Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 8
8 7. desember 2002 LAUGARDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR ALÞINGI INNLENT BUREIJ, AP Ísraelsmenn og Palest- ínumenn deildu í gær um það hve margir þeirra tíu Palestínumanna sem fórust í árás Ísraelsmanna á Gaza-strönd hefðu verið óbreyttir borgarar. Ísraelsmenn segja þá alla hafa verið vopnaða en Palest- ínumenn telja vopnaða menn yfir- leitt til óbreyttra borgara ef þeir eru ekki í her eða lögreglusveitum. Ísraelski herinn réðst inn í flóttamannabúðirnar Bureij upp úr miðnætti í fyrrinótt. Palestínu- menn notuðu hátalara til þess að hvetja fólk til að berjast gegn inn- rásinni. Margir streymdu út á göt- urnar og stóðu átökin í þrjár klukkustundir. Þetta var önnur árás Ísraels- manna á Gaza-strönd í vikunni. Á miðvikudaginn réðust ísraelskir hermenn á varðhús Palestínu- manna í Gaza-borg. Einn Palest- ínumaður lést. Jasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, sagðist stórhneykslað- ur á þessum árásum. „Á hverjum degi eru ný fjölda- morð,“ sagði hann fyrir utan skrifstofur sínar í Ramallah á Vesturbakkanum. „Á hverjum degi er eyðilegging. Á hverjum degi eru meiri skemmdir. Á hverjum degi eru fleiri handtök- ur og á hverjum degi eru fleiri morð.“ ■ Tíu fallnir eftir innrás Ísraelsmanna á Gaza-strönd: Barist í þrjár klukkustundir ÚTFÖR Í FLÓTTAMANNA- BÚÐUNUM BUREIJ Í gær voru bornir til grafar í flóttamanna- búðunum Bureij þeir sem fórust í árásum Ísraelsmanna í fyrrinótt. AP /M YN D Missti stjórn á bílnum: Hafnaði í sjónum LÖGREGLUMÁL Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á veginum við Fellabök í Steingrímsfirði með þeim afleiðingum að hann fór af vegi og hafnaði í sjónum. Bíllinn hentist niður þrjá metra og lenti harkalega fimmtán metrum frá veginum. Fljótlega fór bíllinn að sökkva að framanverðu. Öku- maðurinn komst út af sjálfsdáð- um og óð í land. Lét hann því næst vita af sér uppi á vegi. Öku- maðurinn hafði verið í bílbelti og segir lögregla það hafa bjarg- að honum. Bíllinn er stór- skemmdur. ■ SJÁVARÚTVEGUR Nýliðun meðal sjáv- arútvegsfyrirtækja hefur aldrei verið meiri en einmitt í tíð núver- andi kvótakerfis. Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri Brimis, sjávar- útvegsstoðar Eimskipafélagsins, vísar á bug fullyrðingum um að kvótakerfið hindri hagræðingu í sjávarútvegi til lengri tíma. „Það er svo merkilegt að önnur eins endurnýjun í greininni hefur ekki orðið frá upphafi vega eins og á síðustu tíu til fimmtán árum.“ Guðbrandur segir einkum tvennt hafa komið til, hlutafélagavæð- ingu bæjarútgerða og fjölskyldu- fyrirtækja. „Síðan er pólitíska hliðin, þar sem hlutfallslega meira af aflaheimildum í þorski hefur farið til smábáta. Það hefur aftur leitt til nýliðunar í þeim hluta greinarinnar.“ Guðbrandur bendir á að í við- skiptum sé það segin saga að nýir aðilar komi inn á markaðinn. Hann bendir á að á sínum tíma hafi menn talið matvörumarkaðinn þróaðan og erfitt um vik að koma inn á hann. Samt hafi orðið til fyr- irtæki eins og Bónus sem náði á skömmum tíma mikilli markaðs- hlutdeild. Guðbrandur bendir á að togur- um hafi fækkað verulega á síðustu tíu til fimmtán árum. „Auðvitað kemur slík þróun niður á einhverj- um. Störfum fækkar í greininni við hagræðinguna. Við megum heldur ekki gleyma því að við erum að keppa við þjóðir á al- þjóðamörkuðum sem greiða lægri laun en við.“ Eina leiðin sem sé fær til að bregðast við slíkri sam- keppni sé að auka framleiðni og afköst. Hagræðingin komi alltaf niður á einhverjum, en til lengri tíma litið sé hún til hagsbóta. „Það er ljóst að við erum með kvótakerfinu að nýta takmarkaða auðlind sem þó er endurnýtanleg. Grunnurinn að því að okkur gangi vel í framtíðinni er að við náum stjórn á veiðunum.“ Guðbrandur segir að leiðarljósið sé að arðsem- in til lengri tíma verði sem mest. haflidi@frettabladid.is Höfum ekki efni á öðru en hagræðingu Nýliðun í sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri en undir núverandi kvótakerfi. Samkeppni við aðrar þjóðir kallar á vöku stjórnenda. MIKIL NÝLIÐUN Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Brimis, sjávarútvegseiningar Eimskipafélagsins, segir mikla hagræðingu og nýliðun hafa orðið innan útvegsins undir núverandi kvótakerfi. FÉLL Í SJÓINN Sautján ára stúlku var bjargað úr sjónum við Vatns- nesvita í Keflavík um fimmleytið í fyrradag. Það voru lögreglu- menn úr Keflavík og vegfarend- ur sem björguðu stúlkunni. Engin lýsing er á svæðinu og því voru aðstæður erfiðar. Talið er að stúlkunni hafi skrikað fótur og hún því hafnað í sjónum. