Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 18
FASTEIGNASVIK Dómsmálaráðuneytið fékk í febrúar upplýsingar um að þrjár fasteignasölur á höfuðborg- arsvæðinu hefðu ítrekað ekki get- að staðið skil á vörslufé. Upplýsingarnar voru lagðar fram á fundi fulltrúa Félags fast- eignasala með fulltrúum ráðu- neytisins. Ein af þessum fast- eignasölum var Holt, en eigandi hennar játaði tugmilljóna fjársvik fyrir rúmum mánuði síðan eða níu mánuðum eftir að kæra á hendur honum barst lögreglunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hverjar hinar fasteignasölurnar eru, þar sem ekki hefur formlega verið lögð fram kæra á hendur þeim. „Um leið og fasteignasali getur ekki staðið skil á vörslufé þá er hann að nota það í eitthvað annað en hann á að gera,“ segir fast- eignasali sem Fréttablaðið ræddi við en vildi ekki láta nafns síns getið. „Um vörslufé fasteignasala gilda engar settar reglur.“ Þann 29. október játaði eigandi Fasteignasölunnar Holts um 80 milljóna króna fjársvik. Hann falsaði m.a. undirskriftir á fast- eignaveðbréfum eftir að þeim hafði verið þinglýst. Einnig fékk hann fólk til að framselja sér bréfin undir því yfirskini að ganga þyrfti frá lausum endum tengdum fasteignaviðskiptunum. Þetta mun vera algengt í fast- eignaviðskiptum og hefur Félag fasteignasala haft áhyggjur af þessu mjög lengi. Samt hefur ekk- ert verið gert og fyrir vikið sitja saklausir viðskiptavinir fast- eignasölunnar í súpunni. Í fyrstu var talið að fasteignasalinn hefði notað eitthvað af peningunum í eigin rekstur en síðar kom í ljós að fyrirtækið skuldaði opinber gjöld, húsaleigu og laun. Titringur í heimi fasteignasala Óhætt er að segja að sjaldan hafi mál valdið jafn miklu fári í fast- eignaheiminum enda endurspegl- ar það vel galla þess kerfis sem fasteignasalar búa við. Þeir fast- eignasalar sem Fréttablaðið talaði við voru flestir mjög tregir til að tjá sig um málið og því ljóst að í heimi fasteignasala gætir tölu- verðs titrings. Enginn hefur viljað taka nokkra ábyrgð á því sem gerðist. Enginn hefur viljað taka ábyrgð á því að fasteignasalinn fékk að starfa óhindrað í 9 mánuði eftir að hafa verið kærður fyrir umboðs- svik og skjalafals. Þann 30. janúar sl. kærði Þröstur Valdimarsson byggingaverktaki fasteignasal- ann og var kæran þá einnig send Félagi fasteignasala og Íbúðar- lánasjóði. „Engu að síður heldur Íbúða- lánasjóður áfram að skipta bréf- um fasteignasalans með breyttum undirskriftum alveg þangað til hann gefur sig fram,“ segir fast- eignasali sem blaðið ræddi við. „Hvernig má þetta gerast, spyr maður.“ Fram hefur komið hjá Guðrúnu Árnadóttur, formanni Félags fast- eignasala, að það skorti úrræði þegar komi að málum sem þess- um. Félagið hafi ekkert agavald yfir félagsmönnum sínum líkt og t.d. Lögmannafélagið. Ef Lög- mannafélagið kæmist á snoðir um að félagsmaður þess hefði gerst sekur um eitthvað svipað og fast- eignasali Holts gæti það hlutast til um það beint og kallað viðkom- andi á teppið, sem hugsanlega myndi leiða til þess að hann yrði sviptur réttindum. Formaðurinn sagði að í mörg ár hafi verið leitað eftir því við dómsmálaráðuneytið að settar yrðu skýrar vinnureglur og komið á virku eftirliti með starfsemi fasteignasala. Ekkert hafi hins vegar gerst. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins áttu fulltrúar Félags fasteignasala fund með fulltrúum dómsmála- ráðuneytisins um málefni Holts og sérstaklega kæru Þrastar þann 21. febrúar. Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri sneri út úr í fjöl- miðlum eftir að málið komst upp og sagði að ráðuneytinu hefði aldrei borist formlegt erindi um málið. Á fundinum bar ráðuneytið því við að það gæti ekkert aðhafst í málinu fyrr en dómur félli. Þeir fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við eru ósammála þessu og telja að a.m.k. hefði verið hægt að senda fasteignasölunni erindi og óska skýringa á kærunni og þeim kvörtunum sem borist hefðu frá viðskiptavinum fasteignasölunn- ar. „Þeim mátti alveg vera degin- um ljósara að þarna var eitthvað stórkostlegt að,“ sagði einn fast- eignasali. „Það blasti alveg við að þarna var eitthvað mjög dular- fullt í gangi.“ Allar varnir brugðust Kærandinn, sem og þeir fast- eignasalar sem Fréttablaðið ræddi við, gagnrýna seinagang yfirvalda í málinu. Svo virðist sem allar varnir hafi brugðist þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi farið af stað í janúar og hringt látlaust í 9 mánuði. Lög- reglan í Kópavogi fékk málið inn á sitt borð þar sem lögreglan í Hafnarfirði var vanhæf vegna fjölskyldutengsla við eiganda fasteignasölunnar. Þrátt fyrir ít- rekaðar fyrirgrennslanir Þrastar, kærandans í málinu, gerðist ekk- ert. Í Fréttablaðinu 1. nóvember sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi: „Mikilvægi þessa máls var ekki talið það stórt að það þyrfti einhverja flýtimeðferð.“ Enn ein viðvörunarbjallan gall þann 5. september þegar sýslu- maðurinn í Kópavogi óskaði eftir gjaldþroti fasteignasölunnar. Lög- reglan vissi ekki af þessu og eftir á taldi hún reyndar óvíst hvort það hefði breytt einhverju, þ.e. hvort rannsókninni hefði verið hraðað. Héraðsdómur Reykjanes úrskurðaði Holt gjaldþrota í 31. október. Allan þann tíma á meðan gjaldþrotaskiptabeiðnin lá inni hjá Héraðsdómi fékk fasteigna- salinn að stunda sín viðskipti al- gjörlega óáreittur og tók hann við greiðslum frá viðskiptavinum allt fram á síðasta starfsdag fast- eignasölunnar. Enn óljóst í hvað milljónirnar fóru „Í öllum alvöru ríkjum hefði dómsmálaráðherrann þurft að segja af sér í svona klúðurmáli,“ sagði einn viðmælenda blaðsins, sem þekkir mjög vel til í þessu máli. „Auðvitað er það ekki eðli- legt að lögreglan skuli ekkert að- hafast í níu mánuði við að rann- saka jafn alvarlegar ásakanir og koma fram í kærunni. Lögreglan starfar á ábyrgð sýslumannsins, sem starfar á ábyrgð dómsmála- ráðuneytisins.“ Starfsfólk fasteignasölunnar var algerlega grunlaust um að eitthvað væri að. Tíu mínútum áður en fasteignasölunni var lokað fékk starfsfólkið að vita hvað hefði gerst. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, segir að rannsókn málsins standi enn yfir af fullum krafti. Engin niðurstaða liggi fyr- ir um það í hvað peningarnir hafi farið, né heldur vildi hann segja hvenær rannsókninni myndi ljúka. trausti@frettabladid.is 18 7. desember 2002 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Ráðuneytið vissi af fjármálaóreiðu Holts í febrúar en aðhafðist ekkert. Á sama tíma fékk það upplýsingar um að tvær aðrar fasteignasölur hefðu ítrekað ekki getað staðið skil á vörslufé. Engar reglur gilda um vörslufé fasteignasala. Fjölmargir einstaklingar hafa lent í fjárhagskröggum eftir viðskipti sín við fasteignasöluna Holt. Fréttablaðið náði tali af konu sem fór sérlega illa út úr viðskiptum sínum við fasteignasöluna. Ekki einungis voru fasteignaveðbréf