Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 35
Maðurinn sem berst við að haldanefinu í miðju andlits síns, Michael Jackson, líkti sér við Walt Disney í vitnastúkunni á miðviku- dag. Hann sagði að eins og Disney væri hans starf að skemmta fólki en ekki að sjá um fjár- málin. Jackson sagði að hann stólaði á umboðs- menn, útsendara og lögfræðinga til þess að sjá um við- skiptahlið mála sinna á meðan hann einbeitti sér að- eins að því að syngja og dansa. Jackson er í réttarsalnum þar sem fyrrum umboðsmaður hans sakaði söngvarann um að skulda sér 21 milljón dollara fyrir að draga sig úr tvennum tónleikum sem halda átti um aldamótin og búið var að aug- lýsa. Fjöldi kvartana hefur borist yfirnýrri auglýsingatækni sem kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur notað til þess að auglýsa DVD-útgáfu myndarinnar „Minority Report.“ Fyrirtækið not- ar talhólf einstaklinga til að aug- lýsa vöru sína. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta er gert. 27 þúsund eigendur talhólfa fengu skilaboð þar sem brot af texta leikarans Tom Cruise úr myndinni var notað. Þar heyrðist Tom spyr- ja, móður og másandi, hvar skýrsl- an sín væri. Eftir það kom auglýs- ingaleg rödd sem tilkynnti síma- eigendunum hvenær diskurinn kæmi í búðirnar. 35FÖSTUDAGUR 6. desember 2002 SÍMI 553 2075 RED DRAGON kl. 10CHANGING LANES kl. 6 og 8 Sýnd kl. 4.30, 7, 10 og 12.30 Powesýning b.i. 12 áraSýnd kl. 2.40, 4.45, 6.50, 9 og 11.10 VIT 485 Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 VIT 468 FRÉTTIR AF FÓLKI FULL FRONTAL kl. 10.30IMP. OF BEING EARNEST kl. 6 og 8 Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11.30 bi. 12 ára JÓL Í NEW YORK Kveikt var á ljósum jólatrésins fyrir framan skautasvellið við Rockefeller Center í New York á miðvikudag. Þetta er í sjötugasta skipti sem það er gert. Um 30 þúsund ljós eru nú á torginu fyrir framan Rockefeller Center, við miðju Manhattan. Star Wars: Anakin Skywalker verður stæltari KVIKMYNDIR Leikaranum Hayden Christensen sem fer með hlutverk Anakin Skywalker, sem breytist í Darth Vader í næstu stjörnustríðs- mynd, hefur verið skipað að eyða nokkrum mánuðum í ræktinni fyr- ir tökur sem hefjast á næsta ári. Framleiðendur myndarinnar höfðu áhyggjur af því að leikarinn væri of ræfilslegur í útliti til þess að vera sannfærandi mann-vél- menni. Anakin á að vera sterk- byggðari og öflugari í kafla 3 en hann var í síðustu mynd. Talað er um að útlit Anakins taki miklum stakkaskiptum í gegn- um myndina og að hann stækki mikið á ferlinu. Það lítur því út fyrir það að leið Anakins aftur fyrir grímu mann-vélmannsins Svarthöfða verði farin í nokkrum þrepum. ■ ANAKIN SKYWALKER Leikarinn Hayden Christensen eyðir nú dögum sínum í bakpressunni. Tökur á kafla 3 í Stjörnustríði hefjast í maí á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.