Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 20
20 7. desember 2002 LAUGARDAGUR
JÓLAMATURINN MINN
Gullveig Sæmundsdóttir, rit-stjóri Nýs Lífs, segist núorð-
ið ánægð með nafnið sitt. „Ég
kem úr stórum systkinahópi, er
númer fjögur í röðinni, og þegar
kom að því að skíra mig var búið
að nota þetta hefðbundna.
Mömmu langaði að skíra mig ein-
hverju fallegu bókmenntanafni
og þetta varð fyrir valinu.
Reyndar heiti ég líka Teresa að
kaþólskum sið, en áður var það
venjan í kaþólsku að skíra börn
að minnsta kosti einu dýrlinga-
nafni. Það held ég sé ekki leng-
ur,“ segir Gullveig.
Nafnið Gullveig er úr Völuspá.
„Þetta er stórt nafn, Gullveig var
konan sem kom af stað fyrstu
orrustu heimsins, hvorki meira
né minna.“
Gullveig var ekkert of ánægð
með nafnið fram eftir aldri og
sagðist gjarnan heita Margrét ef
hún var spurð, en Margrét er
nafn systur hennar. „Ég sættist
svo við þetta á unglingsárunum
og er mjög ánægð með það
núna.“
Gullveig hefur aldrei verið
kölluð gælunafni. „Mamma var
kölluð Veiga svo það kom ekki til
greina. En það er gaman að heita
svo sérkennilegu nafni. Þó erum
við þrjár með þessu nafni í síma-
skránni og önnur er meira að
segja Sæmundsdóttir. Við erum
þó ekkert skyldar,“ segir Gull-
veig. ■
NAFNIÐ
Þórarinn Eldjárn:
Samningum enn ólokið
Þetta er erfið spurning. Ætliég verði ekki að segja að
samningum sé ólokið,“ segir Þór-
arinn Eldjárn rithöfundur þegar
hann er spurður um jólamatinn á
heimilinu. Hann segir enga ófrá-
víkjanlega hefð í sínu jólahaldi.
„Við höfum búið í fleiri en einu
landi þannig að það hefur bara
verið borðað það sem lá best við.
Fer líka eftir framboði og eftir-
spurn.“
Þórarinn segist hafa borðað
rjúpur, hamborgarhrygg og
skinku á jólum en honum sé
nokkuð sama hvað sé á borðum á
aðfangadagskvöld.
Aðspurður hvort hann hafi
haldið jól að íslenskum sið þegar
hann bjó í Svíþjóð og Bretlandi
kveður hann þvert nei við því.
„Jólahald ferst Íslendingum
mjög illa og aðrar þjóðir standa
okkur mun framar. Hér er þetta
aðallega vesen,“ segir Þórar-
inn. ■
ÞÓRARINN ELDJÁRN
Er nokkuð sama hvað hann borðar á að-
fangadagskvöld.
MINN STÍLL
LEÐURJAKKI
Þetta er notaður leðurjakki úr
Spútnik. Jakkinn er gamall, lík-
lega frá 1970. Mér finnst ekki
gaman að vera í fötum sem
einhverjir tískufrömuðir hafa
ákveðið fyrir mig. Ég vil bara
velja hlutina héðan og þaðan
eftir því sem mér dettur í hug.
BUXUR
Ég er í Diesel gallabuxum.
Reyndar á ég mikið af galla-
buxum: Diesel, Wranglers og
Levi´s, bara alls konar gallabux-
ur. Gallabuxur eru í rauninni
vinnufötin mín. Það er þægi-
legt að vinna í þeim, þær
mega vera skítugar og það má
þurrka sér í þær.
SKÓR
Skórnir heita Oxs. Þeir eru úr
38 þrepum og þar kaupi ég yf-
irleitt mína skó, enda eru þeir
vandaðir.
BOLUR
Þetta er tuttugu ára gam-
all hlýrabolur úr Spútnik.
Svona bolur eins og feitir
karlar klæðast, karlar sem
lemja konurnar sínar og
hanga fyrir framan sjón-
varpið. Bolurinn er á að
giska frá 1970 og er úr
mjög góðri, þykkri bómull.
HATTUR
Hatturinn minn kemur frá Rósa. Ég
labbaði inn í Skaparann, búðina
sem hann rekur, og bað hann um
að búa til hatt fyrir mig. Síðan þá
hef ég verið með hattinn, nánast í
heilt ár. Þetta er svolítið skrýtinn
hattur en mjög gott að vera með
hann þegar maður er búinn að
venjast honum.
SPESSI
ljósmyndari
SKYRTA
Skyrtan er frá Dressmann.
Þetta er þægileg bómullar-
skyrta, venjuleg og góð. Ég
kaupi svona nytjaflíkur í
Dressmann, flíkur sem
maður notar á hverjum degi
eins og boli, skyrtur og
sokka.Gullveig
úr Völuspá
GULLVEIG SÆMUNDSDÓTTIR
Ánægð með nafnið sitt í dag en í
barnæsku sagðist hún heita Margrét þegar
hún var spurð að nafni. Hún sættist við
Gullveigu á unglingsárum.
Þakdúkar og
vatnsvarnalög
➜ Þakdúkar og vatnsvarnalög á:
➜ Þök
➜ Þaksvalir
➜ Steyptar rennur
➜ Ný og gömul hús
Unnið við öll veðurskilyrði
Sjá heimasíðu www.fagtun.is
FAGTÚN
Brautarholti 8 sími 562 1370
Góð þjónusta ogfagleg ábyrgðundanfarin 20 ár