Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 1
AÐVENTAN Mikið um að vera bls. 43 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 7. desember 2002 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 34 Íþróttir 12 Sjónvarp 36 KVÖLDIÐ Í KVÖLD KOSNINGAR Íbúar Borgarbyggðar kjósa til sveitar- stjórnar í dag en félagsmálaráðu- neytið ógilti úr- slit kosninganna sem fram fóru 25. maí. Framboðslistar eru óbreyttir frá í vor en þá buðu Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Borgar- byggðarlisti óháðra, Samfylkingar og vinstri grænna fram. Kosið er í þremur kjördeildum. Í Borgarnesi hefst kjörfundur klukkan 9 en í Þinghamri Varmalandi og að Lyngbrekku hefst kjörfundur klukkan 11. Kosið í Borgarbyggð TÓNLEIKAR Nemendur Tónskóla Sig- ursveins efna til jólatónleika í Seljakirkju í dag. Flytjendur eru 100 talsins, kór, blokkflautukór og slagverkssveit forskólanema, ásamt hljómsveit skipaðri nemend- um skólans. Tónleikarnir hefjast klukkan 14. Það á að gefa börnum brauð SÝNING Einar Hákonarson og Óli G. Jóhannsson sýna verk sín í Húsi málaranna á Eiðistorgi. Einar sýnir ný málverk í tjástefnustíl, sem fjalla um landið og manninn. Auk þess koma nú í fyrsta sinn fram fyrir almenningssjónir nokkur mál- verk af uppáhaldsskáldum Einars. Óli G. sýnir ný málverk í tjástefnu- stíl unnin undir áhrifum frá dönsku borgar- og sveitalandslagi. Sýning- in opnar klukkan 14. Hús málaranna KJÖRGARÐUR Konur ráða ríkjum LAUGARDAGUR 247. tölublað – 2. árgangur bls. 30 TÓNLEIKAR Hliðraði til sannleikanum bls. 32 REYKJAVÍK Suðaustan 3-8 og dálitlar skúrir. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Rigning 4 Akureyri 3-8 Rigning 3 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 3 Vestmannaeyjar 5-10 Skúrir 5➜ ➜ ➜ ➜ + + + + STJÓRNMÁL „Kosningarnar í vor munu snúast um lífskjörin,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. „Evrópuum- ræðan er órjúfanlegur þáttur af lífskjaraumræðunni. Þess vegna tel ég að Evrópumálin verði kosn- ingamál.“ Össur kemur víða við í viðtali við Fréttablaðið í blaðinu í dag. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að fækka beri bæði ráðuneytum og ráðherrum. Þá telur hann vel koma til greina að sækja hæfi- leikafólk utan þingflokks til að gegna ráðherraembætti setjist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Svar mitt við þessu er klárt. Það er ekk- ert því til fyrirstöðu. Þannig er mögulegt að kalla afburða ein- staklinga til mikilvægustu trúnað- arstarfa í ríkinu.“ Spurningu um hvort mögulegt sé að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri verði sótt til að gegna ráðherraembætti svarar Össur: „Í stjórnmálum er ekkert ómögu- legt.“ Hann segist hins vegar ekki hafa rætt þennan möguleika við svilkonu sína. Sjá nánar bls. 22 Össur Skarphéðinsson: Evrópumálin kosningamál NÝSKÖPUN Einar Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Cargolux til 13 ára, er sestur að í Söðulsholti á Snæfells- nesi og hefur hafið þar hörrækt: „Ég ræktaði hör á hundrað hekturum í sumar. Þetta verður vonandi góð aukabú- grein því annars er ég aðallega með hesta,“ segir Einar, sem starfaði í Bandaríkjunum við sölu flugvéla eftir að hann lét af störfum sem forstjóri Cargolux. En nú er hann fluttur heim og ræktar hör líkt og tíu aðrir bændur, sem hyggjast selja uppskeru sína til fyr- irtækisins Feying