Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 10
10 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR INNLENT MENNTUN Stúdentaráð Háskóla Ís- lands hefur lýst áhyggjum sínum af fjárhagsvanda Háskóla Íslands. Stúdentar fái aðeins fimm daga til að greiða innritunargjöld áður en á þau leggist 15 prósent kostnaður. Bent er á að Háskólinn fái framlög frá menntamálaráðuneytinu sam- kvæmt reiknilíkani en samkvæmt því fái skólinn greidda ákveðna upphæð úr ríkissjóði fyrir hvern nemanda í fullu námi. Nú standi yfir samningaviðræður milli menntamálaráðuneytisins og Há- skóla Íslands um endurskoðun á lík- aninu. Háskóla Íslands er skylt að taka á móti öllum sem skrá sig í nám. Virkum nemendum hefur fjölgað mikið á milli ára og allt stefnir í vaxandi áhuga fólks á háskólanámi. Mun fleiri stunda nám í skólanum en gert er ráð fyrir í reiknilíkani og talið er að þeim eigi eftir að fjölga á næstu árum. Stúdentaráð telur það afturför ef aukinn áhugi á háskóla- menntun kemur jafn illa við fjár- hag skólans og stefnir í. ■ Háskóli Íslands: Of stuttur frestur til að greiða innritunargjöld HÁSKÓLI ÍSLANDS Gert er ráð fyrir að á næstu árum eigi nemendum eftir að fjölga talsvert án þess að framlög komi þar á móti. Kennarar: Lækka í launum SKÓLASTARF Samkvæmt nýju reiknilíkani um rekstur fram- haldsskóla, sem skólastjórnend- um er gert að fara eftir, er tekið fyrir hefðbundna yfirvinnu mar- gra kennara og mörkin dregin við 20 prósent yfirvinnu. Fyrir þá framhaldsskólakennara sem hafa kennt hvað mest og byggt afkomu sína að miklu leyti á yfirvinnu getur þetta þýtt allt að 50 þúsund króna launalækkun á mánuði. Skólastjórnendur geta þó leyft einstaka kennurum að vinna yfir- vinnu umfram þessi 20 prósent ef aðrir kennarar nýta sér ekki þann rétt til fulls. ■ SEMENTSVERKSMIÐJAN „Mín mein- ing er sú að það verði að koma fram einhverjar tillögur frá eig- endunum í desembermánuði, það er lykilatriði,“ segir Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi og stjórnarmaður í S e m e n t s v e r k - smiðjunni hf. Verulegur ugg- ur er í Skaga- mönnum vegna r e k s t r a r v a n d a verksmiðjunnar og óttast þeir að störf tæplega 80 starfsmanna kunni að vera í húfi. Þingað hefur verið tvisvar að undanförnu með fulltrúum úr fjármála- og iðnaðarráðuneytum og trúa menn því að aðgerða sé að vænta frá ríkinu. Þá hefur stjórn verksmiðjunnar óskað svara frá Samkeppnisyfirvöld- um um það hve lengi undirboð fái að viðgangast. „Við höfum hagrætt gríðar- lega að undanförnu, skorið af alla fitu og göngum ekki lengra í þeim efnum. Við höfum til dæm- is boðið út alla flutninga, lagt niður óhagkvæma starfsemi og sagt upp fólki. Það hefur fækkað um tíu til fjórtán stöðugildi. Þá hefur raforkuverð til verksmiðj- unnar lækkað, meðal annars með samningum við orkuveit- una, þannig að hagræðing skilar töluverðum árangri. Hún dugar þó ekki ein og sér til að loka því gati sem er fyrir hendi. Stefna eigandans, íslenska ríkisins, þarf því að liggja fyrir innan þriggja til fjögurra vikna,“ segir Gísli. Stjórnendur Sementsverk- smiðjunnar halda því fram að danskir sementsframleiðendur hafi verið með undirboð á Íslandi og krefjast nauðsynlegra að- gerða gegn þeim. „Við viljum að leikreglurnar séu skýrar hvað samkeppni varð- ar, þær gangi jafnt yfir alla. Hins vegar þarf að styðja stjórnvöld í að ná fram áformum um að ein- hverjar þær framkvæmdir verði í landinu sem auka sementssöl- una. Við gerum okkur grein fyrir því að erfitt getur reynst fyrir stjórnvöld að grípa inn í en við teljum að það séu leiðir færar. Ef það er hins vegar trú manna að rekstur verksmiðjunnar sé ekki lengur hagkvæmur þá biðjum við Skagamenn ekki um neitt,“ sagði Guðmundur Páll Jónsson, for- maður bæjarráðs Akraness. the@frettabladid.is Bjargráðin verða að birtast í desember Skagamenn eru áhyggjufullir um framtíð Sementsverksmiðjunar og segja nauðsynlegt að ríkið komi með tillögur um tryggari rekstrar- grundvöll fyrir jólin. Stjórn verksmiðjunnar spyr samkeppnisyfirvöld hve lengi undirboð erlendra aðila megi standa. AKRANES Skagamenn eru uggandi um sinn hag og vilja aðgerðir frá ríkinu til bjargar Sementsverksmiðjunni fyrir jólin. Tugir starfa eru í húfi. „Við höfum hagrætt gríðarlega að undan- förnu og skor- ið af alla fitu.“ SVONA ERUM VIÐ STÓRFELLD FÍKNIEFNABROT 1999-2001 1999 1 2000 6 2001 10 Stórfelldum fíkniefnabrotum fjölgaði á tímabilinu 1999-2001. Árið 2001 sættu 18 ákæru í 10 málum sem vörðuðu stórfelld brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Flest málin vörð- uðu innflutning á e-töflum. Þar af var austurrískur karlmaður ákærður fyrir inn- flutning á ríflega 67.000 fíkniefnatöflum. Tveir karlmenn voru dæmdir til fimm ára fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum 8 kg af amfetamíni. VIRKUR SKATTSVIKARI Maður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til að borga 5,3 milljónir króna í sekt fyrir tæplega 2,7 milljóna króna svik á virðisaukaskatti á árunum 1997 til 2000. Héraðs- dómur Norðurlands eystra segir fimm mánaða fangelsi koma í stað sektarinnar borgi maðurinn hana ekki fyrir áramót. Maðurinn var dæmdur fyrir sams konar brot árið 1997. FALSAÐUR EIGINMAÐUR Hálf- fimmtug kona á Norðurlandi hef- ur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að falsa undirskrift fyrrverandi eig- inmanns síns á skuldabréf. FLUGHÁLT FYRIR NORÐAN Hálka og hálkublettir eru á heiðum á Vestfjörðum og Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.