Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 2
2 7. desember 2002 LAUGARDAGUR Gísli Marteinn Baldursson er einn þriggja í dóm- nefnd sem tilnefndi fagurbókmenntir til hinna ís- lensku bókmenntaverðlauna. Auk Gísla eru í nefndinni María Kristjánsdóttir og Þorleifur Hauksson. Nei, ég held að Félag íslenskra bókaútgef- enda hafi valið mig inn sem einhvers konar fulltrúa hins almenna lesanda. Ég gef mig ekki út fyrir að vera neitt bókmenntalegt yfirvald, en félagið virðist hafa treyst því að ég hafi sæmilegan smekk og heilbrigða dómgreind. SPURNING DAGSINS Ert þú pólitískt skipaður í nefndina? Húsbréf: Falsarar í fangelsi DÓMSMÁL Tveir 27 ára gamlir menn sem reyndu að selja 36 fölsuð húsbréf að 44 milljóna „virði“ hafa í Hæstarétti verið dæmdir í tveggja ára fangelsi. Dómurinn er nánast sam- hljóða dómi héraðsdóms. Félagi mannanna sem fékk þar einnig tveggja ára fangelsisdóm áfrýj- aði ekki til Hæstaréttar. Sá mað- ur er 29 ára gamall. Mönnunum tókst að innleysa 24,5 milljónir króna út á fölsuðu húsbréfin í ýmsum bankaútibú- um og láta millifæra andvirði peninganna á reikninga í þeirra eigu. ■ Austurland: Aurskriður loka vegi HAMFARIR Vegurinn milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar lokað- ist í gær vegna aurskriða sem féllu úr Vattarnesskriðum um nóttina. Mikil rigning var þegar skriðurnar féllu. Ekki er vitað hversu margar þær voru. Starfs- menn Vegagerðarinnar unnu við að opna veginn og tókst það eftir hádegi í gærdag. Vegurinn skemmdist nokkuð. Var unnið að því að koma honum í lag og þurftu ökumenn að fara varlega. ■ Óttast fjárhagsskaða vegna Ástþórs Flugfélagið Atlanta hélt blaðamannafund vegna áróðursherferðar Ástþórs Magnússonar. Forráðamenn þess segja að aldrei verði flogið með hergögn og hermenn inn á stríðsátakasvæði. FLUG Forráðamenn flugfélagsins Atlanta segja að villandi umræða um samning flugfélagsins við utan- r ík i sráðuneyt ið hafi valdið því miklu ónæði og geti hugsanlega valdið því fjárhagslegum skaða. Ef það ger- ist, t.d. með riftun samninga við erlend flugfélög, áskilur Atlanta sér rétt til að leita til dómstóla. „Það sem við viljum að komi skýrt fram er að ekki kemur undir neinum kringumstæðum til greina að Atlanta leigi vélar til flugs með hergögn og hermenn á stríðsátaka- svæði,“ sagði Erling Aspelund, upp- lýsingafulltrúi Atlanta, á blaða- mannafundi sem haldinn var vegna málsins í gær. Flugfélagið Atlanta og Flugleið- ir gerðu rammasamning við ráðu- neytið sem getur komið til fram- kvæmda ef ráðuneytið ákveður svo í samráði við Atlantshafsbandalag- ið. Erling sagði að hvergi í samn- ingnum væri fjallað um flutning vopna eða skotfæra til hernaðar. Komi slík ósk liggi ljóst fyrir að ákvörðunarrétturinn sé flugfélags- ins. „Flugfélagið hefur aldrei flogið inn á átakasvæði eða með vopna- búnað til beinna hernaðaraðgerða og það hefur engin stefnubreyting orðið. Samkvæmt okkar trygginga- skilmálum megum við ekki fljúga til landa, eins og t.d. Írak og Íran, þar sem viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna er í gildi.