Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 6. desember 2002 Ég er fæddur á Akureyri enfluttist með foreldrum mín- um til Hafnarfjarðar sjö ára gamall og ólst þar upp. Á sumrin fór ég alltaf norður í sveit og öðl- aðist við það miklar taugar til landsbyggðarinnar,“ segir Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Eftir að Tryggvi lauk námi í Öldutúnsskóla lá leið hans í gagnfræðaskólann Flens- borg þaðan sem hann hélt áfram upp í menntadeild, sem síðar varð Flensborgarskóli. „Ég var í fyrsta árganginum sem útskrifaðist frá skólanum sem stúdentar. Þetta voru sér- stakir tímar. Við upplifðum aldrei hvernig var að vera busað- ur af því að við vorum aldursfor- setarnir.“ Að námi loknu ákvað Tryggvi að leggja land undir fót. Hann sá hvar námsstyrkur var auglýstur til Kína og sótti um. „Mér til mikillar gleði fékk ég styrkinn og hóf nám í kínversku við málastofnun í Peking. Þetta var árið 1975. Aðgangur til Kína var takmarkaður og menningar- byltingin hafði að mestu runnið sitt skeið. Maó var á lífi og Nixon var kominn og farinn. Nánari samskipti Kína og Bandaríkj- anna voru í burðarliðnum. Á meðan á dvöl minni stóð féllu all- ir gömlu byltingarleiðtogarnir frá og mikill umrótstími tók við.“ Tryggvi segir að fyrir vestur- landabúa að vera í Kína á þess- um tíma hafi verið all sérstakt. „Þegar ég hef heimsótt Kína í seinni tíð sé ég hversu gríðarleg- a miklar breytingar hafa orðið í landinu.“ Tryggvi hafði áætlað að dvelja einungis eitt ár í Kína en þau urðu fjögur. Hann innrit- aðist í háskólann í Peking og fór þar í stjórnmálafræði ásamt áframhaldandi námi í kínversku. Í formannsslag við Össur Eftir að námi lauk og Tryggvi kom heim til Íslands árið 1979 hóf hann störf sem kennari. Það sama ár átti hann þátt í að taka á móti fyrsta flóttamannahópnum sem hingað kom frá Víetnam. Tryggvi var við kennslu í nokkur ár auk þess að starfa við járna- bindingar. Þá leiddist hann út í blaðamennsku og starfaði í nokk- ur ár á Alþýðublaðinu gamla. „Árið 1986 dróst ég síðan af full- ri alvöru inn í pólitík þegar ég var kjörinn í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar.“ Það vakti athygli þeg- ar Tryggvi ákvað að fara í for- mannsslag á móti Össuri Skarp- héðinssyni vorið 2000. „Mér þótti heldur dauflegt umhverfið í kringum Samfylkinguna á þess- um tíma. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að menn eigi að takast á um niðurstöður mála. Það versta sem stjórnmálaflokk- ur getur lent í er kyrrstaða og lá- deyða. Ég hef alla tíð verið ágæt- is kunningi Össurar og við höfum átt gott samtarf í gegnum tíðina, bæði fyrir og eftir þennan kosn- ingaslag. Satt best að segja reiknaði ég ekki með því að vinna en taldi nauðsynlegt að koma á fót smá baráttu. Við Öss- ur fórum vítt og breitt um landið. Það vakti athygli og þá var til- ganginum náð.“ Baráttan við náttúruöflin Eftir sextán ár í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað Tryggvi að hætta. Skömmu síðar var haft samband við hann og honum boðinn bæjarstjórastóllinn á Seyðisfirði. Tryggvi, sem er frá- skilinn og þriggja barna faðir, flutti ásamt elsta syni sínum til Seyðisfjarðar og hóf störf sem bæjarstjóri í júlí á þessu ári. Hin börnin tvö, 16 ára drengur og 13 ára stúlka, ákváðu að verða eftir hjá móður sinni í Hafnarfirði. Hann segir þau ekki alveg hafa verið tilbúin að hlaupa frá félögunum. „Mannlífið er gott á Seyðis- firði. Það vakti strax athygli mína þegar ég flutti á Seyðis- fjörð hversu menningarlífið var blómlegt á ekki stærri stað. Seyðfirðingar hafa lagt sérstaka rækt við menninguna samhliða því að plássið byggir mikið á út- gerð og fiskvinnslu.“ Baráttan við náttúruöflin átti hug Tryggva í síðasta mánuði. Stöðug hætta á skriðuföllum og yfirlýst hættuástand settu mark sitt á mannlífið. „Málefni um of- anflóð komu strax inn á borð til mín þegar ég hóf störf. Í undir- búningi er bygging flóðvarna- garða og vonast er til að fram- kvæmdir hefjist næsta sumar. Ég get sagt með sanni að mál- efni ofanflóða er eini málaflokk- urinn sem ég hef aldrei fyrr komið nálægt. Það hefur tekið drjúgan tíma að fara ofan í þessa hluti en ég hef haft mér til aðstoðar sérfræðinga og annað hæft fólk bæði fyrir austan og sunnan.“ Tryggvi segir að þrátt fyrir að íbúar á Seyðisfirði þurfi að yfirgefa heimili sín taki þeir því með stóískri ró. „Þeir þekkja að- stæður og vita út á hvað þetta gengur. Þeim þykir þetta ekki hættulegra en að ganga yfir götu í Reykjavík. Fólk er komið með nokkuð góðar áætlanir um hvernig bregðast skuli við. Það þýðir að hættan á slysum á fólki verður hverfandi.“ Tryggvi segir fá störf jafn óörugg og starf bæjarstjóra. Framtíð bæjarstjórans hvíli í höndum meirihluta bæjarstjórn- ar, sem geti breyst eins og hendi sé veifað við næstu kosningar. „Það eina sem ég veit er að ég er ráðinn til næstu fjögurra ára. Hvað tekur við verður framtíðin að leiða í ljós.“ kolbrun@frettabladid.is TRYGGVI HARÐARSON BÆJARSTJÓRI „Mér til mikillar gleði fékk ég styrkinn og hóf nám í kínversku við málastofnun í Peking. Þetta var árið 1975. Aðgangur til Kína var tak- markaður og menningarbyltingin hafði að mestu runnið sitt skeið. Maó var á lífi og Nixon var kominn og farinn. Nánari samskipti Kína og Bandaríkjanna voru í burðarliðnum. Á meðan á dvöl minni stóð féllu allir gömlu byltingarleiðtogarnir frá og mikill umrótstími tók við.“ Barist við náttúruöflin Tryggvi Harðarson er bæjarstjóri á Seyðis- firði. Íbúar þar hafa ítrekað þurft að yfirgefa heimili sín vegna hættu á aurskriðum vegna gríðarlegrar úrkomu. Þessi fyrrum námsmaður í Kína, kennari, blaðamaður, járnabindingamaður og bæj- arfulltrúi sem aldrei fyrr hafði kynnst ofanflóðamál- um mátti taka á honum stóra sínum. Tryggvi ólst upp í Hafnarfirði þar sem hann hefur búið þar til hann varð bæjarstjóri á Seyðisfirði. ,, Aðventukransar – skreytingar við öll tækifæri Gjafavara í úrvali – ný kertaskreyting Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is 20% Afsláttur af öllum kvenskóm Desember Dagana 5. - 8. bjó›um vi› 20% afslátt af öllum kvenskóm. tilbo› Opi› laug. 10-18 og sunnud. 13-18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.