Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 10
10 7. desember 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS ERLENT Athugasemd frá mennta- málaráðherra Tómas Ingi Olrich skrifar: Vegna ítrekaðra tilvitnanaFréttablaðsins í meint um- mæli mín, á fundi í Háskóla Ís- lands, vil ég koma eftirfarandi á framfæri við ritstjórn blaðsins. Í fyrsta lagi hafa mér verið lögð orð í munn sem ég viðhafði ekki. Í öðru lagi finnst mér ómak- legt og óviðunandi að eiginkonu minni sé blandað í málið og óska eftir að henni verið hlíft framveg- is ef blaðið kýs að stunda blaða- mennsku af þessu tagi. ■ INFORMATION Leiðarahöfundur Information segir að hugsanlega hafi Græn- lendingar „gert sjálfum sér ís- bjarnargreiða“ með því að velja ákafa sjálfstæðismenn á þing. Þar með hafi danskir stjórnmálamenn og danska ríkisstjórnin fengið upp í hendurnar góða afsökun fyr- ir því að líta framhjá því að þeir „beri ennþá sögulega ábyrgð á vandamálum Grænlands.“ Leið- arahöfundur fullyrðir að Græn- lendingar geti einfaldlega ekki staðið undir nútíma samfélagi, með öllu sem því tilheyrir, án þess að fórna einhverju. Því er spurt „hvort Danmörk sé aðeins hluti af vandamálinu, eða hvort Danmörk eigi hugsanlega enn um sinn að vera hluti af lausninni.“ POLITIKEN Leiðarahöfundur Politiken seg- ir að spyrja verði hve raunhæft það sé að Grænlendingar segi skil- ið við „gamla nýlenduveldið í suðri.“ Annars vegar hafi margir Grænlendingar áhyggjur af nútím- anum, sem eyðileggur jafnt og þétt gamlar hefðir þeirra. En á hinn bóginn séu fáir Grænlendingar reiðubúnir til að fórna þeim lífs- gæðum sem nútíminn hefur í för með sér. „Hans Enoksen og Co. geta ekki stimplað sig út úr nútím- anum, en ef þjóðin vill það, þá er ekkert ómögulegt í pólitík.“ Að finna „betra og réttlátara jafn- vægi“ milli hins nýja og hins gamla er sögð fögur hugsjón, „en auðvelt verður það ekki.“ JYLLANDSPOSTEN Í Jyllandsposten segir leiðara- höfundur að Siumut, flokkur jafn- aðarmanna á Grænlandi, hafi ver- ið í stjórn meira og minna undan- farin tuttugu ár, og beri því „höfuðábyrgð á því að félagsleg vandamál hafi fengið að vaxa“. Samt hafi Siumut ekki fengið þann dóm kjósenda sem hann átti skilið. Leiðarahöfundur segir að græn- lenskir stjórnmálamenn ættu nú að einbeita sér að þeim vandamál- um sem nærtækust eru, svo sem húsnæðisskorti, niðurníddum skól- um og félagslegum vandamálum. „Eftir það geta þeir hæfilega hratt farið að huga að því að stjórna sjálfir og borga sjálfir.“ ■ Gerðu Grænlendingar sér „ísbjarnargreiða“? Kosningarnar á Grænlandi í vikunni hafa orðið dönskum leiðarahöfundum tilefni til að velta fyrir sér möguleikum Grænlendinga til þess að standa á eigin fótum. Leiðara- höfundarnir virðast almennt tortryggnir á sjálfstæðishugmyndir Grænlendinga. Úr leiðurum Mótmæli við skógræktarblokkir Borgin segir skógræktarsvæði í Fossvogi ekki vera „eiginlegt útvistarsvæði“ heldur „ákjósan- legt byggingarland.“ SKIPLAGSMÁL Eindregin mótmæli hafa borist frá 49 íbúum í ná- grenni útivistarsvæðisins við skógræktina í Fossvogi sem b o r g a r y f i r v ö l d vilja úthluta undir þriggja hæða blokkir fyrir aldr- aða. Vigdís Finn- bogadóttir er í far- arbroddi annars hópsins sem lýst hefur áhuga á að reisa slík hús. Rætt er um allt að 50 íbúðir. Þær gætu til dæmis komist fyrir í þremur blokkum sem hver hefði þrjá stigaganga. Í kynningarbréfi sem íbúum í nágrenni umræddrar lóðar var sent 14. nóvember kemur meðal annars fram að svæðið sé „ákjós- anlegt“ byggingarland. Eðlilegt