Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 34
34 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR ONE HOUR PHOTO kl. 5.30 4, 9 og 11 SWIMFAN kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50 bi. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 kl. 4Í SKÓM DREKANS POSSESSION kl. 8 og 10.05 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 4.10, 6, 8 og 10 THE TUXEDO kl. 8 og 10 VIT474 SWEET HOME ALABAMA 4 og 6 VIT 461 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429 SANTA CLAUS 2 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT485 CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10.10 VIT479 Sýnd kl. 4 og 8 VIT 469 kl. 5.45, 8 og 10.05HAFIÐ kl. 5.50DAS EXPERIMEN HEIMILDARMYND Í heimildarmynd- inni „Hlemmur“ fær áhorfandinn tækifæri að skyggnast inn í líf nokkurra einstaklinga sem allir áttu það sameiginlegt fyrir tveim- ur árum að eyða hluta af sínu dag- lega amstri þar. Mannlífið gerist líklegast ekki fjölbreyttara en á Hlemmi og daglega heimsækja staðinn einstaklingarnir sem lifa við afar mismunandi aðstæður. „Hlemmur er eini staðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem nálgast það að vera brautarstöð,“ segir Ólafur. „Það er alþekkt fyrirbæri í öðrum borgum að fólk sem á í erf- iðleikum, fólk sem kallast undir- málsfólk í samfélaginu, leiti á svona staði. Reykjavík er alltaf að verða meiri og meiri stórborg. Útigangsfólk safnast saman á Hlemmi út af því að þar er húsa- skjól og mikil umferð af fólki og því fær það pínu félagsskap. Sum- ir sem eiga heimili sækja meira að segja þangað frekar en að hanga heima hjá sér. Bara til að láta dag- ana líða.“ Í myndinni er meðal annars fylgst með manni sem hefur þurft að glíma við langtíma þung- lyndi, maníusjúkling sem lætur dagana líða með því að sitja í strætó, strætóbílstjóra sem reif sig úr óreglunni fyrir átta árum síðan og hefur náð að snúa blað- inu við og svo tveimur mönnum sem eru á góðri leið með að drekka sig í hel. Raunverulegt fólk, sem mörg okkar hafa gengið framhjá án þess að gefa frekari gaum, þar til nú. „Hafi mér tekist það sem ég var að reyna þá sýnir myndin þarna hlið á íslensku samfélagi sem menn hafa horft framhjá af því að hún hentar ekki þeirri ímynd sem við höfum á þjóð okk- ar. Við viljum vera hamingju- samasta þjóð í heimi og halda í þessa þorpsstemningu þar sem allir þekkja alla. Þannig geti það ekki gerst hér sem gerist í stór- borgunum. Að einstaklingar séu skildir eftir og týnist þannig í samfélaginu. Við viljum trúa því að það sé alltaf fjölskylda sem hjálpi. Það er einfaldlega ekki rétt.“ biggi@frettabladid.is Vofurnar á Hlemmi Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 468 MASTER OF DISGUISE TÓNLIST Tónlistarmaðurinn David Grayheldur sig við miðju vegarins á nýju plötu sinni „Another Day at Midnight“. Hann virðist búinn að fullkomna þann stíl sinn að ganga ekki fram af neinum. Eitt- hvað sem virðist vera mjög ríkt í breskri tónlistarhefð þessa dag- anna. Hann kann að semja grípandi laglínur og angurvær rödd hans tryggir persónuleg tengsl á milli hans og hlustandans. Þetta tekst best upp hjá honum í lögunum „Freedom“, „Kangaroo“ og loka- laginu „The Other Side“, sem er hiklaust besta lag plötunnar. Það er hins vegar sorglegt að heyra hversu kærulaus hann er í útsetningum laga sinna. Í mörg- um tilvikum, til dæmis í „Caroline“, „Long Distance Call“ og „Knowhere“, eyðileggur hann oft hlustunaránægjuna með af- leitum tölvuforritunum og hreðjalausum raftónum sem gera lítið annað en að stytta líftíma laganna. Framtakið, að gera til- raun til þess að brúa bilið á milli raf- og kassagítarpopps, er aðdá- unarvert en til þess að það gangi verður hann að ráða til sín vits- munalegri forritara. Talað er um að lagasmíðarnar eigi að vera dekkri en á „White Ladder“ plötunni en það á aðeins við í betri lögunum. Miðlungs- plata frá annars fínum lagasmið. Birgir Örn Steinarsson DAVID GRAY: Another Day at Midnight Í næstu viku verður