Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 2
2 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR Útvarpsráð greiddi í gær atkvæði um umsækjendur um fréttastjórastarf Ríkissjónvarpsins. Sigríður Árna- dóttir fékk fleiri atkvæði en Elín Hirst og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hugsar nú sinn gang. Mörður Árnason situr í útvarpsráði. „Ég myndi ráða Sigríði en ég er ekki Markús Örn.“ SPURNING DAGSINS Verður Sigríður ráðin? RÍKISÚTVARPIÐ Ef farið verður að vilja meirihluta útvarpsráðs verð- ur Sigríður Árnadóttir, fréttamað- ur og aðstoðarfréttastjóri á frétta- stofu Ríkisútvarpsins, næsti fréttastjóri Sjónvarps. Sigríður hlaut fjögur atkvæði af sjö í út- varpsráði og var studd af tveimur fulltrúum Samfylkingarinnar, svo og fulltrúum vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Þrír full- trúar sjálfstæðismanna greiddu Elínu Hirst atkvæði sín en Elín var einnig studd af Boga Ágústs- syni, nýjum yfirmanni fréttasviðs Ríkisútvarpsins. „Þarna eru á ferð hæfir um- sækjendur, vinir og samstarfs- menn til margra ára. Nú er úr vöndu að ráða fyrir mig og ég verð að hugsa minn gang,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri þegar niðurstaða úr at- kvæðagreiðslu útvarpsráðs lá fyr- ir. Sagðist útvarpsstjóri ætla að sofa á þessu í nótt. Markús Örn ræður fréttastjórann upp á eigið eindæmi og er í engu bundinn af atkvæðagreiðslu útvarpsráðs- manna þegar hann tekur ákvörð- un sína. „Ég vonast til að fá starfið. Þess vegna sótti ég um,“ sagði Sigríður Árnadóttir þegar hún fékk fréttirnar af útvarpsráð- fundinum. „Ég vissi ekkert hvern- ig þetta færi en neita því ekki að ég er dálítið hissa,“ sagði hún um meirihlutastuðninginn sem hún hlaut. Elín Hirst vildi sem minnst tjá sig um niðurstöðuna. Sagðist bíða eftir ákvörðun útvarpsstjóra: „Ég bjóst reyndar við að fá meira fylgi í útvarpsráði en við skulum sjá hvernig fer. Ég lifi þetta af á hvorn veginn sem fer,“ sagði Elín Hirst. ■ ALÞINGI Þingmönnum var heitt í hamsi þegar þeir tókust á um yf- irlýsingar Jóhannesar Geirs Sig- urgeirssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar, um að ákveðnir vísindamenn væru reiðubúnir að fórna starfsheiðrinum til að koma í veg fyrir að Kárahnjúka- virkjun yrði að veruleika. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri grænna, hóf um- ræðuna og gagnrýndi Jóhannes harkalega fyrir ummæli sín. Steingrími þótti of langt gengið og krafði Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, svara um hvort hún hefði hug- leitt að víkja stjórnarformannin- um frá störfum. Valgerður svar- aði því til að ekkert hefði breyst síðan hún hefði skipað Jóhannes, hann nyti stuðnings síns. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði að sér þættu af- skipti alþjóðasamtaka eins og World Wildlife Fund alvarlegust. „Ég sé ekki betur en þessi sam- tök hafi beitt sér gegn málinu mjög hatrammlega í samvinnu við aðila á Íslandi með röngum upplýsingum.“ Halldór minnti á að virkjanaleyfi hefði verið veitt og tími væri kominn að „minni- hlutinn sætti sig við það að vera minnihluti.“ Mjög heitt var orðið í kolun- um undir lok umræðunnar eins og sást best þegar iðnaðarráð- herra stóð forviða frammi fyrir háværum þingmönnum sem gjömmuðu fram í og spurði: „Hvaða ósköp? Er ekki allt í lagi segi ég?“ ■ Reykjanesbraut: Breikka eftir áramót FRAMKVÆMDIR Undirritaður hefur verið samningur um breikkun Reykjanesbrautar frá Hvassa- hrauni að Strandarheiði. Heildar- fjárhæð samningsins er 616 millj- ónir króna en heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 850 milljónir. Vegamálastjóri undirritaði samninginn í gær. Verktakafyrir- tækin Háfell ehf., Jarðvélar ehf. og Eykt ehf. sjá um verkið. Sá áfangi sem samningurinn nær til nær frá Hvassahrauni um Afstapahraun og Kúagerði, um 1,5 km vestur fyrir Vatnsleysustrand- arveg, og er um 8,1 km að lengd. Gerð verða tvenn mislæg gatnamót á þessum kafla, annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar við Vatnsleysustrandarveg. Áætlað er að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs og ljúka þeim eigi síðar en 1. nóvember árið 2004. ■ Garðyrkjuskólinn: Skólastjórinn rótgróinn SKÓLAHALD „Fyrrum skólastjóri Garðyrkjuskólans hefur komið þeirri ósk á framfæri við okkur að hann fái að búa í skólastjórabú- staðnum fram á mitt næsta sumar. Við vonumst til að lenda málinu í góðri sátt á næstu vikum,“ segir Guðmundur B. Helgason, ráðuneyt- isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, um málefni fyrrum skólastjóra Garðyrkjuskólans í Hveragerði. Hann býr enn í skólastjórabústaðn- um þó hann hafi átt að rýma hann fyrir hálfu ári í samræmi við starfslokasamning. Fyrir bragðið