sé að athuga þann möguleika að teygja byggðina í Fossvogi inn á svæðið og að skógarjaðrinum. Tvö mótmælabréf bárust borg- inni eftir kynninguna. Einnig bár- ust tvö stuðningsbréf frá íbúum sem segjast hafa áhuga á að setj- ast að í nýju blokkunum. Í öðru mótmælabréfinu er gagnrýnd mótsögn sem er að finna í kynningarbréfi borgar- innar varðandi skilgreiningu svæðisins. Annars vegar komi fram að það sé skilgreint sem „útivistarsvæði til sérstakra nota“ en hins vegar sé það „ekki inni á eiginlegu útvistarsvæði.“ Fundið er að því að ekki komi fram í kynningarbréfinu hvern- ig koma eigi nýju byggðinni fyr- ir, hugmyndir um það virðist óljósar. Íbúarnir segjast vera „eindregið mótfallnir“ því að reist verði fjölbýlishús á svæð- inu. Í hinu mótmælabréfinu segir að áformin séu brot á aðalskipu- lagi. Umferð myndi stóraukast og verðmæti nálægra eigna rýr- ast. „Aðalskipulag gerir ráð fyr- ir einnar hæðar húsum með sér- staklega ströngum skilmálum við Árland þannig að við getum engan veginn fallist á hærri en einnar hæðar hús þar fyrir vest- an,“ segir í bréfinu. Íbúarnir segjast telja að um- rædd svæði verði áfram fram- hald af útivistarsvæðinu í Foss- vogsdal. Viðbrögð íbúanna hafa verið kynnt á fundi hjá skipulagsfull- trúa. gar@frettabladid.is Ekki voru allir sáttir þegar rík-isstjórnin kynnti fjárlaga- frumvarp sitt í haust. En þá fyrst rak menn í rogastans þegar fjár- aukafrumvarpinu var slengt fram því önnur eins handarbakavinnu- brögð hafa ekki lengi sést. Að vísu eru menn ýmsu vanir frá ríkis- stjórninni þegar fjáraukalögin eru annars vegar en jafnan hefur það verið tekið trúanlegt á haustin er lofað hefur verið bót og betrun um að næst verði vinnan vand- aðri. Fjárlagafrumvarp og fjárauka- lög eru sitt hvað. Fjárlögin horfa til komandi árs en með fjárauka- lögum er litið til baka og aflað heimildar Alþingis fyrir útgjöld- um sem þegar hefur verið stofnað til á liðnu ári en voru ekki fyrir- sjáanleg við gerð fjárlaga síðasta árs. Fyrsta gagnrýnisefnið er að megnið af þeim kostnaðarliðum sem er að finna í fjáraukalögun- um mátti sjá fyrir og hefðu því átt heima í fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var fyrir árið 2002 á þessum tíma í fyrra. Einn út- gjaldaliður á fjáraukalögunum nú var t.d. sérstakt framlag til verk- efna sem tengjast margrómaðri einkavæðingu ríkisstjórnarinnar. Varla kom það henni á óvart að hún skyldi ráðast í sölu bankanna á árinu – varla hefur ríkisstjórnin verið svo meðvitundarlaus að kostnaðurinn hafi komið henni í opna skjöldu. Á hinn bóginn eru svo undarleg dæmi um hið gagn- stæða í fjáraukalögunum – fram- kvæmdir sem enginn hefur haft spurnir af og eru því í besta falli ósýnilegar. Annað gagnrýnisefnið lýtur að því að upplýsingum um viðkvæm deilumál er haldið leyndum. Framlag til einkavæðingarverk- efna nam 220 milljónum króna en á engan hátt gerð grein fyrir sundurliðun útgjaldanna. Með eft- irgangsmunum tókst að toga út úr Stjórnarráðinu allsendis ófull- nægjandi upplýsingar sem rúm- uðust á fjórðungi úr blaðsíðu, með gleiðu línubili og þokukenndu orðalagi. Stofnanir á borð við framhaldsskóla og sjúkrahús þurfa að gera grein fyrir hverri krónu sem fengin er úr ríkissjóði og þannig á það að sjálfsögðu að vera. En einkavæðingarverkefnin lúta öðrum lögmálum; þar er fjár- magnið ekki skorið við nögl og spurninga þar um má ekki spyrja. Útgjöldin eiga þó að vera þekkt í smáatriðum en virðast ekki þola dagsljósið. Þriðja gagnrýnisatriðið hefur lengi verið