“ Ástþór Magnússon hjá Friði 2000 hefur undanfarið varað við því með tölvupósti til fjölmiðla, stjórnvalda og erlendra aðila að íslensk flugfé- lög séu hugsanleg skotmörk hryðju- verkasamtaka. Eina rökin sem hann hefur fært fyrir þeim orðum er of- angreindur samningur flugfélag- anna við utanríkisráðuneytið. Á blaðamannafundinum vildi Erling ekkert tjá sig um Ástþór. „Það er alltaf erfitt að berjast við vindmyllur,“ sagði Erling. Viðskiptavinir Atlanta hafa sjálfir fengið tölvupóst í hundraða eða þúsunda tali, þar sem fjallað er um Atlanta sem hugsanlegt skotmark hryðjuverkasamtaka. Erling sagði að þeir hefðu haft áhyggjur af þessari umræðu og verið í daglegu sambandi við Atl- anta. Á meðal viðskiptavina Atl- anta eru Virgin Atlantic, Iberia, Saudia, Excel Airways, Air France, Garuda Indonesia, Air Al- gerie og Air Asia. trausti@frettabladid.is Sandgerði: Syntu á eftir bryggju VEÐUR Tveir félagar í björgunar- sveitinni Sigurvon í Sandgerði syntu út að björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein í morgun eft- ir að flotbryggja sem skipið var bundið við slitnaði upp í miklu ólagi í höfninni. Línuskipið Freyja GK var einnig bundið við bryggj- una. Sigurður Stefánsson kafari sjósetti í félagi við annan björgun- arsveitarmeðlim systurbát á björgunarskipinu og fóru þeir á honum að landi til að sækja fleiri björgunarmenn. Á flóðinu klukkan sex í gær- morgun var snælduvitlaust veður í Sandgerðishöfn samkvæmt Vík- urfréttum og gengu brotin yfir sjóvarnagarða við höfnina. ■ Reykjavík: Blóðug sprautunál á leikvelli FÍKNIEFNI Blóðug sprautunál, tvær sprautur og umbúðir af lyfinu rítalín ásamt öðru lyfi óþekktu fundust á barnaleik- velli á Skúlatorgi í gærmorgun. Það var faðir tveggja barna sem býr í grennd við leikvöllinn sem sá ungan mann fleygja þessu frá sér þar sem hann gekk í gegnum hverfið. Faðirinn segir þetta ekki eina tilfellið sem hann sér fólk sýna af sér svona stór- hættulegt kæruleysi. Hann seg- ist vera áhyggjufullur yfir vel- ferð barna sinna, sem eru fimm og átta ára. Hjá lögreglunni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að til- kynningar um sprautur og nálar á víðavangi bærust reglulega. Litið er á þetta alvarlegum aug- um þar sem um stórhættulegan verknað er að ræða. Smithætta er mikil stingi barn sig á notuð- um nálum. Vill lögregla benda fólki á að láta vita finni það áhöld til fíkniefnaneyslu. ■ ÆTLA EKKI AÐ FLJÚGA INN Á ÁTAKASVÆÐI Á blaðamannafundi flugfélagsins Atlanta kom fram að félagið hefði aldrei flogið inn á átakasvæði og að það stæði ekki til. Frá vinstri: Arngrímur Jóhannsson stjórnarformaður, Erling Aspelund, upplýsingafulltrúi flugfélagsins og Þóra Guðmundsdóttir meðstjórnandi. „Það er alltaf erfitt að berj- ast við vind- myllur.“ ÁHÖLD TIL FÍKNIEFNANEYSLU Á barnaleikvellinum fundust þessi áhöld til fíkniefnaneyslu, tvær sprautur, notuð nál og umbúðir af lyfjum. Ríkið kaupir birgðastöð Sementsverksmiðjunnar í Reykjavík: Verksmiðjan fyrir vind í bili SEMENTSVERKSMIÐJAN „Ég ætla nú ekki að fullyrða um verðmæti eign- arinnar en það skiptir einhverjum hundruðum milljóna króna,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra. Skömmu áður en þriðju og síð- ustu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk lagði hún fram breytingartillögu sem felur í sér að ríkissjóði er heimilt að kaupa lóð Sementsverksmiðjunnar að Sævar- höfða 31 í Reykjavík ásamt tilheyr- andi mannvirkjum. Þar hefur 8 þús- und tonna birgðastöð verið rekin. Með kaupunum er rekstur Sements- verksmiðjunnar kominn fyrir vind, í bili að minnsta kosti. „Þarna eru verðmæti sem fyrir- tækið þarf ekki á að halda og best væri að mínu mati ef Reykjavíkur- borg hefði áhuga á að kaupa lóðina. En við töldum rétt að hafa þessa heimild í fjárlögum. Ríkið getur þá hugsanlega gripið inn í og keypt lóð- ina til bráðabirgða þar sem rekstr- arstaða Sementsverksmiðjunnar er mjög erfið. En við erum ekkert að gefast upp. Við trúum því ennþá að við fáum þá niðurstöðu hjá Eftirlits- stofnun EFTA að viðskiptahættir keppinautar Sementsverksmiðjunn- ar séu ekki eðlilegir. Með þessu erum við að vinna okkur tíma,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir og bætti við að stjórnvöld veltu nú fyr- ir sér ýmsum aðgerðum til að treysta rekstur Sementsverksmiðj- unnar til lengri tíma. Hins vegar væri of snemmt að greina frá þeim nú. