Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 24
24 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR BÆKUR „Það hefur verið fastur siður allt frá árinu 1996 að bjóða rithöf- undum til Hornafjarðar til að lesa á aðventunni,“ segir Guðný Svavars- dóttir bókavörður, sem undanfarin ár hefur tekið á móti tugum rithöf- unda sem komið hafa til Hafnar í Hornafirði í boði menningarmála- nefndar bæjarins. Um síðustu helgi mættu sex rithöfundar til að kynna verk sín. Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, Andri Snær Magnason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Reynir Traustason, Sigurbjörg Þrastardótt- ir og Þorvaldur Þorsteinsson komu til Hafnar í þessu skyni. Guðný tók á móti gestunum ásamt Gísla Sverri Árnasyni, forstöðumanni Menning- armiðstöðvar Hornafjarðar. Hún segir að upphaflega hafi starfsfólk bókasafnsins átt hugmyndina að því að fá höfunda jólabókanna austur til að kynna þá fyrir lesendum. „Hingað hafa komið hátt í fimmtíu rithöfundar á aðventunni til að kynna verk sín. Strax á haustdögum er byrjað að spyrja um það hverjir komi það árið,“ segir hún. Guðný fór með rithöfundana í skóla, elliheimili og á vinnustaði. Hápunktur heimsóknarinnar var síðan bókmenntakvöld í Pakkhús- inu á fimmtudagskvöld þar sem höfundarnir lásu úr verkum sín- um. Um sextíu manns mættu til að hlýða á upplesturinn. „Þetta er orðinn fastur liður á að- ventunni og fólk kann vel að meta þessar heimsóknir þeirra sem standa á bak við jólabækurnar,“ segir Guðný og kveðst sannfærð um að þessar heimsóknir verði fastur liður á næstu árum. ■ Hornfirðingar bjóða rithöfundum heim: Bókmenntakvöld í Pakkhúsi ELSTI ÍBÚINN Sigurbjörg Þrastardóttir, höfundur Sólar sögu, las á elliheimilinu á Höfn. Hér les hún fyrir elsta íbúann á Höfn, Sólveigu Pálsdóttur, 105 ára. BÆKUR „Kveikjan að þessari bók er í rauninni sú að ég er búinn að vera með starfslokanámskeið í tæp tuttugu ár hjá fyrirtækjum, stofnunum og stéttarfélögum. Þar hef ég verið með efni og kennslugögn til útbýtingar og viðað að mér alls kyns upplýs- ingum. Kveikjan er þannig nám- skeiðin sjálf og fólkið sem ég hef umgengist, sem hefur gefið mér hugmyndir um hvað væri mikil- vægt að hafa í svona bók.“ Þetta segir Þórir S. Guðbergsson, sem nýlega sendi frá sér bókina Lífs- orku, bók um lífsstíl, starfslok og góða heilsu. Hann segir starfslok mikilvæg tímamót í lífi fólks, en þó séu æ fleiri sem geri sér grein fyrir að hægt sé að undirbúa sig fyrir þessar breyt- ingar. „Fullorðið fólk er ólíkt innbyrðis eins og allir aðrir ald- urshópar og engin ein uppskrift sem dugir fyrir alla“ segir Þórir. Hann segir þó allt of marga upp- lifa starfslokin eins og þeir séu að stimpla sig út úr lífinu. „Ís- lendingar hafa alltaf unnið mjög mikið, það hefur verið lenska hér á landi, bæði af illri nauðsyn og líka löngun margra til að vinna 10 til 14 tíma á sólarhring. Þegar svo menn fá uppsagnar- bréfið 67 ára eða 70 ára, þá bregður þeim í brún, því allt í einu eru 8, 10, eða 12 tímar auka- lega í sólarhringnum. Hvað eiga þeir að gera við þá?“ Annað sem Þórir segir kvíð- vænlegt fyrir marga er tekju- missirinn sem óhjákvæmilega fylgir þessum tímamótum. Margir hafa ekki fyllilega gert sér grein fyrir því hvað þeir fá í laun, annars vegar í eftirlaun úr lífeyrissjóði og hins vegar hvernig almannatryggingabæt- urnar skerðast við eftirlaunin. Þetta kallar á uppstokkun og skiptir miklu máli að geta hagað seglum jákvætt eftir vindi og horfa á björtu hliðarnar. Það er líka mikilvægt að fólk hafi ein- hver áhugamál.“ Þórir segir þennan tíma eiga að geta verið ánægjulegan þar sem fólk eigi skilið að njóta lífs- ins út í ystu æsar á ævikvöld- inu. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur fundið sér skemmtileg verkefni og sumir segja þegar þeir hætta launavinnunni að þeir hafi aldrei á ævinni haft eins mikið að gera og notið lífs- ins í jafn ríkum mæli. En hinir eru líka til sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Bókin á að geta verið aðstoð öllum þeim sem standa frammi fyrir þessum tímamótum.“ edda@frettabladid.is Hvað á að gera að lokinni starfsævi? Starfslok eru mikil tímamót í lífi einstaklinga. Mikilvægt er að þeir sem þurfa fái hjálp til að mæta breytingunni og læri að njóta ævi- kvöldsins, en engin ein uppskrift hentar öllum. ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON Gaf nýverið út bókina Lífsorku, bók um lífsstíl, starfslok og góða heilsu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Heimsendingar og sótt! A f g r e i ð s l u t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r Grensásvegur 12 533 2200 SPRENGITILBOÐ! 12“ pizza m/3 áleggstegundum 690 kr. 16“ pizza m/3 áleggstegundum 990 kr. 18“ pizza m/3 áleggstegundum 1.190 kr. EF SÓTT EF SÓTT EF SÓTT Með veðurstöðinni spáir þú sjálfur í veðrið. Veðurstöðin, sem er dönsk hönnun frá Jacob Jensen, samanstendur af eining- um sem hver og einn getur rað- að saman eftir því hvaða mæli- tæki nýtast honum best. Í veður- stöðina er hægt að fá rakamæli, loftvog, hitamæli úti og inni, þráðlaust, klukku og vekjara og kostar hver eining frá 5.100 kr. Gull-úrið Axel Eiríksson úrsmíðameistari Álfabakka 16 Sími 587 4100 MJÓDDINNI Nýtt - Jacob Jensen hönnun - Nýtt ALLIR Á SKAUTA! Skautaholl.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.