ehf., sem er í eigu margra fjársterkra aðila. Feying hyggst reisa verksmiðju fyrir hörvinnslu í Þorlákshöfn og hefst jarðvegsvinna fyrir grunn verk- smiðjunnar á mánudaginn: „Við ætlum að vinna trefjar úr plöntunni sem síðan verða notaðar í spunaiðnað,“ segir Kristján Ey- steinsson, verkefnisstjóri fyrirtæk- isins. „Grundvöllur þessarar vinnslu er heita vatnið sem plantan er látin rotna í og þannig náð fram lífrænu niðurbroti. Einnig verður jarðhitinn notaður við þurrkun plöntunnar en það hefur verið stór kostnaðarliður í hörvinnslu víðast hvar í heiminum. Við erum í raun að nota aldagamla aðferð sem færð er til nútímans,“ segir hann. Undirbúningur hörvinnslunnar hefur staðið í sjö ár og stendur til að fullvinna hörinn hér á landi. Í byrj- un verður framleiðslan þó send til Hollands þaðan sem hún verður seld víða um heim en hör er eftir- sóttur í alls kyns klæðnað og dúka. Kostur efnisins í klæðnað byggist helst á rakadrægni þess, togstyrk og miklu slitþoli. Þykir hörinn jafn- vel skáka bómull í því efni. Kínverj- ar hafa verið mikilvirkir í vinnslu trefja úr hör, eins og sést á klæðnaði þeirra, en Kanadamenn hafa komið upp stóriðju og unnið fræ plöntunn- ar, pressað þau og notað í málningu og gólfdúka svo eitthvað sé nefnt. Linoleum-gólfdúkar eru til að mynda unnir úr hörfræjum eins og nafnið gefur til kynna en hörakrar eru oft einnig nefndir línakrar. eir@frettabladid.is Fyrrum forstjóri nú í hörræktun Fyrrverandi forstjóri Cargolux er sestur að í Söðulsholti. Grunnur tekinn að hörverksmiðju í Þorlákshöfn á mánudaginn eftir sjö ára undirbúningsvinnu. Tíu kornbændur í tilraunaræktun. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur er í ítarlegu viðtali í blaðinu í dag. Þar segir hann frá skoðunum sínum, áætlunum um að verða vísindamaður og að Gunnar Thoroddsen átti von á að hann yrði sjálfstæðismaður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T „Við erum í raun að nota aldagamla að- ferð sem færð er til nútím- ans.“ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72% Jólaverð 4.895 kr. Tilboð VONSVIKIN Ótrúleg saga af hrottalegu framferði stjúpföður. Misnotuð af stjúpföður: Rauf tólf ára þögn MISNOTKUN Hæstiréttur felldi í vor þyngsta dóm Íslandssögunnar í máli barnaníðings. Maðurinn, sem misnotaði fósturdóttur sína um árabil, var dæmdur til að greiða milljón krónur og sitja inni á sjötta ár. Hann stakk af úr landi. Fórnar- lambið segir sögu af kynferðis- legri misnotkun sem hófst þegar hún var níu ára í blaðinu í dag „Ég mun aldrei fyrirgefa manninum. Með ógeðslegu athæfi sínu hrifsaði hann frá mér barn- æskuna,“ segir konan, sem er 29 ára gömul. Árið 2000 kærði hún fósturföður sinn fyrir kynferðis- lega misnotkun sem stóð allt frá því hún var níu ára og þar til hún var 15 ára. Eftir að hafa þagað yfir málinu í 12 ár ákvað hún að kæra mál fósturföðurins. Hún hafði lifað með þessum atburðum alla tíð og þeir hurfu ekki úr huga hennar. „Það hefur ekki liðið sá dagur að athæfi fósturföður míns hafi ekki komið upp í hugann. Meðan ég var enn á barnsaldri þorði ég ekkert að gera til að mótmæla honum en þegar ég varð fullorðin ákvað ég að kæra í þeirri von að hann fengi makleg málagjöld,“ segir konan. Sjá nánar bls. 24 HÖRVINNSLA TIL FORNA Nú verður beitt nýstárlegri aðferðum - í Þorlákshöfn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.