Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 12
7. desember 2002 LAUGARDAGUR ÍÞRÓTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR 11.45 Sýn Enski boltinn (Man. Utd. - Arsenal) 14.45 Stöð 2 Enski boltinn (Charlton - Liverpool) 16.00 Höllin Handbolti karla (Þór - Selfoss) 16.00 KA-heimilið Handbolti kvenna (KA/Þór - Víkingur) 16.00 DHL-Höllin Karfa kvenna (KR - ÍS) 16.20 RÚV Íslandsmótið í handbolta 17.00 Ásgarður Handbolti karla (Stjarnan - Fram) 18.00 Ásvellir Karfa kvenna (Haukar - Keflavík) 00.10 Sýn Hnefaleikar - F. Mayweather SUNNUDAGUR 15.45 Sýn Enski boltinn (Tottenham - WBA) 19.15 Borgarnes Karfa karla (Skallagrímur - Haukar) 20.00 Digranes Handbolti karla (HK - FH) 20.00 Víkin Handbolti karla (Víkingur - ÍR) FÓTBOLTI Síðast þegar Arsenal kom í heimsókn á Old Trafford tryggði lið- ið sér Englandsmeistaratitilinn með 1:0 sigri. Rio Ferdinand, sem á við meiðsli að stríða, segir að félagar sínir séu tilbúnir í slaginn. „Það var nógu slæmt að tapa titlinum. En að Arsenal skuli hafa unnið hann á Old Trafford gerði það að verkum að erfitt var fyrir strákana að sætta sig við það. Það eru allir tilbúnir til að leggja aukalega á sig til að vinna leikinn.“ Ruud van Nistelrooy, samherji Ferdinand, telur að hægt sé að vinna Arsenal með því að loka fyrir sendingar til framherja liðsins. „Það er ekki hægt annað en að dást að því hvernig Arsenal hefur staðið sig á leiktíðinni,“ sagði Hollending- urinn snjalli. „Með leikmenn eins og Thierry Henry, Sylvain Wiltord og Robert Pires geta þeir refsað afar fljótt. Við verðum að svara því eins og við lékum gegn Liverpool. Við pressuðum þá stíft um leið og þeir fengu boltann.“ Auk Ferdinand verða þeir David Beckham, Roy Keane og Nicky Butt ekki í liði United vegna meiðsla. Arsenal er í efsta sæti úrvals- deildarinnar en United er í fjórða sæti með sex stigum færra. Það er því ljóst að með sigri getur Arsenal stungið United af í baráttunni um titilinn með því að ná níu stiga for- ystu. Sol Campbell, varnarmaðurinn sterki í liði Arsenal, verður í leik- banni. Talið er að Martin Keown, fylli skarð hans í vörninni. Arsenal hefur skorað í 55 leikj- um í röð og stefnir að því að bæta metið enn frekar fyrir framan 67.500 áhorfendur á Old Trafford. ■ Liðsmenn United hyggja á hefndir Manchester United tekur á móti Arsenal í stórleik ensku knattspyrn- unnar í dag. Arsenal tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á Old Trafford á síðustu leiktíð við lítinn fögnuð þáverandi meistara United. BERGKAMP Leiknum í dag hefur verið stillt upp sem einvígi framherjanna Ruud van Nistelrooy og Thi- erry Henry. Ekki má þó gleyma Diego Forlan sem hefur verið á skotskónum með United og Dennis Bergkamp, sem getur skorað 100. mark sitt með Arsenal í leiknum í dag. Manchester United: Hafnaði Henry FÓTBOLTI Manchester United hafði tækifæri á að kaupa franska landsliðsmanninn Thierry Henry, leikmann Arsenal, en hætti við þar sem útsendurum liðsins fannst hann ekki nógu mót- aður sem leikmaður. Les Kershaw, fyrrver- andi útsendari hjá United, segist hafa hafnað Frakkan- um þegar hann var ungling- ur og lék með Monaco. „Ég sá Henry spila nokkrum sinnum með Monaco. Þá var hann mjög ungur, kannski 17 eða 18 ára,“ segir Kershaw. „Hann var ótrúlega góður í að skapa sér svæði en mér fannst hann of óreyndur. En sjáið hann núna. Hann er orðinn frábær leikmaður.