Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 18
18 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? Jólastemning í gar›inum kl.14:00 -18:00 Dagskrá Litlu jólanna á Hressó er að finna á www.reykjavik.is Miðvikudagur 11. desember Opið frá kl 14 - 18 / T ei kn in g: H al ld ór B al du rs so n Birta Ylur Eftirvænting FUNDIR 12.30 Guðbjörg Gissurardóttir heldur fyrirlesturinn Sköpunarþörfinni svalað í eldhúsinu í stofu 113 í Listaháskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis. 13.30 Áhrif atvinnumissis á líðan fólks er yfirskrift á fræðslu- og um- ræðufundi í kirkjuloftinu í Dóm- kirkjunni. Þar verður fjallað um at- vinnumissi, áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við. 16.00 Sveinn Agnarsson, sérfræðingur, flytur erindi í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar sem hann nefnir TBA. Málstofan fer fram í húsnæði Hagfræðistofnunar að Aragötu 14. Málstofan er öllum opin. 16.30 Heildstæð sýn á náttúrufar á hálendi Íslands? er yfirskrift á kynningarfundi sem haldinn verð- ur í Norræna húsinu á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands. 20.00 Kínakynning Kínaklúbbs Unnar verður haldin í húsi klúbbsins að Njálsgötu 33. Kynnt verður Kína- ferð næsta árs, sem tekur 23 daga og verður farin á ári geitar- innar. UPPÁKOMUR 21.00 Ævar Örn Jósepsson og Páll Kristinn Pálsson lesa úr verkum sínum á Súfistanum í Hafnarfirði. Steindór J. Er- lingsson, höf- undur bókar- innar Genin okkar, verður einnig með kynningu og auk þess mun Tómas R. Einarsson leika lög af nýútkomnum diski sínum Kúbanska. 14.00 Spákonan Lóa verður á Kaffi Nauthól við Nauthólsvík. Hún spáir í bolla og tarotspil. 20.30 Ljóðakvöld verður haldið í Húsi skáldsins á Sigurhæðum á Akur- eyri. Erlingur Sigurðarson flytur gamlan sem nýjan kveðskap. SÝNINGAR Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu 18 í Keflavík. Magnús sýnir verk sem unnin eru í grjót og smíðajárn. Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lág- myndir frá ýmsum tímabilum. Sýningin stendur út desember og verður opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema sunnudaga. Einar Hákonarson og Óli G. Jóhanns- son sýna verk sín í Húsi málaranna við Eiðistorg. Í nýjum sýningarsal í Húsi mál- aranna sýna Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Jó- hanna Bogadóttir og Kjartan Guðjóns- son. Sýningin stendur til 23. desember og er opin frá 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga. Samspil nefnist sýning sem stendur yfir í Hafnarborg. Um er að ræða samsýn- ingu Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafs- dóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Sambönd Íslands nefnist alþjóðleg sýn- ing sem stendur yfir í Hafnarborg, Strandgötu í Hafnarfirði. Sýningin stend- ur til 22. desember. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Ingvar Þorvaldsson sýnir olíumálverk á Kaffi Mílanó út desembermánuð. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. Sýningin Reyfi stendur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlistarkon- urnar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir vinna saman undir nafn- inu Tó-Tó og á sýningunni sýna þær flókareyfi úr lambsull. Sýningin stendur til 22. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál- verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hall- grímskirkju er haldin í boði Listvinafé- lags Hallgrímskirkju og stendur til loka febrúarmánaðar. Ólöf Kjaran sýnir í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir listakonan Undir og ofan á. Sýn- ingin stendur til 13. desember. Sigríður Gísladóttir stórgöldrótt-mynd- listakona sýnir Vörður í Salnum #39, nýju galleríi við Hverfisgötu 39. Sýningin stendur til 12. desember. Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljós- myndum danska myndlistarmannsins Martin Bigum frá árunum 1997-2002. Sýning á jólamyndum teiknarans Brian Pilkington stendur yfir í Kaffistofu Hafn- arborgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur 22. desember. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá- myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, Listagili á Akureyri. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sýningin VEITINGAHÚS Á Kaffi Nauthól hef- ur verið tekin upp sú nýbreytni að spákona er á staðnum á mánu- dögum og miðvikudögum milli klukkan 14 og 17. Það er Lóa spá- kona sem rýnir í framtíðina, legg- ur tarotspil og les í bolla fyrir gesti staðarins. Haukur Eyjólfs- son, eigandi Nauthóls, segir kaffihúsið tilvalið fyrir svona uppákomur. „Hér liggur mystík í loftinu sem oft hefur verið kennd við Jósefínu á Nauthól, sem margir kannast við. Við erum með mynd hérna af Jósefínu og finnum sterkt fyrir því að hún vakir yfir okkur. Jósefína spáði mikið fyrir fólki og við erum að halda hennar merki á lofti. Þegar við bárum þetta undir Lóu, sem er yndisleg kona, brást hún mjög vel við og þetta hefur mælst mjög vel fyrir,“ segir Hákon. Lóa segir sjálf að þetta sé mjög skemmtileg tilbreyting. „Staðurinn er afskaplega „intím“ og kósý og þar af leiðandi kjörinn fyrir spár og lestra í spil. Ég myndi ekki vilja gera þetta á fjöl- mennum hamborgarastað. Þegar rökkvar og ljósin eru dempuð myndast þarna ákaflega róman- tísk og skemmtileg stemning,“ segir Lóa. ■ KAFFI NAUTHÓLL Húsið hefur verið skreytt hátt og lágt og þar er hægt að fá spádóm með kaffinu. Spákona á Kaffi Nauthól: Mikil mystík í loftinu FYRIRLESTUR Í dag heldur Guðbjörg Gissurardóttir, grafískur hönnuður, fyrir- lestur í Listaháskóla Íslands undir yfirskriftinni Sköpun- arþörfinni svalað í eldhús- inu. Guðbjörg ætlar í leið- inni að kynna matreiðslubók sem hún er höfundur að. „Bókin snýst um sköpunar- gáfuna, því með því að vera meira skapandi í eldhúsinu erum við að gera viðveruna þar auðveldari og skemmti- legi. Það gerir líka elda- mennskuna einfaldari, en ekki flóknari.“ Guðbjörg segir að fólk þurfi að spyrja sig að því hvort það eldar eins og lista- menn eða tæknimenn. „Lista- maðurinn leikur sér með upp- skriftir og hráefni og eldhúsið verður hans stúdíó, meðan tæknimaðurinn gerir hlutina meira eftir minni eða fer ná- kvæmlega eftir uppskriftum.“ Bókin heitir Hristist fyrir notkun og er ætluð til að hrista upp í okkur af og til. Ekki alltaf, heldur inn á milli og meðvitað, svo við gleymum okkur ekki í rútínunni sem gerir okkur svo geld. Fyrirlesturinn er í stofu 113 og hefst klukkan 12.30. ■ Sköpunarþörf í eldhúsinu: Fyrirlestur um frjóa matargerð GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Gaf nýverið út matreiðslubókina Hristist fyrir notkun. Skötuhlaðborð í Norræna húsinu á Þorláksmessu 23.desember 2002 kl. 12–15 Pantanir berist fyrir miðvikudaginn 18. desember í síma 552-1522 Kæst skata Saltfiskur Rófur Kartöflur Vestfirskur mör Hamsatólg Smjör Rúgbrauð Flatkökur Verð Kr. 2.450.- Vandaðar heimilis- & gjafavörur Kringlan 4-12 • s. 533 1322 Disney jólasokkar Syngjandi jólasokkur verð kr. 1.790,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.