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja til athugunar. NÝIR ÍSLENDINGAR Ellefu er- lendir ríkisborgarar eru á lista yfir þá sem fá íslenskan ríkis- borgararétt fyrir jólin. Þeirra á meðal eru handboltakapparnir Roland Eradze og Aleksandre Petersons og körfuboltamaður- inn Damon Johnson. Níu um- sóknum var hafnað. 16 MILLJÓNIR Í BÚFJÁREFTIRLIT Bændasamtökin hafa greitt 16 milljónir króna vegna búfjáreft- irlits síðustu fjögur ár sam- kvæmt svari landbúnaðarráð- herra við spurningu Helgu Hall- dórsdóttur varaþingmanns. Kostnaðurinn er greiddur með fjárframlögum ríkisins. Fjáraukalög: Meiri- hluti sam- þykkti ALÞINGI Fjáraukalög voru sam- þykkt með 36 atkvæðum stjórn- arliða, 22 stjórnarandstæðingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu og fimm voru fjarstaddir. Verði rekstur ríkissjóðs í samræmi við fjárlög og fjáraukalög verð- ur 1,7 milljarða króna afgangur af reglulegum rekstri. Stjórnarandstæðingar sátu að mestu hjá við atkvæða- greiðslu um einstakar tillögur. Þingmenn Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs og Frjáls- lynda flokksins greiddu þó at- kvæði gegn 220 milljóna fjár- veitingu vegna sölulauna við sölu á hlutafé ríkissjóðs í Lands- banka og Búnaðarbanka. ■ MESSAÐ Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Sókn- arnefnd Ástjarnarsóknar hefur gert leigu- og þjónustusamning við Hauka um aðstöðu fyrir söfnuðinn í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöll- um. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að kirkja verði reist í sókninni þegar fram líða stundir. Fyrsta messan að Ásvöllum fer fram þann 15. desember. ROTTUR UNDIR ÞILJUM Íbúi við Grettisgötu hefur óskað eftir leyfi fyrir 10 fermetra viðbyggingu. Í umsókninni kemur fram að húsið þarfnist mikilla endurbóta. Við rif á gólfefni í íbúð umsækjenda fundust dauðar rottur og mýs og í húsinu fundust margir pokar af rottueitri. ORÐRÉTT GUSTUK AÐ PRÓFA Ég veit ekki hvort leiftursnöggt högg í höfuðið myndi duga í þessu til- felli. Einar Oddur Kristjánsson um Hafrannsóknastofnun. DV, 6. desember. HVAÐ MEÐ KENNARAPRIKS SKYLMINGAR? Ég held að ég hafi ekki áhuga á að eiga í orðaskaki við hann á þessum nótum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, um Einar Odd. DV, 6. desember. KRÓKÓDÍLATÁR Þetta eru ákveðin vonbrigði. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsa- vík, um að Guðni Ágústsson leyfði ekki krókódílaeldi. Morgunblaðið, 6. desember. Gist er á Riu Canela, 4 stjörnu lúxushóteli. Úrvalsbændaferð til Spánar og Portúgals Innifalið: flug, skattar, allar skoðunarferðir, hlaðborðs morgunmatur og kvöld- matur á stórglæsilegu fjögurra stjörnu hóteli, Hotel Riu Canela við Ayamonte. Hótelið er við ströndina og er með eigin upphitaða sundlaug. Nán- ari upplýsingar um hótelið má fá á: http:/www.riu.com Á þessum árstíma er gróðurinn í Evrópu kominn lengst í Portúgal og syðst á Spáni enda er veturinn mildastur á þessum slóðum eins og Kanaríeyjum. Hitinn á þessum tíma er venjulega yfir 20 gráður. Hótelið er við Ayamonte, syðst á landamærum Portúgals og Spánar. Hótelið er lúxushótel. Kvöldverðarhlaðborð og morgunmatur eru innifalin. Á kvöldin er fjölbreytt dagskrá. Flogið er beint til Faro í suður-Portúgal með leiguflugi þannig að heildarverð ferðarinnar er mjög hagstætt. Fyrsta ferð árið 2003 5. april Flogið beint til Portúgals í morgunflugi og keyrt á hótel eftir að hafa skoðað bæinn Ayamonte (5 km frá hóteli) 6. april Frjáls tími 7. april Höfuðborg Andalúsíu, Sevilla heimsótt. Þar eru skoðaðar merkar minjar frá dögum Mára o.fl. auk frjáls tíma í borginni. 8. april Frjáls dagur. 9. april Heimsókn til Tavira og Faro í Algarve-héraði í Portúgal. 10. april Frjáls dagur. 11. april Bæirnir Silvers og Lagos í Portúgal heimsóttir. Báðar ferðirnar yfir til Portúgal munu endur- vekja minninguna um hið mikla nýlenduveldi Portúgala yfirráð hina islömsku Mára og þrælahald. Þar fyrir utan eru allir bæinir forkunnarfagrir og varðveita minjar liðinna tíma. 12. april Keyrt til Faro eftir morgunverð og svo út á flugvöll og flogið heim um eftirmiðdaginn. Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson (Frissi) Nánari upplýsingar og pantanir í Hlíðarsmára 15, Kópavogi, í síma 585 4100. Verð þessarar ferðar er kr. 89.000(plús 15 þús. f. einbýli) Ferðaávísun MasterCard gildir 5.000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.