Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 4
FJÁRLÖG Afgangur af reglulegum rekstri ríkissjóðs verður 1.150 milljónir króna samkvæmt fjár- lögum næsta árs. Það er um millj- arði minna en stefnt var að þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í haust. Hækkaðar álögur í formi áfengis- og tóbaksgjalda og hærra gjalds í framkvæmdasjóð aldr- aðra standa undir afganginum. Án þeirra hefði vantað 50 milljónir upp á að ná hallalausum fjárlögum miðað við þær útgjaldatillögur sem voru lagðar fram. Útkoman er sýnu betri ef tekj- ur af sölu eigna eru teknar með. Þær eru áætlaðar 10,3 milljarðar króna og afgangurinn í heild því 11,5 milljarðar. „Ég er mjög ánægður með þá niðurstöðu sem við höfum fengið,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. „Við verjum þennan afgang sem lagt var upp með í haust. Hann minnkar örlítið en ekki þannig að það skipti neinu efna- hagslegu máli,“ segir Geir og vís- ar til afgangs af reglulegum rek- stri. „Við höldum okkur við það að reka ríkissjóð með afgangi sem er mjög mikill þegar tekjur af sölu ríkisfyrirtækja eru teknar með. Án þeirra eru þetta rúmar 1.100 milljónir króna. Síðan bætast við tekjur af sölu venjubundinna eigna. Ef maður tekur þetta með eru kannski 1.700 milljónir í af- gang af reglubundinni starfsemi.“ Ólafur Örn Haraldsson, for- maður fjárlaganefndar, sagði stjórnvöld hafa sýnt af sér ábyrgð með því að bregðast við breyting- um sem ættu sér stað í efnahags- lífinu en skila samt afgangi á fjár- lögum. Stjórnarandstæðingar voru ekki jafn ánægðir. Einar Már Sig- urðarson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaganefnd, harmaði að eina endurskoðaða tekjuáætlun ríkis- sjóðs væri komin frá fjármála- ráðuneytinu en ekkert mat hlut- lausra aðila. Hann furðaði sig á mikilli tekjuaukningu vegna tekjuskatts fyrirtækja, úr 5,25 milljörðum í 8,25 milljarða. „Þetta er enn eitt dæmið um hversu slak- lega er staðið að áætlunargerð.“ brynjolfur@frettabladid.is 4 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR SJÁVARÚTVEGUR TILLÖGUR MEIRIHLUTANS Útgjaldahlið Frumvarp 253.300,0 m 2. umræða 4.341,1 m 3. umræða 2.468,1 m Samtals 260.109,2 m Tekjuhlið Frumvarp 264.000,0 m 3. umræða 7.600,0 m Samtals 271.600,0 m AFKOMA VIÐ UMRÆÐURNAR ÞRJÁR Afgangur af reglulegum rekstri Frumvarp 2.160,0 m 2. umræða -2.181,1 m 3. umræða 1.150,8 m KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sumarlokun leikskóla? Spurning dagsins í dag: Ferðu oft í sund? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 11,4% 43,7%Nei 44,9% LEIKSKÓLAR Tillaga um að loka þeim næsta sumar er umdeild. Jafn margir af kjósend- um kjörkassans eru hlynntir henni og mótfallnir. Veit ekki Já Fallinn síbrotamaður: Stal úr kirkju DÓMSMÁL Hálffertugur síbrota- maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og ávísanafals. Fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir. Síðustu fimm árin hafði verið hlé á löngum saka- ferli mannsins. Maðurinn stal farsímum, kulda- galla, kofforti, veiðistöng með hjóli, bjórkassa, gamalli, reiknivél, líkjör, koníaki, gylltri golfkylfu og tösku með rennilási auk mynd- skyggnusýningarvélar sem hann stal úr Grindavíkurkirkju. Öllu ofangreindu stal maður- inn í Grindvík. Í Reykjavík stal hann bíl og