Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 34
34 7. desember 2002 LAUGARDAGUR ONE HOUR PHOTO kl. 2.40 2, 4, 6, 8 og 10 SWIMFAN kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11 bi. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 kl. 6 .10Í SKÓM DREKANS POSSESSION kl. 4, 8 og 10.05 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2Sýnd kl. 1.30, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 1, 2, 4.10, 6, 8 og 10 THE TUXEDO kl. 8 og 10 VIT474 SWEET HOME ALABAMA 4 og 6 VIT 461 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2 VIT429 SANTA CLAUS 1.30, 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485 CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10.10 VIT479 Sýnd kl. 4 og 8 VIT 469 kl. 2, 4, 8 og 10.05HAFIÐ kl. 5.50DAS EXPERIMEN TÓNLIST Jóhann Jóhannsson hefur verið viðriðinn tónlistariðnaðinn í fjöldamörg ár. Hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri sem einn af liðsmönnum Orgelkvar- tettsins Apparats. Sú sveit gaf út fyrstu plötu sína um daginn og hafa dómar verið mjög jákvæðir. Það sem færri vita er að Jóhann er einnig virkt tón- skáld. Nýverið hefur hann meðal annars samið tónlist við leikritin „Viktoría og Georg“ og „Krydd- legin hjörtu“. Einnig samdi hann tónlist við kvikmyndirnar „Maður eins og ég“ og „Íslenski draumur- inn“. „Þetta er tónlist úr leikritinu „Englabörn“ sem sýnt var í fyrra,“ segir Jóhann um fyrstu sólóplötu sína. „Tónlistin vakti já- kvæð viðbrögð og mig langaði til að gera eitthvað meira með hana, fara lengra með þessa tónlist og láta hana virka sem sjálfstætt verk.“ Jóhann segist hafa raðað tón- listinni upp á nýtt til að láta hana virka sem eina heild. „Þetta er svolítið eins og kvikmyndatónlist að því leyti að sömu stefin, sömu mótífin, koma aftur og aftur fyrir hér og þar á plötunni. En að mörgu leyti virkar þetta líka eins og nokkurs konar svíta.“ En hver er munurinn á leikhús- tónlist og kvikmyndatónlist? „Ég nálgast þetta á mjög svipaðan hátt en þetta er ekki alveg það sama. Leikhústónlist er nálægari manni en kvikmyndatónlist. Tónskáldið tekur miklu virkari þátt í sköpun leikverks. Við gerð „Englabarna“ var ég með alveg frá byrjun. Það er mjög þakklátt starf fyrir tón- skáld að taka þátt í svona upp- færslu því tónlistin er svo mikill hluti af sýningunni.“ Platan hefur fengið frábæra dóma í erlendum blöðum, vefmiðl- um og sjónvarpsstöðum. Gagn- rýnandi þýska blaðsins Debug hafði þetta að segja: „Djúp og döp- ur smáverk sem nálgast mann af viðkvæmi. Svo brothætt að ekki er annað hægt en að gefa sig á þeirra vald. Þessi lög, afsakið... verk, mega ekki við hornum og brúnum. Til hvers ættu þau að þurfa þau þegar verkin miðla svo mikilvægum skilaboðum. Tónlist svo fögur að öllum orðum er of- aukið. Tónlist sem hægir á degin- um, áður en hann nær að hefjast. Ég gæti vel hugsað mér daginn í dag þannig.“ orlygur@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 VIT 468 MASTER OF DISGUISE TÓNLIST TÓNLIST Hún Jennifer Lopez leitar inn á við á þriðju breiðskífu sinni „This Is Me... Then“ og syngur per- sónulega texta ofan á poppsmíðar hinna ýmsu lagahöfunda. Fjöldi þeirra er slíkur að þeir gætu hæg- lega mannað fótboltalið, varamenn og klappstýruhóp. Svo er hún með bandaríska landsliðið í útsetning- um uppi í stúku. Miðað við einfald- leika laganna er gaman að velta því fyrir sér hvaða hlutverki allir þess- ir menn gegna eiginlega? Útkoman er skiljanlega, miðað við fjölda málamiðlana, afar geril- sneydd en þó oft mjög grípandi. Undirmenn Lopez hafa unnið vinnu sína vel og gulltryggja henni fast sæti næsta árið á MTV. Það versta við plötuna eru textasmíðarnar. Það er nánast ótrú- legt ef það er satt að textarnir séu beint frá hjarta stúlkunnarog að henni detti ekkert dýpra í hug að segja elskhuga sínum Ben Affleck : „I’m glad when I’m making love to you, Im glad for the way you make me feel. I love it cause you seem to blow my mind, everytime.