Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 22
Jájá, hugsanlega er ímynd Kiwan-ismanna hallærisleg, sem líklega helgast af því að við höfum verið að ganga í hús og selja hluti. Það þykir nú ekki mjög flott. En söluaðferðir eru að breytast og vonandi þar með ímynd hreyfingarinnar,“ segir Valdimar Jörgensson verslunar- maður, sem er umdæmisstjóri Kiwanis á Íslandi og Færeyjum. Valdimar hefur verið virkur Kiwanismaður frá árinu 1986 og þekkir því tímana tvenna. Hann segir þetta frábæran félagsskap og þroskandi. Aðalatriðið er að láta gott af sér leiða en einkunnarorðin eru: Hjálpum börnum heimsins. Fé- lagar í Kiwanis eru nú liðlega eitt þúsund. Valdimar reynir ekki að draga fjöður yfir að talsvert erfið- ara er að draga fólk á fundi en áður var. „Það er svo miklu meira í boði en var og það setur strik í reikninginn. En við reynum að hafa fundina, sem haldnir eru að kvöldlagi, skemmti- lega. Við ræðum félagsmál og/eða fáum gestafyrirlesara til að fræða okkur um ýmis mál. Svo dæmi séu nefnd þá fengum við í Jörfa, sem er minn klúbbur, nýlega skólastjóra til að segja okkur af félagslífi nem- enda.“ Íslenskir Kiwanismenn eru öfl- ugir á alþjóðavettvangi og eru til dæmis eina Evrópuþjóðin sem stát- ar af að hafa átt heimsforseta sam- takanna, sem er Eyjólfur Sigurðs- son. Hann er að taka við sem fram- kvæmdastjóri alþjóða-Kiwanissam- takanna. Og verðandi Evrópufor- seta eignast Íslendingar á næsta starfsári en 1. október tekur Ást- björn Egilsson við því embætti. Valdimar segir staðreynd að meðalaldurinn í Kiwanis hafi hækk- að með árunum. Það þýði ekki að loka augunum fyrir því að hreyfing- in þurfi á yngra blóði að halda. Hann vill ekki kenna sjónvarpi um öðru fremur, það sé margt sem glepur. Talandi um muninn á Kiwan- is og Rótarý segist Valdimar ekki þekkja vel til þar. „Hins vegar er munurinn á okkur og Lions lítill. Og ef samkeppni er á milli þessara hreyfinga þá er það í mesta bróð- erni. Í Kiwanis má finna spegil- mynd samfélagsins og þar eru menn úr nánast öllum stéttum að yngri kynslóðum frátöldum.“ Menn hafa í hálfkæringi haldið því fram að mannúðarstarf sé ekki hreyfiafl samtaka á borð Kiwanis heldur sé þetta tylliástæða til að hitta félaga og lyfta staupi. Valdi- mar hafnar þessu alfarið. „Þetta er ekki rétt. Auðvitað kemur fyrir að haldnar séu skemmtanir svo sem þorrablót og stjórnarskiptihátíðir og þá fá menn sér gjarnan í glas. En ég hef aldrei séð fullan mann á fundi í mínum klúbbi.“ ■ 22 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR Íþá gömlu góðu daga, þegarÓmar hafði hár,“ söng Raggi Bjarna um árið og vísar til fyrri tíma og hugsanlega betri í ein- hverjum skilningi. Víst er að tím- arnir breytast og oft er því haldið fram að fólk nú á tímum, einkum yngri kynslóðir, verji frítímanum að mestu fyrir framan sjónvarp eða tölvuskjái. Sá tími sé að líða undir lok að menn komi saman í hvers kyns félagsstarfi. Afleiðing- in sé sú að samskiptahæfni sé að daprast. Menn eigi orðið betra með að tjá sig í tölvupósti og á spjall- rásum en augliti til auglitis. Í samtölum við gamalreynda félaga í hinum