geislaspilara. Fölsuð- uð ávísununum framvísaði hann í Keflavík. ■ DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur skikkað eiganda jarð- arinnar Hvamms í Skorradal að láta af hendi við Kára Stefánsson spildu, sem eigandinn segir ná yfir 30% af seljanlegu landi jarð- arinnar, gegn áður umsaminni 24 milljóna króna greiðslu. Kári gerði kaupsamning um landspilduna við þáverandi eig- anda Hvamms í september 2001. Kaupverðið átti að greiðast þegar deiliskipulagi svæðisins væri lok- ið. Öll er jörðin Hvammur um 380 hektarar. Núverandi eigandi jarðarinnar, Eignarhaldsfélagið Hvammsskóg- ur, taldi sig óbundinn af kaup- samningi Kára. Framburður aðal- eiganda félagsins fyrir dómi í síð- asta mánuði réði þó að miklu leyti úrslitum málsins að sögn dómar- ans. Eigandinn hafi viðurkennt að hafa, þegar hann keypti Hvamm, vitað um tilvist kaupsamningsins við Kára. „Engu að síður undirritaði Jó- hann á stofndegi hins stefnda fé- lags áðurnefnt samkomulag án at- hugasemda eða fyrirvara.“ Núverandi eigandi greiddi um 170 milljónir króna fyrir Hvamm, þar af 140 milljónir með yfirtöku skulda. ■ DILI, AP Útlendingar eru byrjaðir að flýja frá Austur-Tímor í kjölfar óeirða, sem staðið hafa yfir í nokkra daga. Heldur er að draga úr óeirðunum, en lögreglumenn skutu viðvörunarskotum í gær til þess að halda námsmönnum í skefjum. Gríðarleg fátækt er á Austur- Tímor, sem varð sjálfstætt ríki fyrir aðeins rúmlega hálfu ári. Vaxandi óánægja er með stjórn- ina, sem á fá ráð til þess að út- rýma fátæktinni í bráð. Óeirðirnar náðu hámarki á miðvikudaginn. Þær kostuðu þrjá menn lífið auk þess sem stór- markaður brann, hús forsætisráð- herrans var gereyðilagt og þing- húsið varð fyrir skemmdum. Í gær voru götur að mestu auð- ar í Dili, höfuðborg Austur- Tímors. Skólar og fyrirtæki voru lokuð, en sumir verslunareigend- ur reyndu að hreinsa til eftir óeirðirnar. Um það bil tuttugu manns börðust enn við lögregluna í gær. Óttast var að óeirðirnar kynnu að blossa upp á ný. Xanana Gusmao, forseti lands- ins, sagði þetta dapurlegt. Stjórn- in þyrfti nú að finna lausnir. ■ Austur-Tímor: Óttast frekari óeirðir FRIÐARGÆSLULIÐAR Á AUSTUR-TÍMOR Friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum stóðu í gær vörð um stjórnarbygginguna í Dili, höfuðborg Austur-Tímors. Óeirðir hafa geisað þar undanfarna daga. AP /F IR D IA L IS N AW AT I GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.21 0.11% Sterlingspund 133.7 -0.13% Dönsk króna 11.47 -0.04% Evra 85.19 -0.04% Gengisvístala krónu 127,88 0,38% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 293 Velta 5.149 m ICEX-15 1.314 -0,55% Mestu viðskipti Eimskipafélag Íslands hf. 174.143.260 Landsbanki Íslands hf. 113.355.406 Pharmaco hf. 104.876.232 Mesta hækkun Þormóður rammi-Sæberg hf. 12,50% Frumherji hf. 7,14% Hampiðjan hf. 4,00% Mesta lækkun SR-Mjöl hf. -9,09% Tangi hf. -7,41% Ker hf. -5,88% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8631,0 -1,2% Nasdaq*: 1415,8 -1,0% FTSE: 4032,4 -0,4% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8917,6 -1,0% S&P*: 908,0 -1,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Hjúkrunarheimili Vífils- stöðum: Rekstur hefst brátt FJÁRLÖG 2003 Hjúkrunarheimili á Vífilsstöðum fær 310 milljóna króna fjárveitingu