Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 6. desember 2002 MYNDLIST Í dag verður opnuð í Nor- dic Heritage Museum í Seattle sýning á verkum Bjarna Ragnars listmálara. Verk Bjarna eru súr- realísk og í grein sem birtist um hann í bandarísku listtímariti er honum líkt við Salvador Dali og Escher og sagður einn af fáum súr- realistum sem Ísland hefur alið. Bjarni Ragnar segist sjálfur hafa verið skammaður 12 ára fyrir að teikna eins og hann gerði og hvatt- ur til að teikna raunveruleikann. „Frá og með þeirri stundu ákvað ég að helga mig hinum súrrealíska stíl,“ segir hann. „Súrrealismi sem slíkur er ekki list, öllu heldur hugs- un sem hægt er að túlka með list.“ Hann minnist þess þegar hann sem krakki stóð á ströndinni og horfði á fugla á flugi. „Þá fylltist ég öfund,“ segir hann. „Ég hef alltaf þráð vængi frelsisins.“ Árið 1990 fluttist Bjarni Ragnar til Portúgal þar sem hann naut þess að ferðast um lítil fiskiþorp á ströndinni. „Þetta var eins og að ganga inn í Rembrandt-málverk, þar sem tíminn stendur kyrr,“ seg- ir hann. „Ég var í Portúgal í þrjú ár og fann þar þessa frelsistilfinn- ingu sem ég þráði svo heitt sem krakki.“ Bjarni Ragnar hélt fyrstu einkasýningu sína 15 ára gamall og hefur síðan haldið tólf einkasýn- ingar og tekið þátt í 14 samsýning- um. Mikil viðhöfn er í kringum opn- un sýningar Bjarna Ragnars í Seattle. „Það er búið að senda út 5.000 boðskort,“ segir hann og hlær. ■ Bjarni Ragnar með sýningu í Seattle: Hefur verið líkt við Dali og Escher SJÓNVARPSÞÆTTIR Sjónvarpsþættirn- ir „Taken,“ sem framleiddir eru af leikstjóranum Steven Spiel- berg, hafa farið gífurlega vel af stað hjá bandarísku sjónvarps- stöðinni Sci Fi. Samkvæmt áhorfskönnunum löðuðu fyrstu tveir þættirnir til sín flesta áhorfendur í sögu stöðvarinnar. Þættirnir eru tíu og er hver þeirra tveggja tíma langur. Fjalla þeir um fólk sem er numið á brott af geimverum og samsæri stjórn- valda til að halda atburðunum leyndum. ■ Þættirnir „Taken“ njóta vinsælda: Slógu áhorfs- met í Banda- ríkjunum SPIELBERG Steven Spielberg og Dreamworks-fyrir- tækið framleiða þættina „Taken.“ BJARNI RAGNAR Var boðið til Bandaríkjanna til að sýna verk sín. MONA LISA SAMTÍMANS Myndir Bjarna Ragnars eru ákaflega súr- realískar . Konunni á þessari mynd hefur verið líkt við hina frægu Monu Lisu. VÍMUEFNI Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Bandaríkjunum í vikunni leiðir neysla kannabisefna ekki til neyslu á harðari vímuefnum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Aukheldur kemur fram í rannsókninni að ekki dragi úr neyslu harðari efna með þótt það takist að draga úr kannabis- neyslu. Rand-stofnunin, sem sérhæfir sig í athugunum á stefnu banda- rískra stjórnvalda gegn vímu- efnum, framkvæmdi rannsókn- ina og notaði upplýsingar úr rannsókn á misnotkun vímuefna í Bandaríkjunum frá árunum 1982 til 1994. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu stofnunar- innar er að það sé alls ekki algilt að unglingar sem prófað hafi hörð vímuefni hafi byrjað á kannabisreykingum. Það sé miklu frekar að persónleiki hvers og eins ráði því hvort slík neysla hefst. Ástæðan fyrir því að margir byrji fyrst í kannabis- efnum sé einfaldlega sú hversu auðvelt sé að nálgast þau. Tals- menn stofnunarinnar sögðust þó ekki vera að mæla með lögleið- ingu eða mýkri stefnu gagnvart kannabisefnum. Spurningin væri hins vegar hvort sú áhersla sem lögð er á að berjast gegn þessu væga vímuefni dragi ekki úr bar- áttunni gegn þeim harðari. ■ Ný rannsókn á kannabisefnum: Leiða ekki til harðari vímuefna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.