“ Einnig er texti lagsins „To Ben“ hræðileg- ur, lagið er svo vanilluvæmið og til- gerðarlegt. Getur verið að stúlkan sé eins einföld og þessir textar gefa til kynna? Hvernig sem því líður er hér að finna fína poppsmelli. Þar ber hæst lögin „Still“, „Loving You“ og „The One“. Leiðið bara textana hjá ykk- ur og þið sleppið heil. Birgir Örn Steinarsson JENNIFER LOPEZ: This Is Me... Then Einföld Lopez JÓHANN JÓHANNSSON Einn af fimm liðsmönnum Orgelkvartettsins Apparats. Var að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Englabörnin hans Jóa Diskurinn „Englabörn“ kom út á dögunum. Diskurinn geymir tónlist úr sam- nefndu leikriti sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhúsinu í fyrra. Önnur Lord of the Rings mynd-in, „The Two Towers“, var for- sýnd í New York á fimmtudag. All- ir helstu aðalleik- arar myndarinnar og leikstjórinn Peter Jackson mættu á sýning- una. Fyrstu við- brögð gagnrýn- enda eru afar já- kvæð. Margar stjörnur létu einnig sjá sig á sýningunni. Þar má nefna Yoko Ono, son hennar Sean Lennon og leikkonuna Susan Sarandon. Sérstök forsýning myndarinnar verður haldin hér á landi 18. desember en almennar sýningar hefjast annan í jólum. Michael Jackson skrópaði áfimmta degi réttarhaldanna þar sem skera á úr um hvort söngv- arinn skuldi fyrr- um umboðsmanni sínum 21 milljón dala eður ei. Lög- maður hans gat ekki gefið neina skýringu á fjarvist hans en sagði að hún gæti tengst kóngulóarbitinu sem Jackson varð fyrir á búgarði sínum á dögunum. Konungur popps- ins fékk því mínus í kladdann. Leikarahjónin Melanie Griffithog Antonio Banderas hafa ákveðið að vera í sundur nokkrar vikur. Banderas á að vera orðinn hundleiður á öf- undsýkisköstum konu sinnar og bað um smá frítíma frá henni. Parið gifti sig 1996 og á eina dóttur. Griffith hefur upp á síðkastið verið ljósmynduð há- grátandi og er óttast um andlega heilsu hennar. Talsmaður hjónanna sagði að skilnaður væri ekki í vændum. Dr. Gunni með jólatónleika á Grandrokk um helgina: Mikið skrall TÓNLEIKAR Dr. Gunni er kominn með nýja hljómsveit sem hefur verið starfandi síðan í vor. „Það eru þrír strákar með mér í bandinu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, öðru nafni Dr. Gunni. „Grímur Atlason, sem áður var í sveitinni Rosebud, á bassa, Kristján Freyr Halldórsson og Guðmundur Halldórsson, en þeir eru ekki bræður.“ Sveitin hefur komið tvisvar op- inberlega fram í ár. „Við lékum á tveimur hátíðum. Fyrst í Viðey og þar var mikið skrall. Svo lékum við á Innipúkanum um Verslunar- mannahelgina, og þar var líka mik- ið skrall.“ Sveitin ætlar að gefa út plötu á næsta ári. „Hún heitir „Flat- us lifir“ og þetta verður skrall- plata.“ Hljómsveit Dr. Gunna heldur tónleika á Grandrokk í kvöld. Leik- ið verður bæði nýtt efni og gamalt sem Gunni hefur samið í gegnum árin. „Við ætlum að leika nokkur lög með S.H. Draumi, Bless og Pop- Kings. En aðallega nýtt efni.“ Pönkpoppsveitin Innvortis frá Húsavík hitar upp. Skemmtunin hefst upp úr miðnætti. Aðgangs- eyrir er 500 kr og er aldurstak- mark 20 ár. ■ DR. GUNNI Undirbýr nú með nýrri hljómsveit sinni breiðskífu sem kemur út á næsta ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó Blóm og gjafavara Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.