tíundað af hálfu Ríkis- endurskoðunar en það er að opin- berum stofnunum er haldið í gísl- ingu með því að taka ekki á fjár- hagsvanda þeirra og láta þær stöðugt burðast með halla frá fyrri árum. Þær geta hvorki lifað né dáið; eiga að sinna lögboðnum skyldum og verkefnum en fá ekki til þess peninga. Þetta á bæði við í heilbrigðismálum og menntakerf- inu og er farið að valda verulegu niðurbroti og tjóni. Menn spyrja hvort fyrir ríkisstjórninni vaki að svelta þessar stofnanir í þeirri von að þær fari sjálfar að heimta notendagjöld sem er dularorð fyr- ir sjúklingaskatta og skólagjöld. Fjórða megin gagnrýnisefnið er að í fjáraukalögum eru tekjur af óseldum eignum færðar til tekna. Nú er gert ráð fyrir tekjum vegna sölu eigna upp á 15,2 millj- arða og eru þær aðallega vegna sölu bankanna. Þó er ljóst að í rík- issjóð koma aðeins 6 milljarðar króna á árinu vegna þeirrar út- sölu. Hitt er ófrágengið. En með því að færa öll fyrirheit væntan- legra kaupenda inn í bókhaldið líta fjárlög síðasta árs Geirs H. Haarde fyrir kosningar betur út en ella: Stórkostlegur rekstraraf- gangur. Við fjárlagaumræðuna sagði fjármálaráðherra að eðli- legt væri að bókfæra söluandvirð- ið þegar það er staðfest en ekki þegar peningarnir koma inn. En er það ekki svo að enn er fyrirvari á sölusamningi um Búnaðarbank- ann? Tæknilega getur salan því gengið til baka. Kaupendurnir eru blankir en þeir ætla sér að slá lán með veði í þeirri eign sem ríkis- stjórnin er búin að færa þeim. Eft- ir það ætti leiðin að vera greið með því að borga lánið upp fyrir arðinn af eigninni - hann nam jú tveimur milljörðum í ár. Þetta lítur vel út fyrir fram- sóknarmennina sem eru að eign- ast Búnaðarbankann og líka fyrir ríkisstjórnina sem býr til flotta liði í bókhaldið. Allir eru að gera það gott nema náttúrlega þjóðin. Hana er verið að blekkja, það er ekki gott og gengur ekki til lengd- ar. ■ MINNISMERKI UM DÍÖNU Stór gosbrunnur verður reistur til minningar um Díönu Spencer prinsessu í Hyde Park, einum þekktasta almenningsgarði Lundúna. TVEIR SPRENGDIR Í LÍBANON Tveir menn fórust þegar sprengja sprakk í bifreið þeirra þar sem þeir óku á þjóðvegi sunnan til í Líbanon í gær. Annar maðurinn var fyrrverandi njósn- ari í Líbanon. Hinn var frændi hans. FRIÐARGÆSLULIÐAR Á HÓRU- HÚSI Lögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníu fundu tíu friðargæsluliða á næt- urklúbbi í Sarajevó, þar sem talið er að stundað sé vændi. Lögreglumennirnir réðust til inngöngu á næturklúbbinn í tengslum við herferð gegn man- sali. Rætt er um allt að 50 íbúðir. Þær gætu til dæmis komist fyrir í þremur blokkum sem hver hefði þrjá stigaganga. SKÓGRÆKTARLÓÐIN Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er í fararbroddi annars af tveimur hópum sem vilja reisa blokkir fyrir aldraða á þess- ari lóð austan í jaðri skógræktarinnar í Fossvogi. Íbúar í nágrenninu eru „eindreg- ið mótfallnir“ byggingaráformunum. alþingismaður skrifar um ríkis- fjármál. ÖGMUNDUR JÓNASSON Um daginn og veginn Þeir halda sig á handarbakinu Leikskóla- vandræði í Garðabæ Móðir hafði samband: Mig langar að vekja athygli ábiðlistum eftir leikskólaplássi í Garðabæ. Því hefur verið haldið fram af ráðamönnum bæjarins að engir biðlistar séu eftir leikskólum, en því er nú ekki að heilsa. Sonur minn er rúmlega tveggja ára og fær ekki pláss. Ég veit að allt að fjögurra ára gömul börn eru á biðlistum. Til að kóróna þetta þá eru nær engar dagmömmur í Garðabæ. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.