Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 44
Það sem mér dettur helst í hugvarðandi breyttar matarvenj-
ur okkar Ólafs er morgunverður-
inn,“ segir Guðrún Ebba Sigurð-
ardóttir. „Nú er það orðið þannig
að Ólafur, sem alltaf var farinn til
vinnu fyrir allar aldir, og kom þar
að auki helst aldrei í eldhúsið, tek-
ur til morgunmat handa mér.“
Ebba segir þessar morgunstundir
ómetanlegar. „Við hittumst og
borðum saman alvöru morgun-
mat, ávexti, brauð og kaffi, og
samveran er okkur óskaplega
mikils virði.
Hvað varðar almenna matar-
gerð varðar segist Ebba elda
hefðbundinn mat og ekki eiga
neina uppskrift sem hún getur
kallað sína. „Það er orðið svo gríð-
arlegt framboð á uppskriftum og
maður blandar gjarnan saman
hinu og þessu sem maður fær úr
uppskriftum og frá vinkonunum.“
Ebba er engin fiskmanneskja
en finnst mikilvægt að borða fisk
ekki sjaldnar en tvisvar í viku.
„Ég er ógurleg kjötmanneskja en
elda fisk reglulega. Ég verð bara
að gera eitthvað extra fyrir hann
svo hann sé girnilegur. Svo höfum
við dásamlega fiskbúð hérna niðri
á horninu sem býður alltaf upp á
ferskan fisk.
Pastaréttir eru ekki oft á borð-
um hjá Ebbu og Ólafi. „Hann er
nú ekki mikið fyrir pastað. Við
erum þó nýkomin úr heimsókn
frá syni okkar í Svíþjóð sem bauð
upp á pastarétt sem Ólafi þótti óg-
urlega góður.“
Ebba er sammála því að unga
fólkið eldi öðruvísi mat en eldri
kynslóðin. „En þeim þykir þó
alltaf gott að koma til mömmu og
pabba og fá eitthvað hefðbundið,
eins og til dæmis gamaldags kjöt-
súpu, sem þau elda ekki svo
gjarnan sjálf.“
Ebba segist leggja mikið upp
út grænmeti. „Eftir að grænmet-
isframboðið varð svona gott
finnst mér helst ekki máltíð nema
hafa grænmeti með, hvort sem
það er ferskt eða soðið.“
Ebba gefur okkur uppskrift að
þremur réttum, túnfiskrétti, sem
er tilvalið léttmeti á aðventunni,
og tvenns konar hlaupi sem er
upplagt með jólasteikinni. ■
44 7. desember 2002 LAUGARDAGUR
Mér finnst skemmtilegast aðskreyta jólatréð,“ segir
Styrmir Hrafn Daníelsson, 6
ára. Hann er mjög ánægður með
að fá að hjálpa til við að láta
skraut á jólatréð. „Ég skreyti
tréð með mömmu og pabba og
litla bróður á aðfangadag. Við
setjum jólaseríur og jólasveina
og alls konar dót á tréð til að
gera það fallegra.“ ■
Mig langar í bók sem heitir Gall-steinar afa Gissa,“ segir Hild-
ur Helga Jónsdóttir, 7 ára. „Kristín
Helga Gunnarsdóttir sem skrifaði
bókina kom í skólann til okkar og
las smá upp úr bókinni. Það var svo-
lítið skemmtilegt. Ég hef líka lesið
aðra bók eftir hana sem heitir
„Bíttu á jaxlinn Binna mín“ og hún
er líka rosalega skemmtileg.“ Hild-
ur hlakkar mikið til að taka upp
jólagjafirnar en henni finnst líka
mjög gaman að skreyta húsið og er
þegar byrjuð á því. ■
Túnfiskréttur
1 dós kínverskar núðlur
1 dós Cambpell cream sveppa-
súpa
3/4 bolli vatn
1 dós túnfiskur
1 bolli smátt saxað sellerí
1/2 bolli smátt saxaður laukur
1/2 bolli grænar baunir
Sojasósa
Öllu blandað saman, sett í eld-
fast mót og bakað í um það bil 30
mínútur við venjulegan kökuhita.
Trönuberjahlaup
1 pk. appelsínuhlaup
1 pk. sítrónuhlaup
2 og hálfur bolli sjóðandi vatn
15 sykurpúðar
hálfur peli þeyttur rjómi
1 dós trönuber (án safa)
3/4 bolli kurlaður ananas, án safa
1/2 bolli valhnetur
Hlaup leyst upp í sjóðandi
vatninu ásamt sykurpúðum. Kælt
en ekki of mikið. Ávöxtum og
rjóma bætt varlega út í. Kælt.
Hvaða bók langar þig í í jólagjöf?
Gallsteinar Gissa
Hvað finnst þér skemmtilegast á jólunum?
Skreyta jólatréð
HILDUR HELGA JÓNSDÓTTIR
Hildur hlakkar mikið til að taka upp jóla-
gjafirnar.
STYRMIR HRAFN DANÍELSSON
Skreytir tréð með mömmu og pabba og
litla bróður.
GUÐRÚN EBBA SIGURÐARDÓTTIR OG ÓLAFUR SKÚLASON
Ebba og Ólafur láta fara vel um sig við morgunverðarborðið með litla barnabarninu.
Ómetanlegar
stundir við morg-
unverðarborðið
MATURMATUR
Ídag er ekki seinna vænna aðbyrja að huga að jólagjöfunum.
Verslanir eru víða opnar lengur
en venjulega og því ætti að gefast
góður tími til innkaupa. Ef fólk er
árrisult er tilvalið að skella í eina
smákökusort um morguninn áður
en haldið er í bæinn. Að innkaup-
unum loknum er fátt betra en að
tylla sér inn á kaffihús til að hvíla
lúin bein og endurnýja orkubirgð-
irnar.
17 DAGAR TIL JÓLA
ALLIR
Á SKAUTA!
Skautaholl.is