Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 8
8 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er bæði pen- inga- og tímaeyðsla og í raun sorg- legt að sjá hvernig fólk getur orðið þrælar lyfjafyrirtækja,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heilsugæslulæknir í Hlíðahverfinu, um níkótíntyggjó, plás- tra og nefúða sem r e y k i n g a m e n n kaupa í stórum stíl til að hætta að reyk- ja. „Það er viljinn sem skiptir öllu og skilar árangri,“ seg- ir læknirinn og leggur áherslu á að samkvæmt niðurstöðum allra rannsókna sem hann hafi séð þá sé árangur af notkun níkótíntyggjós, plástra og nefúða hverfandi lítill og réttlæti ekki á nokkurn hátt þá miklu notkun sem sannanlega sé á þessum efnum. Guðmundur Karl hefur í starfi sínu á heilsugæslustöðinni í Hlíð- unum orðið áberandi var við þær aukaverkanir sem fylgja níkó- tíntyggjói. Til hans streyma sjúk- lingar með alls kyns vanlíðan sem Guðmundur Karl getur oftar en ekki rakið beint til níkótín- tyggjósins: „Hingað kemur fólk með önd- unarherping og ákafan hjartslátt og það er oft fyrir hreina tilviljun að við getum rakið það til níkótín- tyggjós eða nefúða. Þegar fólk fer að finna fyrir aukaslögum í hjart- slætti þá verður það eðlilega hrætt. Þetta getur auðveldlega gerst þegar fólk fer að tyggja ník- ótínið of hratt í einhverjum hugaræsingi. Menn verða að gæta sín og lesa leiðbeiningarnar sem fylgja pökkunum,“ segir Guð- mundur Karl, sem sjálfur reykir en er alltaf að hætta: „Maður verð- ur að þekkja syndirnar til að geta átt við þær,“ segir hann. Níkótíntyggjó, plástrar og nefúði með níkótíni eru seld í lyfja- verslunum án lyfseðils og kostar neytendur álíka mikið og að reyk- ja: „Þegar árangurinn af þessu öllu er skoðaður, aukaverkanir og kostnaður, þá er það spurning hvort þetta sé ekki bara verra en að reykja. En auðvitað er öllum fyrir bestu að reykja alls ekki en þar er það viljinn og ásetningur hvers og eins sem gildir. Tyggjóið er tóm vitleysa,“ segir Guðmundur Karl, heilsugæslulæknir í Hlíða- hverfinu. eir@frettabladid.is Níkótíntyggjó tóm vitleysa Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir efast um gildi níkóntíntyggjós. Segir fólk þræla lyfjafyrirtækja. Rannsóknir sýni lítinn sem engan árangur. Fólk streymir á heilsugæslustöðvar með öndunarherping og hjartsláttartruflanir. GUÐMUNDUR KARL SNÆBJÖRNSSON Allar rannsóknir sýna að árangur af notkun níkótíntyggjós, plástra og nefúða í baráttunni gegn tóbaksfíkninni réttlætir ekki á nokkurn hátt þá miklu notkun sem er á efnunum. „Þegar fólk fer að finna fyrir aukaslög- um í hjart- slætti þá verð- ur það eðli- lega hrætt.“ SKATTAR Stjórnmálafélög sitja ekki við sama borð og stjórnmálaflokk- ar þegar kemur að skattalegri meðferð styrkja og gjafa sem þau fá vegna starfsemi sinnar. Lögum samkvæmt eru gjafir og styrkir fyrirtækja til stjórn- málaflokka frádráttarbær frá skatti. Frjálshyggjufélagið óskaði skýringar ríkisskattstjóra á því hvort sama ætti við um styrki sem félagið kann að fá frá fyrirtækj- um. Í svari ríkisskattstjóra segir að svo sé ekki. Reglugerð sem heimili slíkan frádrátt taki aðeins til stjórnmálaflokka, ekki félaga. Flokka beri að skilgreina sem samtök sem hyggist bjóða fram við næstu kosningar til Alþingis. Haukur Örn Birgisson, for- maður Frjálshyggjufélagsins, furðar sig á því að gert sé upp á milli stjórnmálaflokka og félaga með þessum hætti. „Það er skrýt- ið að flokkar geti fengið undan- þágu frá þessu til að boða sína hugmyndafræði en félög ekki.