Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 7. desember 2002 20% Afsláttur af öllum kvenskóm Desember Dagana 5. - 8. bjó›um vi› 20% afslátt af öllum kvenskóm. tilbo› Opi› laug. 10-18 og sunnud. 13-18 Eina fyrirtækið sem starfaðhefur frá upphafi í Kjörgarði er garnverslunin Storkurinn. Unnur Eiríksdóttir stofnaði versl- unina við opnun Kjörgarðs en dóttir hennar Malín Örlygsdóttir tók við rekstrinum fyrir sautján árum. „Það má segja að ég hafi verið með frá upphafi því ég byrj- aði að aðstoða mömmu um leið og verslunin opnaði og var meira eða minna viðloðandi þar til ég tók við.“ Malín fór til nám í fatahönnun til Svíþjóðar og sérhæfði sig í prjónahönnun. Hún hefur hannað talsvert af peysum og uppskriftir af þeim geta viðskiptavinir keypt um leið og þeir velja sér garnið. Hún segir einstaklega gaman að vinna að prjónahönnun og á marga mjög góða viðskiptavini sem koma til hennar mörgum sinnum á ári. „Margar þessara kvenna eru orðnar vinkonur mín- ar enda legg ég mikið upp úr per- sónulegri þjónustu. Við höldum líka námskeið sem alltaf eru full og höfum gert það í sautján ár.“ Malín telur að undanfarin ár hafi orðið vakning meðal ungs fólks í að prjóna sjálft og einstaka karlmaður reki inn nefið og kaupi sér garn í peysu. „Frægasti hönn- uður heims, Kaffe Fassett, er karlmaður og ég er með umboð fyrir vörurnar hans. Hann bæði prjónar og saumar út og hefur ný- lega bætt við sig bútasaumi.“ Malín er á því að fólk kjósi fremur persónulega þjónustu og sé í auknum mæli farið að snúa sér til sérverslana. „Það er eitt það skemmtilegasta við þetta að þjóna viðskiptavinunum og ég hef mikla ánægju af að ráðleggja fólki sem kemur til mín.“ ■ Vakning meðal ungs fólks MALÍN ÖRLYGSDÓTTIR Hún segir einn og einn karlmann reka inn nefið og alltaf sé jafn gaman þegar þeir geri það. Malín Örlygsdóttir starfrækir elsta fyrirtækið í Kjörgarði. Storkurinn hefur verið þar frá upp- hafi og Malín með en hún byrjaði ung að að- stoða móður sína í versluninni. GUNNAR OG HELGA GERÐUR Gunnar er einn í kvennafansi og kann því vel. Helga Magnúsdóttir Karl með Áþriðju hæð sitja tvær konurog teikna daginn langan. Þær skera sig úr öðrum konum í Kjör- garði því þær eru með karlmann í farteskinu. Það eru þær Helga Gerður Magnúsdóttir og Svein- björg Jónsdóttir og karlmaðurinn er Gunnar Kristinsson. „Við vor- um að flytja inn um mánaðamótin og ákváðum að hafa Gunnar með því hann er svo skemmtilegur og klár,“ segir Helga Gerður. Gunnar brosir: „Ég er farinn að óttast al- varlega um sjálfsmynd mína í þessu kvennageri.“ Það leggst vel í þau að starfa í Kjörgarði: „Það er skemmtilegt að vera þar sem hjartað slær í miðbænum.“ Á stofunni, sem heitir A-4, eru hannaðar auglýsingar, bækur, merki og yfir höfuð allt sem tengist útliti. „Nýlega hef ég lok- ið við að hanna og brjóta um bók sem gefin er út í tengslum við handritin og kom út í tilefni þess að handritin eru til sýnis í Þjóð- menningarhúsinu. Það er skemmtilegt að fá slík verkefni,“ segir Helga Gerður. ■ ÞÓREY BJARNADÓTTIR Hún á marga fasta viðskiptavini sem hún þekkir með nafni og spjallar dálítið þegar þeir koma og endurnýja. Hátíðarföt með vesti úr 100% ull kr. 29.900 Allar stærðir til 46— 64 98—110 25— 28 Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, þorrablót, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. Pó st se nd um Pantanir óskast sóttar Hátíðarföt, úr 100% ull, með vesti, skyrtu, klút og nælu. kr. 36.900.- Ílúgu Happdrættis Háskóla Ís-lands situr Þórey Bjarnadóttir, sem starfað hefur þar samfleytt í fimmtíu ár núna í desember. „Þetta hefur verið góður tími og til mín hefur komið margur mað- urinn í gegnum árin. Flesta þekki ég með nafni og spjalla dálítið í hvert sinn sem þeir koma og end- urnýja.“ Þórey segist hafa fylgt húsinu allar götur síðan það var opnað en var í byrjun staðsett á jarðhæð- inni. „Það var óskaplega gaman að vinna í þessu húsi þar sem mikill fjöldi fólks fór um á hverjum degi. Þá komu margir aðeins til að skoða rafmagnsstigann og fara eina eða tvær ferðir með honum. Hann þótti merkilegur í þá tíð.“ ■ Þórey Bjarnadóttir Hefur unnið í Kjörgarði frá upphafi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.