■ Jonathan Motzfeldt viðurkennir ósigur sinn: Ætlar að halda áfram að hafa áhrif FRÁ GRÆNLANDI Jonathan Motzfeldt, sem verið hefur nánast landsfaðir Grænlendinga undanfarna tvo áratugi, verður ekki formaður grænlensku landsstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Hækkanir hins opinbera: Mótmælt harðlega MÓTMÆLI Stjórn og fulltrúaráð Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar mótmælir harðlega hækk- unum opinberra aðila að undan- förnu. Nýjustu dæmin eru hækk- anir ríkisins á áfengi og tóbaki og hækkanir gjalda Reykjavíkur- borgar á leikskólum og gæsluvöll- um. Stjórn og fulltrúaráð Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar telja þetta vera skammsýnar og ábyrgðarlausar ákvarðanir, meðal annars vegna þeirra áhrifa sem þetta hefur á lánskjaravísitölu, og þess fordæmis sem þessar hækk- anir gefa öðrum aðilum til hækk- ana á vörum og þjónustu. ■ ALÞINGI „Ég fer fram á það að for- maður fjárlaganefndar reyni að gera betur eða að einhver annar verði fenginn í djobbið,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon við 3. umræðu um fjáraukalög. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu Ólaf Örn Haraldsson, for- mann fjárlaganefndar, fyrir að skýra ekki tillögur nefndarinnar. Þótti þeim tæpra tveggja mínútna ræða hans ekki hæfa viðfangsefn- inu og kröfðust frekari skýringa á tillögugerðinni. Ólafur sagðist ekki sjá ástæðu til að halda langar ræður til að endurtaka það sem hann hefði áður sagt. Síðar tók hann fram- söguræðu Einars Más Sigurðar- sonar, Samfylkingu, dró saman meginefni hennar og spurði svo: „Hafa menn heyrt þetta áður?“ Hvatti hann Einar svo til að stytta mál sitt og komast að kjarna máls- ins. Einar tók því ekki þegjandi og sagði Ólaf svo ákveðinn í að end- urtaka aldrei það sem hann eða einhver annar hefði sagt að ræður hans yrðu sífellt styttri og styttri. Væntanlega yrði hann því hættur að flytja ræður í vor. ■ Formaður fjárlaganefndar gagnrýndur: Nýjan mann í djobbið ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Ólafur er í keppni við sjálfan sig um að flytja sífellt styttri ræður, sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingar. BAGDAD, WASHINGTON, AP Á sunnu- daginn rennur út frestur sem Írökum var veittur til þess að skila til Sameinuðu þjóðanna ítar- legri skýrslu um kjarna-, sýkla- og efnavopn sín. Búist er við því að þeir skili skýrslunni á morgun. Bandarísk stjórnvöld búast við því að skýrslan verði full af blekk- ingum. Reynt verði að slá ryk í augu vopnaeftir- litsmanna með því að afhenda þúsund- ir skjala um auka- atriði. Meðal ann- ars verði mikið rætt um svonefnda „tvöfalda notkun“ efna og tækjabúnaðar, sem hægt er að nota hvort heldur sem er í hernaðarlegum tilgangi eða í frið- samlegum tilgangi. Írakar gagnrýndu vopnaeftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna harðlega á miðvikudaginn, eftir að þeir komu óvænt í eina af höll- um Saddams Husseins. Taha Yassin Ramadan, varaforseti Íraks, sakaði vopnaeftirlitið um að stunda njósnir. Hallarleitin væri bein ögrun sem vel gæti leitt til stríðs. Annað hljóð var hins vegar kom- ið í Saddam Hussein sjálfan í gær. Hann hvatti landsmenn sína til þess að veita vopnaeftirlitinu allan stuðning sinn. Vopnaeftirlitið væri kærkomið tækifæri til þess að af- sanna ásakanir Bandaríkjanna um að Írakar lumi enn á gereyðingar- vopnum. Hins vegar sagði Saddam að ásakanir Bandaríkjanna væru „ranglátar, hrokafullar og lágkúru- legar.“ Vopnaeftirlitsmennirnir sjálfir svöruðu hins vegar ásökunum Íraka fullum hálsi. Vopnaeftirlitið hefði farið „réttu leiðina“, en þyrfti að sigla milli skers og báru, þar sem annars vegar væru kvartanir Íraka og hins vegar þrýstingur Bandaríkj- anna um nákvæmara eftirlit. „Við erum að skila árangri,“ sagði Demetrius Perricos, sem er í forsvari fyrir hóp vopnaeftirlits- manna. Til dæmis hefðu eftirlits- mennirnir á miðvikudaginn lagt hald á tólf sprengjur, sem innihéldu hættulega efnablöndu. Þetta eru fyrstu efnavopnin sem finnast í Írak eftir að vopnaeftirlitið hóf störf að nýju. Skoðunin á forsetahöllinni á mið- vikudag tók hálfan annan tíma og skilaði í sjálfu sér engum árangri öðrum en þeim að láta reyna á heim- ildir vopnaeftirlitsins til þess að fara hvert á land sem er í Írak til að leita vopna. ■ Frestur Íraka að renna út Saddam Hussein segir vopnaeftirlitið kærkomið tækifæri til að afsanna ásakanir Bandaríkjanna. Vopnaeftirlitið segist hafa fundið fyrstu efna- vopnin í Írak. Írakar eiga að skila skýrslu sinni um helgina. ÍRASKIR UNGLINGAR Meðan vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna athafnar sig í Írak halda landsmenn hátíðlega síðustu daga föstumánaðarins Ramadan. Þessir ungu menn brugðu sér í skemmtigarð í Bagdad í gær þar sem þeir kveiktu sér í sígarettum og hlustuðu á ferðaútvarp. Bandarísk stjórnvöld búast við skýrslu fullri af blekkingum. ORÐRÉTT SJÚKIR EIGENDUR „Ekki veit ég hvort forráða- menn bíóhúsa hérlendis hafa al- mennt skertari heyrn en kollegar þeirra erlendis en það hlýtur að vera eitthvað að.“ Bíógestur kvartar yfir hávaða í bíóum. Fréttablaðið, 5. desember. EFNIÐ OG ANDINN „Hið eina sem dugir er að ábyrgir geri sér grein fyrir að andlega fóðrið, ekki síst á vett- vangi skapandi athafna, telst jafn mikilvægt hinu efnislega.“ Bragi Ásgeirsson er ekki ánægður með að málverk hafi fylgt með í bankakaup- um. Morgunblaðið, 5. desember. EINMITT „Fjall er ekki listaverk“ Þröstur Eysteinsson hjá Skógrækt rík- issins hefur ekki sömu skoðanir á náttúr- unni og Roni Horn listamaður. Morgun- blaðið 5. desember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G O

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.