Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 7. desember 2002
Á fljúgandi fer›
- um jólin
15% afsláttur af brettapökkum
(bretti, skór og bindingar)
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1550 og 545 1500
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
94
42
12
/2
00
2
27
H a u k u r G u l l s m i ð u r
S m á r a l i n d
Íslensk-ítölsk skartgripahönnun og smíði
Eigandi Putta, Örn Árnasonleikari, segir það ekki hafa
verið margra ára draum að eign-
ast hund. Þvert á móti hafi hann
ekki verið mjög hrifinn af slíku
dýrahaldi. Taldi það ekki vera
hundi hollt að alast upp í borg.
Hann var því alls ekki í hunda-
hugleiðingum þegar þeir náðu
saman félagarnir. Það atvikaðist
með þeim hætti að hann átti leið
á bílapartasölu við Rauðavatn og
sá þar tvo litla hvolpa inni í gerði.
Annar þeirra var til sölu. „Ég
varð fyrir því óláni að taka hann
upp til að klappa honum. Það
varð ekki aftur snúið og ég fór
með hann heim.“ Örn hefur ekki
séð eftir því og hefur látið af öll-
um fordómum um að hundar eigi
ekki heima í borg.
Putti sefur heima á morgnana
þegar fjölskyldan er fjarri. Eftir
hádegi er alltaf einhver komin
heim til hans og hleypir honum
þá út í garð. Örn segir aldrei
vanda með göngutúra; þau skipti
því á milli sín og það sé alltaf ein-
hver viljugur að fara út með
hann.
Putti er með mikinn og síðan
feld sem þarf að hirða vel og á
milli þess sem hann fær greiðslu
heima fer hann á hundasnyrti-
stofu og fær þar almennilega
burstun.
Putti verður tveggja ára í
febrúar og hefur þegar átt sinn
þátt í að fjölga kyninu. Fyrir
tveimur mánuðum fæddust fimm
fallegir hvolpar sem hann á með
henni Dúllu, tík á svipuðum aldri
og sömu tegundar. Eigandinn hef-
ur ekki enn farið að skoða
hvolpana því hann óttast að falla
svo fyrir þeim að hann standist
ekki mátið og þar með verði
hvolpi meira á heimilinu. „Putti
er oftast mjög þægur en brestur
á með óhlýðni annað veifið. Það
er ekki meira en hjá öðrum í fjöl-
skyldunni en ánægjan af honum
er langt umfram alla fyrir-
höfn.“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
PUTTI ARNARSON
Eigandinn þorir ekki að fara að
skoða „barnabörnin“ af ótta við
að fjölga þá hundum
um helming á heimilinu.
Varð fyrir því óláni
að taka hann upp
Það varð ekki aftur snúið og
eigandinn, Örn Árnason, fór
með Putta heim. Nýlega sá
hann um að fjölga kyninu og
átti með tíkinni Dúllu fimm
myndarlega hvolpa.
Það er hann Putti, hundur af American Cocker Spaniel tegund, sem heldur upp heiðri
tegundar sinnar á síðum blaðsins þessa vikuna. Börnin í landinu kannast lítillega við
hann því hann birtist þeim stundum á sunnudagsmorgnum með afa á Stöð 2.