“ Henry, sem nú er 25 ára, gekk til liðs við Juventus árið 1999 en fann sig ekki þar. Hann gekk til liðs við Arsenal eftir átta mánaða dvöl á Ítalíu og sló í gegn. Hann verður væntanlega í eldlínunni í dag þegar Arsenal sækir United heim á Old Trafford. ■ AP /M YN D HANDBOLTI Tveir erlendir hand- boltamenn sem leika á Íslandi, þeir Roland Eradze, markvörður Vals, og Alexandre Petersons, örvhent skytta hjá Gróttu/KR, öðl- ast á næstunni íslenskan ríkis- borgararétt samkvæmt frum- varpi allsherjanefndar alþingis. Eradze, sem er 31 árs gamall, er frá Georgíu en Petersons, sem er 22 ára, er frá Lettlandi. Til þess að kapparnir verði gjaldgengir með íslenska lands- liðinu þurfa þrjú ár að hafa liðið frá því að þeir spiluðu landsleik með landsliði síns heimalands. Eradze lék síðast landsleik með Georgíu í janúar árið 2000 og sam- kvæmt því ætti hann að verða gjaldgengur í íslenska landsliðs- hópinn fyrir HM í handbolta sem haldið verður í Portúgal í janúar á næsta ári. Styttra er síðan Peter- sons lék með lettneska landsliðinu og því verður einhver bið á því að hann verði gjaldgengur. „Ef þetta er rétt er það mjög ánægjulegt. Þeir eru báðir mjög frambærilegir leikmenn. Auðvit- að koma þeir til greina eins og aðrir, hvort sem þeir bætast inn í þennan hóp sem mér stendur til boða núna eða seinna,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handbolta, þegar Frétta- blaðið ræddi við hann í gær. ■ Eradze og Petersons fá íslenskan ríkisborgararétt: Mjög frambæri- legir leikmenn ERADZE Roland Eradze hefur staðið sig vel með Valsliðinu í handbolta. KÖRFUBOLTI Damon John- son, leikmaður Keflavík- ur í körfubolta, öðlast ís- lenskan ríkisborgararétt á næstu dögum. Damon er 28 ára Bandaríkja- maður og hefur verið einn besti erlendi leik- maðurinn á Íslandi und- anfarin ár. Friðrik Ingi Rúnars- son, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að þetta séu góð tíðindi fyr- ir landsliðið. „Þetta er náttúrulega fantagóður leikmaður. Hins vegar skapast athyglisverð staða því þeir mega ekki spila báðir í einu, Brenton Birming- ham, fyrrverandi leikmaður Njarðvíkur, og Damon í opinber- um Evrópuleikjum og Norður- landamótum,“ segir Friðrik. „Um leið og það kemur frábær leikmaður inn í flóruna skapast pínulítið vandamál með að velja á milli þessara tveggja höfð- ingja.“ ■ Damon Johnson fær íslenskan ríkisborgararétt: Valið stendur á milli tveggja „höfðingja“ KÖRFUBOLTI Næsta verkefni íslenska landsliðsins er mót sem haldið verður í Lúxemburg á milli jóla og nýárs. Þar etur liðið kappi við Eng- land og Kýpur auk heimamanna. LEIKIR HELGARINNAR: Man.Utd - Arsenal Aston Villa - Newcastle Bolton - Blackburn Charlton - Liverpool Everton - Chelsea Fulham - Leeds Middlesbr. - West Ham South. - Birmingham Tottenh. - WBA (sunnud.)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.