“ Honum þykir vafasöm túlkun að miða við að félög verði að bjóða fram í næstu þingkosningum svo framlög til þeirra séu frádráttar- bær frá sköttum. Slíkt gefi nýjum félögum lítinn tíma til að skipu- leggja sig fjárhagslega. ■ Frádráttur vegna fjárframlaga: Ekki sama flokkur og félag ALÞINGI Framlög til stjórnmálaflokka sem stefna á þingframboð eru frádráttarbær frá skatti. Frádrátturinn fellur niður ætli stjórnmálafélag sér að berjast fyrir markmiðum sínum utan þings. STUNGU LÖGGUNA AF Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Akureyri um helgina þar sem hann ók suður Drottn- ingarbraut. Ók hann á mikilli ferð út brautina og áfram suður Eyjafjarðarbraut vestri á allt að 145 kílómetra hraða. Misstu lög- reglumennirnir sjónar á bílnum. Ökumaður og farþegi fundust síðan nokkru síðar í annarri bif- reið. Bíllinn sem þeir höfðu ekið fannst síðan á túni niðri við Eyjafjarðará ógangfær og núm- eralaus. Grunur leikur á að Bakkus hafi verið með í för. Ólæti í Reykjavík: Skemmdar- verk skiptu tugum LÖGREGLUMÁL 23 skemmdarverk voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Í einu til- fella hafði tveimur mönnum verið vísað út af veitingastað í miðborg- inni. Dyravörður sá sig knúinn til að fylgjast með för þeirra. Sá hann hvar þeir rifu þurrkublöð af bílum, spörkuðu í rúður og veltu um sorptunnum. Tilkynnti hann athæfið til lögreglu, sem handtók mennina. Á sama tíma veitti lögregla á eftirlitsferð athygli þremur mönnum sem brutu rúðu í verslun í miðborginni. Lögreglan náði ein- um þeirra og var hann vistaður í fangageymslu. ■ STUTT HEILBRIGÐISMÁL Magnús Péturs- son, forstjóri Landspítala, segir það alfarið í höndum heilbrigðis- ráðuneytisins að ákveða hvort möguleiki væri að eiga samstarf við einhvern annan en Íslenska erfðagreiningu um miðlægan gagnagrunn. „Ég vísa hugleiðing- um um slíkt til ráðuneytisins en það er annað mál með sam- starfsaðila um að koma á fót nýrri sjúkraskrá. Það kostar mikla fjármuni að tölvuvæða all- ar upplýsingar þannig að að- gengilegar verði. Að þeirri vinnu gætu komið bæði erlendir og inn- lendir aðilar.“ Magnús segir að það kosti mikla fjármuni en það fari allt eftir því hvað menn vilji fá fyrir peningana. „Það er almennt talið viðamikið og flókið verk. Íslensk fyrirtæki í upplýsingaiðnaði gætu komið að því,“ segir Magn- ús Pétursson. ■ Tölvuvædd sjúkraskrá: Flókið og viðamikið verk LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Ákvörðun um miðlægan gagnagrunn er í höndum heilbrigðisráðuneytisins. ORÐRÉTT MIKIL ER TRÚ ÞÍN VILLI Ég hef ekki trú á því að flokkur- inn láti yfir sig ganga að reglur séu brotnar með þeim hætti sem gerðist. Vilhjálmur Egilsson trúir að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins breyti niðurstöðu prófkjörs í Norðvesturkjördæmi. DV, 10. desember. VERÖLD SEM VAR Með þessu nýja merki er síðasta íslenska sérviskan horfin úr heiminum inn í víddina þar sem sjónvarpslausir fimmtudagar búa... Guðmundur Andri Thorsson um nýtt merki Eimskipafélagsins. DV, 10. desember. BJARTSÝNIN BORGAR SIG Maður þarf oft að vaða í hlutina eins og pönkarinn sem grípur gít- arinn og byrjar bara að spila. Andri Snær Magnason bjartsýnisverð- launahafi. Morgunblaðið, 10. desember. REYKJAVÍK Mörg skemmdarverk unnin í borginni um helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Blóm og gjafavara aðventukransar og skreytingar. Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.