hennar upp á nokkrar milljónir króna fölsuð heldur greiddi hún einnig fasteignasalanum 1,5 millj- ón í peningum sem átti að ganga Saklaus viðskiptavinur: Þetta var aleigan SVIKIÐ FÉ „Bæði peningarnir og húsbréfin fóru í vasa fasteignasalans,“ segir kona sem fór sérlega illa út úr viðskiptum sínum við fasteignasöluna Holt. Bogi Nilsson ríkissaksóknari seg- ir að sýslumaðurinn hafi metið stöðuna rangt þegar hann fékk kæru á hendur fasteignasölunni Holti í hendur. Síðar hafi komið í ljós að fjársvikin voru ekki ein- skorðuð við einn mann heldur hafi fórnarlömbin verið fleiri. Málið hefði því ekki átt að fara jafn aftarlega í forgangsröðina og það gerði. Rúmri viku eftir að málið komst upp ritað ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kæru Þrastar. Í bréfi sýslu- mannsins til dómsmálaráðuneyt- isins sagði hann að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væru til rannsóknar hjá embættinu, ein- nig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. „Menn geta náttúrulega metið hlutina mismunandi,“ segir Bogi. „Eitt af því sem verður að taka til skoðunar þegar kæra berst er hvort maður hafi bætt fyrir brot sitt, það skiptir vissulega máli. En ef sakarefnið er þannig að hugsanlegt er að viðkomandi hafi framið fleiri brot á það mál að hafa forgang. Það er meginregl- an.“ Bogi segir að í tilfelli fast- eignasalans hjá Holti hefði lög- reglan í Kópavogi átt að senda málið strax til efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra. Sýslumaðurinn hefði getað gert það með góðri samvisku. Hann segir að sýslumaðurinn hafi nú sent embætti ríkissaksóknara upplýsingar um nýjar verklags- reglur sem hann væri að vinna að og snúa að meðferð opinberra mála. Allt horfi þetta því til betri vegar hjá honum. ■ Bogi Nilsson: Rangt mat sýslu- manns KÓPAVOGUR Bogi segir að í tilfelli fasteignasalans hjá Holti hefði lögreglan í Kópavogi átt að senda málið strax til efnahagsbrotadeild- ar Ríkislögreglustjóra. Ráðuneytið hunsaði óreiðuna FASTEIGNASALAN HOLT Óhætt er að segja að sjaldan hafi mál valdið jafn miklu fári í fasteignaheiminum og fjársvikamál eiganda fasteignasölunnar Holts. Málið endurspeglar vel galla þess kerfis sem fasteignasalar búa við. upp í greiðslu á húsnæði sem hún var að kaupa. „Bæði peningarnir og húsbréf- in fóru í vasa fasteignasalans,“ sagði konan. „Þetta er náttúrulega skelfilegt því þetta er aleiga manns.“ Konan segir alls óvíst hvort hún muni fá þetta allt bætt. Lögfræðingur hennar sé að skoða málið. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið leitaði til sögðu að konan fengi lausaféð ekki bætt nema hún öðlaðist bótarétt á hendur dómsmálaráðuneytinu. Til þess þyrfti hún að sýna fram að að ráðuneytið hafi ekki brugðist rétt við. Það hafi vitað af málinu allan þann tíma sem svikin stóðu yfir. Guðmundur Óli Björgvinsson, skiptastjóri þrotabús Holts, segir að þegar hafi borist fjársvikakröf- ur í þrotabúið frá einstaklingum. Kröfulýsingafrestur renni hins vegar ekki út fyrr en eftir áramót og því ljóst að ekki hafi Á miðvikudaginn fékk skipta- stjórinn í hendur fjársvikakröfu upp á 2 milljónir króna. Fólkið að baki kröfunni hafði fengið hring- ingu frá fasteignasölunni og verið beðið að millifæra 2 milljónir inn á reikning, sem það taldi vera reikning seljanda eignar sem það var að kaupa. Síðar kom í ljós að reikningurinn tilheyrði Holti. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.