rótgrónu hreyfing- um Lions, Kiwanis og Rótarý kemur fram að nýliðun megi vera betri og meðalaldurinn hækkar þar jafnt og þétt með árunum. Þessar hreyfingar lifa þó góðu lífi og ekki á viðmælendum Frétta- blaðsins að heyra að þær séu að deyja út. Þær eiga þó við ákveðinn ímyndarvanda að stríða og allir eru sammála um að það sé svo margt annað sem glepur. ■ FUNDUR HJÁ KIWANIS Glatt á hjalla hjá Kiwanismönnum þó svo að yngri menn láti sig vanta. VALDIMAR JÖRGENSSON „Ég hef aldrei séð fullan mann á fundi í mínum klúbbi.“ Að láta gott af sér leiða Rótgrónar hreyfingar þurfa sárlega á yngra blóði að halda: Er fólk hætt að koma saman á kvöldin? Lítil endurnýjun í félagsskapnum Gamlir karlar að selja klósettpappír Við erum alltaf að berjast við aðná inn yngra fólki. Við þurfum, líkt og mörg samtök önnur, að breyta ímynd hreyfingarinnar. Margir telja þetta eldri menn að selja ljósaperur,“ segir Hörður Sigurjónsson, kynningarstjóri Lionshreyfingarinnar. „Við búum við fremur hallærislega ímynd sem lýsir sér kannski best í kvik- myndinni Stellu í orlofi þar sem hinn glaðbeitti Lionsklúbbur Kiddi flækist um með klósettpappír til sölu. Mér skilst að Kiddi lifi góðu lífi og sé í nýju myndinni. Maður hefur verið spurður af því af yngri kynslóðinni: Afi, Lions... eru þetta ekki bara gamlir karlar sem selja ljósaperur?“ Lions ræktar, eflir, fræðir og leggur lið, svo vitnað sé til ein- kennisorða samtakanna. Þar eru 2.500 félagar í tveimur umdæmum sem skiptast eftir landinu endi- löngu. Hörður segir erfitt að ná fólki inn í hreyfinguna. Hann telur meðalaldurinn milli fertugs og fimmtugs og kýs að orða það þannig að meðalaldurinn hafi ekki lækkað og lítið sé af yngri mönn- um í árum talið! Hörður segir þó fundasókn ágæta. „Ég er í stærsta klúbbnum, Nirði, og við höldum matarfund einu sinni í mánuði og þá er alltaf mjög góð mæting eða allt upp í 80%. Við vorum með tvo fundi mánaðarlega en fækkuðum niður í einn og þá stórjókst mætingin.“ Hörður skrifar undir það að Lionshreyfingin sé ekki eins áber- andi og var fyrir kannski 20 árum. „Þó má segja að við látum af okk- ur vita þegar sérstakt átak er í gangi eins og Rauð fjöður. Þá eru samtökin áberandi. En þess á milli vinna klúbbarnir sín störf í kyrr- þey, labba í hús á afmörkuðum stöðum og eru ekki áberandi á landsvísu. En þetta er skemmtileg hreyfing sem er ekkert að auglýsa starfsemi sína sem slíka. Ólíkleg- asta starfsemi tengist Lions, til dæmis erum við með stórt verk- efni í gangi núna sem gengur út á að manna áhorfendahópinn í sjón- varpsþættinum Viltu vinna millj- ón? og á móti fáum við umbun frá Stöðinni í formi kynningar á starf- seminni þannig að hugsanlega horfir ímyndin til betri vegar.“ Hörður segir engan vafa á því leika að sjónvarpið sé andskoti félagsstarfs hvert sem litið er. „Það leikur stórt hlutverk, svo ég tali nú ekki um tölvurnar og Net- ið í seinni tíð. Framboð á ýmissi afþreyingu hefur stóraukist á umliðnum árum og það kemur auðvitað niður á félagslífi. Nú, svo erum við að berjast um sömu sálirnar og Kiwanis og Rótarý. En aðalatriðið er gott málefni og Lions hefur stutt við heilbrigðis- geirann svo lengi sem elstu menn muna og einn af okkar spaug- sömu félögum orðar þetta svo að gert sé ráð fyrir okkar framlagi á fjárlögum.