frumsýnd heimildarmyndin Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson. Myndin er afar sterk og gefur sýn inn í hluta af íslensku samfélagi sem fæstir vilja vita af. Sigur Rós sér um tónlist myndarinnar. Á vegarmiðjunni TÓNLIST Ísvörtum fötum er fyrir löngubúin að sanna tilverurétt sinn á íslenskum sveitaballamarkaði með grípandi, kraftmiklum lögum og ærslafullum leik. Samnefnd plata sveitarinnar er komin út, önnur í röðinni. Það fer ekki framhjá neinum að þeir svörtu kunna vel með hljóðfærin að fara og söngurinn fellur að tónlistinni eins og flís við rass. Á diskinum eru tólf lög. Mis- góð eins og gengur. Magnús Þór Sigmundsson leggur til tvö. Annað þeirra, „Nótt sem dimma nátt,“ er eitt besta lag disksins, ásamt lag- inu „Tímabil“. „Sís“ er einnig skemmtileg tilbreyting á heil- steyptum diski. Textar sveitarinnar eru mis- góðir. Ná því að vera sæmilegustu poppfrasar en falla svo niður á botn: „segðu mér hver það er/sem kemur heim þegar ég fer út og sefur hjá þér/þú ert nú meiri djöf- uls tíkin að þú skulir hafa svikið mig/ég skal lifa og áminna þig.“ Mesta vinnan hefur verið lögð í textann við áðurnefnt „Tímabil“ sem er hvað best heppnað. Kraftmiklu stuðlögin virka væntanlega vel í Njálsbúð eða öðrum félagsheimilum úti á landi. Ballöðurnar hrifu mig þó ekki þannig að ég nenni að hlusta á þær heima í stofu. Kristján Hjálmarsson Í SVÖRTUM FÖTUM: Í svörtum fötum Virkar vel í Njálsbúð ÓLAFUR Á HLEMMI Myndin var lengi í bígerð hjá Ólafi Sveinssyni kvikmyndagerðamanni, sem búsettur er í Berlín. Fjórum vikum fyrir tökur var hann nán- ast á hverjum degi á Hlemmi að kynna sér aðstæður og skoða fólkið. Persónurnar sem þangað koma eru margar svo sérstakar að það er nánast lygilegt að þær hafi sveimað um sem vofur á strætum borgarinnar, óséðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Gamla brýnið Bond og strákpatt-inn Potter ríkja yfir bíóunum um þessar mundir og það er hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem fram- haldssögur halda fólki hugföngnu. „Segðu mér söguna aftur – söguna frá því í gær“ biðja börnin og þreyt- ast aldrei á því að heyra ævintýri endurtekin. Þannig er líka um Bond og Potter, þessar hetjur breytast ekki frá einni sögu til annarrar og aðstæður þeirra breytast ekki. Fröken Moneypenny gónir ástsjúk- um augum á Bond meðan hinn nafnlausi yfirmaður „M“ sendir hann í hverja háskaförina á fætur annarri. Og Potter litli er píndur og þjakaður heima hjá sér en stjarna og stórmenni í heimavistarskólan- um í Svínsvörtu hjá Dymbilidóri skólastjóra. Það eina sem breytist er að hetjurnar eiga í höggi við nýja og nýja þrjóta, illskan tekur sífellt á sig nýjar myndir, en staðföst góð- semin sigrar að lokum. Í flóknum heimi þar sem ekki alltaf er auðvelt að feta hið þrönga einstigi gæskunnar og illskan er á ferli í margvíslegum dulargervum getur verið gott að kasta frá sér þunga dagsins og setjast í myrkv- aðan bíósal þar sem riddarar ljóss- ins, hvort sem þeir heita Potter, Bond, Batman, Tarzan, Láki geim- gengill, Fróði eða bara Clint Eastwood berjast við myrkravöldin og sigra að lokum eftir tvísýnt tafl og maður gengur aftur út í raun- veruleikann og finnst maður ekki jafneinmana og vonlaus og áður í viðsjárverðum heimi. Bíómyndir eru einhvers konar endurspeglun veruleikans, og úr því að hið góða sigrar illskuna í kvikmyndahúsum án undantekningar hlýtur þá ekki að vera einhver von í raunveruleik- anum? Vonin lifir víðar en í myrkv- uðum sölum. Þráinn Bertelsson Von í myrkrinu AUGNAPOPP LIAM TANNLAUS „Hann er tannlaus greyið! Takið eftir því, tönnunum hann týndi, hnúunum í. Nú er illt í efni, ekkert tyggja má.“ Liam passaði sig að hafa munninn lokaðan þegar hann sneri aftur heim frá Þýskalandi á fimmtu- dag eftir að hafa misst báðar framtennurn- ar í slagsmálum. Myndin er tekin á Heath- row-flugvelli. Enginn bað Gallagher-bróð- urinn að brosa. Síðumúla 3-5 H e r r a n á t t f ö t

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.