Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 20
20 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR kl. 4, 6, 8 og 10SWIMFAN kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50 bi. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 kl. 6 Í SKÓM DREKANS POSSESSION kl. 5.50 og 8Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 THE TUXEDO kl. 8 og 10 VIT474 SWEET HOME ALABAMA 4 og 6 VIT 461 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429 SANTA CLAUS 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485 CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10.10 VIT479 Sýnd kl. 4 og 8 VIT 469 kl. 5.45 og 10.05HAFIÐ TÓNLIST Platan kom út í október og hefur fengið góðar viðtökur. Þetta er 11. sólóplata Geirmundar. „Ég á lag á nýjum lista í Færeyjum. Diskurinn er í sölu þar en ég veit nú voðalega lítið um þetta allt sam- an,“ segir Geirmundur Valtýsson og virðist jafn hissa og aðrir lands- menn. „Ég er mjög ánægður með þetta og vona að diskurinn seljist eitthvað.“ Lagið vinsæla heitir „Brosandi birta“. „Þetta er lag númer eitt á disknum og er sveifla. Það er alveg hörku „drive“ í því. Helga Möller syngur dúett með mér. Það er rammíslenskur texti við þetta, saminn af Kristjáni Hreinssyni. Hann fjallar um stelpu og strák úti í sveit að labba. Síðan gerist eitt- hvað skemmtilegt.“ En skilja Færeyingar textann? „Já, já, alveg örugglega, það er ekkert ósvipað þessu að gerast þar.“ Skífan dreifir plötunni í Fær- eyjum. Í ljósi þessara vaxandi vin- sælda á eyjunum hlýtur það að vera freistandi að fara í smá vík- ing, eða er það ekki? „Jú, ætli mað- ur verði ekki hugsanlega að skoða það, sjá fyrst hvernig gengur.“ Geirmundur hefur verið starf- andi tónlistarmaður í 30 ár. Hann gaf út fyrstu plötu sína 1972. Frá 1989 hefur hann gefið út plötu á tveggja til þriggja ára fresti. Sama ár kom út fyrsta safnplata hans. Í raun mætti segja að ævin- týrið hafi byrjað þá, því safnplat- an seldist í 9.000 eintökum. Geir- mundur kemur til Reykjavíkur á tveggja mánaða fresti til þess að halda tónleika. Næstu tónleikar hans hér verða á Players 4. janú- ar. Geirmundur segir að nú sé jóla- vertíð tónlistarmanna loks að skel- la á. „Salan er frá 1. nóvember og fram í desember. Síðan er það bara búið.“ Að lokum segist hann vona að salan á „Alltaf eitthvað nýtt“ gangi einnig vel hérna heima. Auk- inn áhugi er í Færeyjum á íslenskri tónlist og eru vinsældir Geirmund- ar enn ein sönnun þess. Það sama mætti segja um færeyska tónlist hér á landi. Íslensk tónlist er komin í góða dreifingu Færeyjum. Hafa hljómsveitir á borð við Sigur Rós og Múm verið að selja vel. Í raun mætti segja að það hafi opnast nýr markaður fyrir okkur Íslendinga til þess að flytja út okkar tónlistaraf- urðir þar í landi. orlygur@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 9 VIT 468 MASTER OF DISGUISE TÓNLIST Páll Rósinkranz hefur veriðeinn besti söngvari landsins um árabil. Hann hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Edrú, sló í gegn með Jet Black Joe en sneri sér síðan að sólóferl- inum. „Nobody Knows“ er þriðja sólóplata Páls. Fyrri plöturnar fengu geysilega góðar viðtökur og seldust grimmt. Eins og á þeim eru erlend lög í fyrirrúmi á „Nobody Knows“. Lögin eru flest undir gospel- áhrifum sem er ekki alslæmt. Fyr- ir vikið verða þau hins vegar öll helst til einsleit. Hljóðfæraleikar- arnir leysa allir sitt vel af hendi en útsetningar laganna eru steingeld- ar, ekki minnsti vottur af frum- leika. Sem dæmi um leiðinlega út- setingu er trompetsóló í gamla Lennon-laginu „Jealous Guy.