Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 48
Ídesember stunda rithöfundarbárubrun á hvítfyssandi öldum jólabókaflóðsins og sóla sig á strönd frægðarinnar. En hið blíða er jafnan blandað stríðu; í sjálfum Edensgarði leyndist eiturnaðra. Jólabókamánuð- ur væri samfelld sælutíð fyrir rithöf- unda og skáld sem gætu reikað milli kaffihúsa og lesið úr verkum sínum við lófatak og fögnuð og speglað sig í aðdáunaraugum hrifnæmra bók- menntaunnenda, ef höggormurinn væri ekki líka á kreiki í þessari jarð- nesku Paradís, að þessu sinni í gervi gagnrýnandans, rétt eins og hlut- skipti rithöfunda og skáldmenna sé ekki nógu erfitt þótt slíkar vábeiður gangi ekki ljósum logum. GAGNRÝNENDUR elta rithöfunda og listamenn eins og erfðasyndin mannkynið. Og jafnvel þótt dauða- refsingar þekkist ekki lengur og ekki einu sinni hýðingar og þaðan af síður að setja fólk í gapastokk á almanna- færi mega listamenn ennþá búa í skugga opinberra lífláta og mega möglunarlaust þola að listamannsæra þeirra sé krenkt og strýkt á því fjöl- farna torgi þar sem nútímamenn hitt- ast – það er í sjónvarpinu. NÚTÍMINN er hraður og á hlaup- unum hefur gagnrýni í sjónvarpi ver- ið stytt niður í örfá dómsorð, kannski eina setningu. Þessi eina setning get- ur skipt sköpum fyrir afkomu lista- manns – að maður tali nú ekki um listamannsæruna. Hún eða hann skrifar kannski bók, það tekur eitt ár, kannski tvö eða þrjú, og svo er bókin kannski afgreidd í hinu opinbera sjónvarpi þjóðarinnar með hnyttinni neikvæðni, og engum manni dettur framar í hug að kaupa þessa bók, enda um nóg annað að velja. AÐ NOTA sjónvarpið í öllu sínu veldi til þess að vara fólk við bókum eða leiksýningunum finnst mér álíka gáfulegt og að stunda rjúpnaveiðar með langdrægum eldflaugum. Þegar um er að ræða fáar og stuttar um- sagnir um meira eða minna handa- hófskennt úrtak úr jólabókakösinni væri bæði mannúðlegra og réttlátara að láta duga að fjalla einvörðungu um þær bækur sem gagnrýnendur vilja benda lesendum að láta ekki fara framhjá sér. Ruslið fýkur út í veður og vind af sjálfu sér án þess að fyrst þurfi að draga það upp í sjónvarp og gramsa í því með ógeði. Drif á öllumGullmolar Lækkað verðNýkomnir Gott á bilathing.is Númer eitt í notu›um bílum!Laugavegi 170–174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is Rekstrarleiga SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 í fremstu rö› Heimsbókmenntir „Meistaralega skrifu›“ „Líflæknirinn er meistaralega skrifu› söguleg skáldsaga.“ Jón Yngvi Jóhannsson, DV „Líflæknirinn er flaulhugsu› og spennandi skáldsaga sem endurskapar sögulegar persónur og baksvi› fleirra af næmi og frumleika.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir, Mbl. Í spéspegli mannlífsins Ást og kynlíf, einstaklingsbundinn húmor í húmorslausu samfélagi og sjálfsvir›ing einstaklingsins eru me›al vi›fangsefna höfundar í flessum sjö kostulegu smásögum. Ásamt Óbærilegum léttleika tilverunnar er fletta sú bók Milans Kundera sem mestra vinsælda hefur noti› ví›a um heim. Vinsælasti rithöfundur heims Í flessari endurminningabók segir Astrid Lindgren rómantíska ástarsögu foreldra sinna eins og henni einni er lagi›. Astrid skrifar hér einnig um uppvöxt sinn í Smálöndunum í upphafi sí›ustu aldar, bækurnar sem hún las í æsku og fyrstu sporin á rithöfundarbrautinni. Silja A›alsteinsdóttir ritar eftirmála um ævi og störf Astridar Lindgren. „Houellebecq er snillingur“ „Meistaralegur höfundur ... skrifar af fítonskrafti og er spámannlega ögrandi og sérkennilega fyndinn ... Nútímaskáldsögur gerast ekki miki› betri en Áform ... Houellebecq er snillingur.“ Kolbrún Bergflórsdóttir, DV "Áform er frábær skáldsaga ... skyldulesning fyrir alla sem hafa snefil af áhuga á nútímabókmenntum heimsins, og hún fjallar um mál sem ekkert okkar getur leitt hjá sér." Jón Yngvi Jóhannsson, DV www.edda.is Sjónvarp og dauðarefsingar Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.