Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 46
46 7. desember 2002 LAUGARDAGUR TÍMAMÓT Sigurður Feiljúr átti gráan hestsem fékk hlutverkið „hestur á beit“ í kvikmynd. Sigurður ákvað að ganga í gegnum myndatökuna með Grána. Hins vegar vantaði Feiljúr þolinmæðina. Hann tjóðr- aði hestinn við sig með girni, óð svo út um allt með Grána áfastan við sig og heyrði ekki þegar á hann var æpt. Náð var í stórt bjarg og Sigurður falinn bak við það, og Gráni stóð kyrr. Fljótlega klifraði Feiljúr upp á bjargið eða skaut höfðinu til hliðar svo lítið bæri á og spurði hvað við værum að drolla. Í hvert sinn eyðilagði hann mynda- tökuna. Að lokum hótaði leikstjór- inn að drepa hann væri hann ekki kyrr. Sigurður varð hræddur og lét ekki á sér kræla fram að hádegi, en gleymdist svo bak við steininn í sömu stellingunni það sem eftir lifði dags. Feiljúr lék líka hesta- svein, en í hvert sinn sem vélinni var beint í áttina að honum, varð slys: Gjörðin sprakk og Siggi flaug á hnakknum út í móa, truntan hras- aði og Siggi fram fyrir sig, Siggi á harða kafi beint ofan í kviksyndi, maður og hestur sem einn, festust og soguðust niður, þangað til hest- urinn var felldur og Siggi dreginn upp á fast. Á endanum var Feiljúr- ið afþakkað á tökustað. Þá náði hann sér í þýska ferðakonu, sem var svo þurftafrek að næstu nætur varð engum svefnsamt á hótelinu, því ástarleikir þeirra hljómuðu eins og grindhvaladráp. Þegar við erum að taka him- neskt lokaskot í myndina af fjór- um álftum fljúgandi yfir lygnan fjörð kemur Siggi Feiljúr æðandi á mótorbát inn fjörðinn með þýska búrhvelið sem ballest og skýtur helvítis svanina einn á fætur öðr- um. Um kvöldið sauð hann þá nið- ur og setti í glerkrukkur og merkti soðkjöt (ált) utan á. ■ Guðný Halldórsdóttir leikstjóri segir frá of- virkum hestasveini á tökustað og skorar á Flateyjarjarlinn Tryggva Gunnarsson að segja næstu sögu. Sagan Honum féll ekki verk úr hendi FÓLK Í FRÉTTUM MEÐ SÚRMJÓLKINNI 60 ÁRA Guðmundur Hallvarðs- son, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins, heldur upp á sextugs- afmælið sitt í dag. Guðmundur segir að áfang- inn leggist vel í sig. „Maður vonar að næsti áratugur verði jafn skemmtilegur og þessi sem nú er að líða hvað varðar aldur- inn.“ Afmælisbarnið ætlar að bjóða til veislu í húsi Karlakórs Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni á milli fimm og sjö í dag. Öllu jöfnu heldur Guðmund- ur ekki upp á afmælin sín að neinu viti. „Á svona tímamótum geri ég þetta. Við hjónin höfum gaman af að hitta fólk og gera okkur glaðan dag á svona stund- um.“ Að sögn Guðmundar taka fé- lagsmálin mestan hluta frítíma hans. „Síðan er það sumarbú- staðurinn austur í Grímsnesi og barnabörnin. Það er mjög gott að eiga athvarf og við hjónin skjótumst þangað þegar við getum allt árið um kring. Þá eru oftast barnabörnin með í för og börn eða tengdabörn,“ segir Guðmundur, sem á þrjú börn og þrjú barnabörn. Guðmundur segist vera far- inn að undirbúa jólin. „Á sunnu- daginn var þá var ég með kon- unni í stórverkum að kippa nið- ur og setja upp gardínur, ég er orðinn ansi góður í því. Ég hengdi einnig upp jólaskraut með henni.“ Eiginkona Guð- mundar heitir Hólmfríður Mar- ía Óladóttir og er hún hár- greiðslumeistari. „Annars vona ég bara að menn hafi tíma til að líta aðeins upp og kíkja við. Við vonumst til þess að sjá sem flesta,“ sagði Guðmundur að lokum. ■ Næsti áratugur vonandi jafn skemmtilegur GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Guðmundur býður til veislu í húsi Karlakórs Reykjavíkur. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. AFMÆLIJARÐARFARIR 11.00 Lilja Matthildur Fransdóttir frá Króki verður jarðsungin frá Odda- kirkju. 14.00 Einar Kristinn Einarsson frá Laugum í Hrunamannahreppi, verður jarðsunginn frá Hruna- kirkju. 14.00 Guðbjartur Þórðarson, Aðal- stræti 126a, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðar- kirkju. 14.00 Sigurjóna Gottliebsdóttir verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju. 14.00 Þórður Þórðarson, Sóleyjargötu 18, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. AFMÆLI Guðmundur Hallvarðsson alþingis- maður er sextugur. Jóhann Ársælsson alþingismaður er 59 ára. Ólafía Hrönn Jónsdóttir er fertug. ANDLÁT Arnfríður Vilhjálmsdóttir, Hólmgarði 56, Reykjavík, lést 26. nóvember. Útförin hefur farið fram. GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR „Þá náði hann sér í þýska ferðakonu, sem var svo þurftafrek að næstu nætur varð engum svefnsamt á hótelinu, því ástarleikir þeirra hljómuðu eins og grindhvaladráp.“ Hvað söng ástfangni kolkrabb-inn fyrir litlu kolkrabba- kærustuna sína? I want to hold your hand, hand, hand, hand, hand, hand... ■ Nýtt flugfélag undir stjórn Jó-hannesar Georgssonar hefur tekið húsnæði á leigu við Suður- landsbraut þaðan sem starfsemin verður rekin þegar hún loks fer í gang. Gott gengi flugfélaga í Evr- ópu að undanförnu hefur vakið Jó- hannesi og félögum hans aukna bjartsýni. Þegar er farið að ráða fólk til starfa og styttist nú óðum í að til tíðinda dragi. Það tók þingheim rúmanklukkutíma að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið, enda að miklu að huga og dugðu ekki minna en 70 atkvæðagreiðslur til að skera úr um frumvarpið og einstakar tillögur í því sem þing- menn höfðu skiptar skoðanir um. Það vill þó til að þingmenn geti haft hraðann á þegar þeim finnst ástæða til. Það var augljóst af störfum þeirra síðar sama dag þegar þeir afgreiddu umræðu um 14 mál á 14 mínútum, enda vænt- anlega búnir að ræða nóg næstu daga á undan. Vesturbæjarlaug. Heimsins heimskasti pabbi. Brimir. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.