þarf núverandi skólastjóri að búa í Reykjavík og aka til og frá vinnu. Fyrrum skólastjóri, Grétar Unn- steinsson, er borinn og barnfæddur á staðnum og var skólastjóri Garð- yrkjuskólans um áratuga skeið. ■ BRUSSEL, NIKOSÍA, AP Á morgun hefst í Kaupmannahöfn tveggja daga leiðtogafundur Evrópusam- bandsins, þar sem ætlunin er að bjóða tíu ríkjum aðild. Enn er þó mikil óvissa um hvort af því verð- ur. Undanfarna daga hafa fulltrú- ar Evrópusambandsins átt í hörð- um deilum um nánari tilhögun að- ildarsamninganna við ríkin sem vonast til þess að fá aðild. Deilt er um þau kjör sem bjóða á nýju að- ildarríkjunum. Þau hafa mörg hver hótað því að hætta við aðild ef þau fá ekki ríflega aðstoð frá Evrópusambandinu fyrst í stað. Einnig er enn mikil óvissa um það hvort Kýpur fær formlegt boð um aðild að þessu sinni. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, afhenti Grikkjum og Tyrkjum á Kýpur friðartillögur í síðasta mánuði. Hann gaf þeim frest til 11. desember til þess að ákveða hvort þeir vilji sættast á þær hugmyndir. Annan leggur til að Grikkir og Tyrkir myndi sambandsríki á eyj- unni að svissneskri fyrirmynd, þar sem báðir hlutar eyjunnar nytu verulegs sjálfstæðis. Fulltrú- ar beggja sögðust afar ósáttir við ýmislegt í þessum tillögum. Báðir gera tilkall til yfirráða yfir allri eyjunni. Annan kom svo með nokkrar breytingar á friðartillög- um sínum í gær og sagði að Kýpurbúar mættu ekki missa af þessu tækifæri. Alls óvíst er hvort Evrópusam- bandið býður Kýpur aðild á fund- inum í Kaupmannahöfn nema Grikkir og Tyrkir á eyjunni hafi fyrst samið um frið sín á milli. Þá hefur einnig verið óljóst fram á síðustu daga hvort Tyrk- land fái frá Evrópusambandinu gefna upp ákveðna dagsetningu fyrir upphaf aðildarviðræðna. Tyrkir hafa lagt mikla áherslu á að viðræðurnar hefjist sem fyrst, helst ekki síðar en árið 2004. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði hins vegar í gær að flest aðildarríki Evrópu- sambandsins væru samþykk því að gefa Tyrklandi vilyrði um að að- ildarviðræður hefjist í júlí árið 2005, að því tilskyldu að Tyrkland uppfylli þá skilyrði fyrir aðild. ■ Stjórnarformaður Eiða: Sakaður um siðleysi SVEITARSTJÓRNIR Meirihluti bæjar- ráðs og bæjarstjórn Austur-Hér- aðs hafa samþykkt uppbygging- aráætlun eigenda Eiða, Sigur- jóns Sighvatssonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar. Fulltrúi minnihlutans í bæjar- ráði, Eyþór Elíasson, segir að- komu Árna Páls Árnasonar, lög- manns og stjórnarformanns Eiða ehf., að málinu óviðunandi fyrir sveitarfélagið og stangast á við siðareglur Lögmannafélags Íslands. Árni hafi sem ráðgjafi Aust- ur-Héraðs að mestu samið kaup- samninginn þegar sveitarfélagið seldi Eiða. Nú sé hann farinn að vinna sem gagnaðili sveitarfé- lagsins. Þetta þurfi að kanna, sem og hvort sveitarfélagið eigi endurkröfu á hendur Árna vegna kostnaðar við að fá annan lögfræðing að málinu. Meirihlutinn segir skoðun innan sveitarfélagsins ekkert athugavert hafa leitt í ljós. Bæjarstjórn hefur samþykkt þessa ályktun. Þá segir Eyþór að kostnaðar- áætlun vegna stofnkostnaðar sé ónákvæm og lítið sundurliðuð, ekkert standi um aðstöðu fyrir Óperustúdíó Austurlands og ekkert um sviðslistahús. Að auki sé ekki gert ráð fyrir fastri starfsemi á Eiðum og að fram- kvæmdastjóri verði í Reykjavík. Meirihlutinn segir áformin metnaðarfull og framsýn og ekki fjárhagslega íþyngjandi fyrir Austur-Hérað. ■ Ummæli stjórnarformanns valda deilum: Þingmenn tókust hart á um Landsvirkjun VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Mikil háreysti var í þingsal undir seinni ræðu iðnaðarráðherra, sem sá sig tilknú- inn að sussa á þingmenn. Óvissa um stækkun Evrópusambandins Þótt leiðtogafundurinn í Kaupmannahöfn hefjist á morgun ríkir enn mikil óvissa um fjölgun aðildarríkja Evrópusambandins. ANDERS FOGH RASMUSSEN Í GRIKKLANDI Danmörk fer til áramóta með forsæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hitinn og þunginn af skipulagningu stækkunar sambandsins hefur því hvílt á forsætisráðherra Dan- merkur, Anders Fogh Rasmussen. Í gær ræddi hann þau mál í Grikklandi. AP /A R IS M ES SI N IS ÞÓRBERGSSETUR Á HALA Bæjar- ráð Hafnar í Hornafirði segist ánægt með frumkvæði áhuga- hóps um Þórbergssetur á Hala í Suðursveit. Ekki sé svigrúm til beinna fjárframlaga en vilji sé fyrir óbeinu framlagi. Menning- armiðstöð á að skoða hvort rammi stofnunarinnar leyfi framlög. Atkvæðagreiðsla í útvarpsráði um nýjan fréttastjóra: Sigríður lagði Elínu SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Flest atkvæði í útvarpsráði en útvarpsstjóri þarf að hugsa málið og svaf á því í nótt. INNLENT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.