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Segir aðgerða að vænta sem treysta muni rekstur Sementsverksmiðjunnar hf. á Akra- nesi til lengri tíma. Ostaþjófur: Náði ekki í Kolaportið DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur dæmt síbrotamann í 45 daga fang- elsi fyrir að stela sjö ostum úr verslun í Austurstræti. Maðurinn, sem er 34 ára gam- all, stal ostunum sjö í lok ágúst í sumar. Verðmæti þeirra var 3.683 krónur. Lögregla segir manninn hafa játað glæp sinn við yfirheyrslur og enn fremur hafa upplýst um þá áætlun sína að selja oststykkin á hálfvirði í Kolaportinu. Fyrir dómi sagði maðurinn játninguna hjá lögreglu hafa verið þvingaða fram. Hann hafi ætlað að greiða fyrir ostana en verið stöðvaður áður en hann náði að af- greiðslukassa. Opnun tilboða í Kárahnjúkavirkjun forsenda raforkusamninga: Raforkusamningur handsalaður eftir viku LANDSVIRKJUN „Nú förum við yfir tilboðin og ræðum við bjóðendur. Að því loknu er stefnt að því að ljúka gerð raforkusamnings við Alcoa. Hann verður að líkindum handsalaður og frágenginn, með fyrirvara um samþykki stjórna beggja fyrirtækja, í lok næstu viku. Í kjölfarið verður gengið til samninga um gerð aðrennslis- ganga og Kárahnjúkastíflu,“ sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, eftir að tilboð í verkþættina höfðu ver- ið opnuð. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo átti lægstu tilboð í báða verkþætti og var eina fyrirtækið sem var undir kostnaðaráætlun Landsvirkjunar. Tilboð Impregilo hljóðar samtals upp á 44,4 millj- arða króna en kostnaðaráætlun nam 50 milljörðum. Fái Impregilo báða verkþætti mun það veita Landsvirkjun 3% afslátt af tilboði sínu eða rúmar 1.300 milljónir króna. Þrjú tilboð bárust í hvorn verk- hluta og bauð Impregilo lægst í Kárahnjúkastíflu, 19,9 milljarða eða 82,4% af kostnaðaráætlun. Til- boð tveggja annarra fyrirtækja- samsteypa voru hins vegar 113,3% og 144,9% af kostnaðará- ætlun. Þá átti Impregilo einnig lægsta tilboð í aðrennsilisgöng, bauð 24,5 milljarða eða 93,9% af kostnaðar- áætlun. Tilboð tveggja annarra verktakasamsteypa voru þar tölu- vert yfir. ■ LANDSVIRKJUN Þorsteinn segir að þegar farið hafi verið yfir tilboð í verkþælttina verði raforku- samningur Landsvirkjunar og Alcoa handsalaður. TILBOÐ Í MILLJÖRÐUM KRÓNA Kárahnjúkastífla (KAR 11) og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar (KAR 14) Fyrirtæki KAR 11 % af KAR 14 % af áætlun áætlun 1. Impregilo S.p.A 19,9 82,4 24,5 93,9 2. Balfour Beatty Group Ltd. – – 46,3 177,1 E. Pihl & Sön AS Ístak hf. 3. Eurohydro JV 34,4 144,9 36,1 138,1 Hochtief Construction AF Íslenskir aðalverktakar hf. 4. Ístak hf. 27,0 113,3 – – E. Pihl & Sön AS AF Gruppen ASA Kostnaðaráætlun ráðunauta 23,8 26,2 MÓTMÆLA ÁFORMUM Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur mót- mælir áformum Leikskóla Reykjavíkur að loka leikskólum borgarinnar í fjórar vikur yfir sumartímann og skorar á borgar- yfirvöld að falla frá áformunum. VR telur að með sumarlokun yrði þrengt að hagsmunum heimila og vinnustaða og stigið skref afturá- bak í jafnréttismálum á íslensk- um vinnumarkaði. ATVINNUMÁL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.