Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 36
36 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR OD DI H F J 12 41 Umboðsmenn um land allt! Lítil raftæki frá Siemens og Bomann. Eldunartæki, uppþvottavélar, kæliskápar og margt fleira frá Siemens. GSM-farsímar, þráðlausir símar, þráðlaus símkerfi og venjulegir símar frá Siemens. Loftlampar, vegglampar, borðlampar, gólflampar, skrifborðslampar og útilampar í nýrri glæsilegri ljósadeild. Sjón er sögu ríkari! KVIKMYNDIR Dómstólar í Bandaríkj- unum vísuðu lögsókn handritshöf- undar og leikstjóra myndarinnar „The Exorcist“ frá með þeim rök- um að þeir hafi ekki átt útgáfurétt á endurútgáfu myndarinnar sem kom út árið 2000. Leikstjórinn William Friedkin og handritshöfundurinn William Blatty höfðu haldið því fram að þeir ættu höfundarétt myndarinn- ar og að kvikmyndaverið Warner Brothers hafi dreift myndinni í leyfisleysi. Fyrirtækið sagði að eldra sam- komulag á milli aðila, sem var undirritað þegar myndin kom upphaflega út árið 1973, sé enn í gildi þrátt fyrir að 11 mínútum af aukaefni hafi verið bætt inn í myndina. Friedkin og Blatty segjast ekki hafa fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þrátt fyrir að þeir hafi fengið sömu hlutfallsprósentu í sinn vasa og samið var um við út- gáfu upphaflegu myndarinnar. Dómarinn vísaði málinu alfarið frá og sagði að kvikmyndaverið hefði haft full réttindi til þess að endurútgefa myndina. Myndin „The Exorcist“ hefur lengi verið talin ein besta hryll- ingsmynd allra tíma. Hún fjallar um, fyrir þá sem ekki vita, 12 ára stúlku sem er haldin illum anda. ■ Leikstjóri og handritshöfundur „The Exorcist“: Töpuðu máli við kvik- myndaverið THE EXORCIST Hún Regan hefði seint fengið inngöngu í Krossinn. TÓNLIST Kristján Hreinsson skáld fagnar um þessar mundir útgáfu sjöttu plötu sinnar, „Eftir dansinn“. Kristján gefur plötuna sjálfur út en Edda miðlun dreifir. Margir þekkt- ir tónlistarmenn koma við sögu. „Þetta eru nýir sálmar sem ég syng og útset með öðrum blæ en gengur og gerist með sálma,“ segir Kristján. Kristján er mjög atorkusamur tónlistarmaður. Hann hefur meðal annars gefið út plöturnar „Íslands- vinurinn og ættarsóminn“ og „Í stuði með guði“. „Þetta er afskaplega melódískt,“ segir hann og talar um að oft sé hann í verkum sínum að deila á þjóðina. „Ég er yfirleitt mjög gagnrýninn í mínum orðum, er að deila á allt mögulegt. Ég deili meðal annars á mannskemmandi hugmyndir, glatað gildismat, græðgi, húmbúkk og hræsni. En hér kveður við annan tón, þótt heyra megi beiskar nótur.“ Að lokum segir Kristján að þetta sé það hátíðlegasta sem hann hafi gert. „Ég hef ekki gert svona plötu áður og sú næsta verður með öðru sniði“. ■ Kristján Hreinsson gefur út „Eftir dansinn“: Nýr sálma- blær KRISTJÁN HREINSSON Kristján Hreinsson tekst á við sálmasmíðar á nýjustu breiðskífu sinni. TÍSKA Í DUBLIN Hér sést fyrirsætan Tyra Banks sýna föt hönnuðarins Helen Cody á miðvikudag. Tyra var þekktasta fyrirsætan á staðnum en Cody réð til sín hóp af tenniskonum til að sýna föt sín. Sýningin er hluti af tískuviku sem nú stendur yfir í Dublin. FÓLK Brasilískur dómari hefur veitt söngkonunni Gloriu Trevi leyfi til að snúa aftur heim til Mexíkó þar sem hún á yfir höfði sér kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar. Trevi, sem er þekkt sem hin mexíkóska Madonna, var handtekin í Rio de Janeiro fyrir tveimur árum og hefur verið inn og út úr fangelsi síðan. Yfirvöld í Mexíkó hafa óskað eftir því að hún verði framseld. Í fyrstu vildi söng- konan ekki fara en henni hefur snúist hugur. Dómarinn úrskurð- aði að Trevi gæti snúið aftur til heimalands síns innan 60 daga. Á meðan fangelsisdvöl hennar í Brasilíu stóð varð hún þunguð og eignaðist barnið níu mánuðum seinna, eins og venja er. Hún flúði til Brasilíu þar sem gefin hafði verið út kæra um að hún hefði misnotað ungar stúlkur ásamt um- boðsmanni sínum. Hún neitar allri sakargift. „Gloria Trevi vill frekar mæta fyrir dómstóla í Mexíkó en að dúsa í þrjú ár í brasilísku fangelsi,“ sagði einn lögfræðinga hennar. Trevi segir að henni hafi verið nauðgað af fangavörðum en sonur hennar er nú átta mánaða. Fari svo að hún verði framseld er óvíst hvað verður um son hennar þar sem hann er með brasilískan ríkis- borgararétt. ■ HIN MEXÍKÓSKA MADONNA Gloria Trevi skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum með sérstakri sviðsfram- komu og undarlegum skoðunum á mál- efnum kvenna. Gloria Trevi: Á heimleið Opnunarhátíð í Japis í Brautarholti: Valgeir syng- ur og áritar TÓNLIST Það verður heilmikið um að vera í nýopnaðri verslun Japis nú um helgina. Í dag milli 16 og 18 leika Ensími, Hera, Írafár, Móri og Santiago og á morgun, laugardag, mæta Dívurnar kl. 14 og syngja jóla- lög. Hinn landskunni Valgeir Guð- jónsson tekur svo nokkur létt lög og áritar plötur kl. 15.30. Einnig koma nýstirnin úr Sign og árita kl. 16 á laugardag. ■ TÓNLIST Rozanda „Chilli“ Thomas, meðlimur í R&B hljómsveitinni TLC, segir að ein helsta ástæðan fyrir því að sveitin sé ein sölu- hæsta kvenkyns hljómsveit allra tíma sé sú að hún snúist ekki um einn meðlim umfram annan. „Við erum oft bornar saman við The Supremes en sú hljóm- sveit snerist bara um Diönu Ross,“ sagði Thomas í nýlegu við- tali við AP-fréttastofuna. „Dest- iny´s Child snýst eingöngu um Beyonce [Knowles], allir vita það.“ Nýjasta breiðskífa TLC, „3D,“ kom út á dögunum og er þetta fjórða skífa hljómsveitarinnar. Var hún kláruð eftir að Lisa „Left Eye“ Lopes, fyrrum meðlimur sveitarinnar, lést í bílslysi í apríl. Hún hafði unnið að skífunni áður en hún lést og er rödd hennar að finna á gripnum. Að sögn Thomas verður engin söngkona fengin í stað Lopes. ■ TLC Hljómsveitin TLC ætlar að standa saman þrátt fyrir fráfall Lopes. Hljómsveitin TLC: Snýst ekki um einn meðlim

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.