“ Eftir að hafa rennt plötunni í gegn er fátt sem situr eftir nema þó ágætis söngur Páls og afar ófrumlegar útsetningar sem hljóma oft eins og þær berist frá nýmóðins skemmtara. Páll ætti frekar að reyna að þróa sig og þroska sem lagasmiður, en ef hann ætlar að halda áfram á karaoke brautinni má hann í það minnsta reyna koma hlustendum á óvart, á einn eða annan hátt. Kristján Hjálmarsson PÁLL RÓSINKRANZ: Nobody Knows Skilur lítið eftir Skagfirska sveiflan í Færeyjum Leikstjórinn Peter Jackson, semgerir Hringadróttinssöguþrí- leikinn, segist ekki ætla að gera „The Hobbit“ þegar hann hefur lokið við gerð síðustu myndarinn- ar. Hann segir að þar sem hann ætli ekki að gera mynd við söguna sé nokkuð víst að öðrum leikstjóra verði falið það hlutverk og því vilji hann mun frekar bara borga sig í bíó og sjá myndina eins og aðrir. Þannig þurfi hann ekki að standa í allri þessari erfiðisvinnu sem fylgir því að gera myndirnar. Leikstjórinn segist ekki geta hugs- að sér að heimsækja Miðgarð aft- ur að þessum myndum loknum. Söngkonan Ashanti bætti viðfleiri verðlaunagripum á arin- hillu sína þegar hún fékk átta verðlaun á Billboard verðlaunahá- tíðinni á mánudagskvöld. Nelly fór heim með 6 verðlaun þar á meðal sem „aðalflytjandi ársins 2002“. Þriðja breiðskífa Eminem, „The Eminem Show“, var valin plata ársins. Hljómsveitin Aerosmith fluttu lag sitt „Walk this Way“ ásamt Nelly til þess að minnast plötusnúðarins Jam Master Jay sem var skotinn til bana í október. Góðgerðasamtökin sem munufá leikkonuna Winonu Ryder í vinnu vegna dómsúrskurðar í máli hennar segj- ast spennt að fá hana sem liðs- auka. Leikkonan þarf að skila af sér 480 klukku- stunda vinnu fyrir þjóðfélagið sem hluta af refsingu sinni fyrir búðar- hnupl á síðasta ári. Ryder verður því að vinna launalaust fyrstu þrjá mánuði næsta árs hjá þrem- ur mismunandi forvarnarsamtök- um alvarlegra sjúkdóma. Samtök- in segja að það verði afar jákvætt að fá Ryder í vinnu þar sem það þýði aukna athygli og því meiri tekjur fyrir þau. GEIRMUNDUR VALTÝSSON Á vaxandi vinsældum að fagna í Færeyjum og veit ekki hvers vegna. Nýjasta breiðskífa Geirmundar heitir „Alltaf eitthvað nýtt“. Samkvæmt nýjum danstopplista Færeyinga er Geirmundur Valtýsson á leiðinni inn á Topp 10. Vinsæla lagið er af nýju plötunni hans „Alltaf eitthvað nýtt“. FÓLK Rúmlega 100 leikarar í Banda- ríkjunum hafa tekið sig saman og undirritað bréf til Bush Bandaríkja- forseta til þess að mótmæla hernað- araðgerðum gegn Írak. Á meðal þeirra leikara sem skrif- að hafa undir bréfið eru Kim Basin- ger, Samuel L. Jackson, Matt Damon, Ethan Hawke, Uma Thurman, Laurence Fishburne, Jessica Lange, Anjelica Houston og Martin Sheen sem einmitt leikur forseta Banda- ríkjanna í sjónvarpsþáttunum „The West Wing“. Aðrir sem skrifa undir bréfið eru Eugene Carroll Jr, fyrrum aðmíráll bandaríska hersins, og Edward Peck, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Írak. Í kjölfarið er búist við fjöldamót- mælum í Lafayette Park, sem er hin- um megin við götuna frá Hvíta hús- inu í Washington. Einnig er búist við svipuðum mótmælaaðgerðum í New York. Þegar hafa margir þjóðþekktir einstaklingar í Bandaríkjunum lýst yfir andúð sinni á hernaðaraðgerð- um, þar á meðal Tim Robbins, Susan Sarandon og liðsmenn System of a Down og AudioSlave. Damon Albarn og sveitin Massive Attack hafa verið helstu talsmenn stríðsandstæðinga í Bretlandi. ■ Hollywood-leikarar gegn Bush: Leikarar mótmæla stríði MARTIN SHEEN Er ekki mikill stuðningsmaður Bush Bandaríkjaforseta og hefur áður kallað hann „fávita“ í fjölmiðlum.        

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.