á næsta ári, samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Það verður því unnt strax upp úr ára- mótum að hefja rekstur 50 hjúkr- unarrýma á Vífilsstöðum og 19 rýma í húsi á svokölluðum Hóli. Í fjáraukalögum þessa árs er að auki gert ráð fyrir 130 milljóna framlagi til endurbóta á húsnæð- inu og kaupa á búnaði. Þá verður framlag til hvíldar- innlagna hækkað um 90 milljónir króna frá því sem áður hafði ver- ið ákveðið. Þar með verður unnt að fjölga rýmum til hvíldarinn- lagna um 20 á næsta ári. Loks eru 40 milljónir settar í að fjölga dag- vistarrýmum á næsta ári. ■ Ágóði af treflasölu Krabbameinsfélagsins: Rúm milljón safnaðist HEILBRIGÐISMÁL Krabbameins- félaginu og Samhjálp kvenna hefur verið afhentur ágóði af sölu á treflum í tengslum við átak í október gegn brjósta- krabbameini, alls rúmlega 1.100 þúsund krónur. Salan gekk mjög vel og hlutfallslega mun betur en í nálægum löndum. Öllum ágóða af sölunni verður varið til að gera fræðslumyndband um gildi brjóstaskoðunar og brjóstakrabbameinsleitar. Í frétt frá Krabbameinsfélag- inu segir að félagið meti mikils þennan stuðning við baráttuna gegn brjóstakrabbameini og vilji þakka öllum sem lögðu félaginu lið við októberátakið. ■ Framhaldsskólar: Erfiðara að verða ungur stúdent SKÓLAR Ný tilskipun mennta- málaráðuneytisins um fram- kvæmd kennslu til stúdents- prófs gerir nemendum erfiðara fyrir að ljúka stúdentsprófi hraðar en á fjórum árum eins og hefð er fyrir. Til að ljúka stúd- entsprófi þurfa nemendur að ljúka 140 einingum í námi en í reglum ráðuneytisins er fram- haldsskólum gert að kenna 17,5 einingar á önn. Margfaldað með átta önnum gerir það 140 eining- ar og þar með er stúdentsprófi lokið. Hafa skólarnir ekkert svigrúm til að víkja frá þessum reglum nema aðrir nemendur fari sér hægar í námi og ljúki ekki tilskildum 17,5 einingum á önn. Mismuninn sem fellur til mega skólarnir þá nota til að flýta fyrir þeim sem vilja ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum. ■ ELDUR Í POTTI Slökkvilið Akur- eyrar var kallað út klukkan ell- efu í gærmorgun þegar eldur kviknaði í potti sem stóð á elda- vél. Eldurinn kom upp í íbúðar- húsnæði og að sögn lögreglu varð nágranni var við eldinn. Reykræsta þurfti íbúðina en skemmdir eru taldar óveru- legar. HVAMMUR Í SKORRADAL Horft til fjalls á landi Kára Stefánssonar í Skorradal. Kári Stefánsson hefur betur í málaferlum við Héraðs- dóm Reykjaness: Kári réttur eigandi lands í Skorradal Gjaldahækkanir skila afgangi Afgangur af reglulegum rekstri ríkissjóðs á fjárlögum næsta árs er til- kominn vegna gjaldahækkana. Án þeirra hefði ríkissjóður verið rekinn röngu megin núllsins. Afgangurinn verður 11,5 milljarðar. ÞINGAÐ UM FJÁRLÖGIN Þingforseti þurfti að hafa fyrir því að fá þingmenn inn í þingsal þegar síðasta umræða um fjárlögin hófst. Þegar þeir voru komnir skammaði hann þá fyrir skvaldur og frestaði svo þingfundi meðan beðið var eftir ráðherrum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó 54.000 TONN Á LAND Síldveiði- flotinn hefur landað 54.000 tonn- um það sem af er fiskveiðiárinu. Mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, 9.300 tonnum. Eftir á að veiða 75.600 tonn af leyfilegum heildar- afla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.