“ ■ HÖRÐUR SIGURJÓNSSON HJÁ LIONS „Við búum við fremur hallærislega ímynd sem lýsir sér kannski best í kvikmyndinni Stellu í orlofi þar sem hinn glaðbeitti Lionsklúbbur Kiddi flækist um með klósettpappír til sölu.“ Markús Örn Antonsson út-varpsstjóri er einn fimm rit- stjóra Rotary Norden, sem er sameiginlegt tímarit allra Rótarý- klúbba á Norðurlöndunum, gefið út í 68 þúsund eintökum. „Þarna hef ég verið í sex ár og fæ að stunda blaðamennsku eins og ég gerði á árum áður, tek myndir með mínum greinum og skrifa danska stíla líkt og í skóla.“ Í Rótarý á Íslandi eru rúmlega þúsund félagar og Markús segir slaka fundasókn ekki vandamál. „Ég veit að það hefur verið erfitt úti á landi þar sem fámennir klúbbar hafa verið að berjast við að halda félagsstarfi gangandi. Þar er lítil endurnýjun en á höfuð- borgarsvæðinu hefur þetta gengið vel. Klúbbastarf hefur átt í vök að verjast víða um heim, félögum fækkað og dregið úr starfsem- inni.“ Markús segir ranghugmynda gæta og Rótarý verið talinn leyni- félagsskapur. Á Íslandi sé mikil breidd og Rótarý alþýðlegri fé- lagsskapur hér en víðast annars staðar, þar megi finna menn úr flestum stéttum. Hann segir reyndar rétt að endurnýjun hafi ekki verið sem skyldi. „Yngra fólk finnur sig ekki í svona starfi. Það getur reynst erfitt að komast inn í samfélag eldri manna og við höfum því gripið til þess að ná mönnum saman inn af yngri kyn- slóðinni þannig að þeir hafi félags- skap einnig hver af öðrum.“ Markús er stofnfélagi Rótarý- klúbbsins í Breiðholti, sem er 19 ára gamall og telur um 60 manns. Hann segist nota félagið sem tækifæri til að hitta vini og klúbb- félaga. „Svo koma alltaf einhverj- ir ræðumenn á fundi til okkar og fræða okkur um eitt og annað; stjórnmálamenn og fólk úr at- vinnulífinu. Við greiðum okkar fé- lagsgjöld sem renna í alþjóðlega Rótarý-sjóðinn. Undanfarið hefur Rótarý beitt sér fyrir því að út- rýma lömunarveiki. Við verðum 100 ára árið 2005 og þá mun liggja fyrir stefnuskrá að næsta verk- efni sem verður hugsanlega bar- átta gegn ólæsi.“ Ímynd Rótarý er ágæt að mati Markúsar. Hann segist ekki velta því mikið fyrir sér hvað menn al- mennt hugsi um hreyfinguna en bendir á að félagsskapurinn sé góður og fjölmargir hafi notið góðs af ýmsum styrkjum fyrir til- stuðlan samtakanna. „Við höfum gefið fólki í ýmsum starfsgreinum kost á að ferðast til annarra landa og hitta kollega. Síðan eru hér nemendaskipti sem eiga sér stað fyrir milligöngu Rótarý og veittir ríflegir námsstyrkir sem íslenskir nemar geta sótt um, svo eitthvað sé nefnt. Bernard Shaw hitti því ekki naglann á höfuðið þegar hann spurði og svaraði sjálfur: Hvað hafa Rótarýmenn afrekað? Jú, þeir fóru og fengu sér hádegis- verð.“ ■ RÓTARÝMAÐURINN MARKÚS ÖRN ANTONSSON „Ég fæ að stunda blaðamennsku eins og ég gerði á árum áður, tek myndir með mínum greinum og skrifa danska stíla líkt og í skóla.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.