Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 30
30 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR VERÐLAUNAHAFI „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera orðinn bjart- sýnishafi ársins,“ segir rithöfund- urinn Andri Snær Magnason, sem hlaut Íslensku bjartsýnisverð- launin á mánudaginn. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1982 að frum- kvæði danska athafnamannsins Peter Bröste og verðlaunahafarn- ir, sem alltaf eru ungir íslenskir listamenn, eru því komnir á annan tuginn. „Þegar maður lítur til baka yfir hópinn getur maður ekki annað en verið auðmjúkur yfir því að fá að vera með en þarna eru menn eins og Friðrik Þór Friðriksson og Einar Már Guðmundsson.“ Bröste stofnaði til verðlaun- anna eftir opinbera heimsókn Vig- dísar Finnbogadóttur, þáverandi forseta Íslands, til Danmerkur en þá þóttu þær fara á kostum hún og Margrét Þórhildur drottning. „Það ríkti mikið þunglyndi í Danmörku á þessum árum og kjarnorkuógnin var áberandi með langdrægum og skammdrægum eldflaugum í öll- um hornum. Margrét hafði verið mikið til baka en þegar Vigdís kom sneru þær þessu upp í glens og grín, meðal annars á blaða- mannafundum. Þær sneru ástand- inu í Danmörku alveg við og Bröste ákvað þá að búa til verð- laun til að styrkja íslenska lista- menn og þau hafa síðan dreifst nokkuð jafnt á allar listgreinar.“ Andri Snær hefur gefið út sex bækur en fyrsta skáldsaga hans fyrir fullorðna, LoveStar, kom út í haust. Hann gerir ekki ráð fyrir að skrifa mikið í desember enda fer mestur tími hans í að fylgja bók- inni eftir. Andri Snær segist vera með um fimm meginhugmyndir í koll- inum og gerir ráð fyrir að setjast við skriftir í janúar. „Ég sé svo til hver þeirra kallar fastast eða læt bara vaða á eina. Það er ekkert ákveðið en það eru tvær barna- bækur í sarpinum.“ Rithöfundur- inn bjartsýni býr með fjölskyldu sinni í Glaðheimum þar sem hann unir hag sínum vel. „Ég er tveggja barna faðir í Glaðheimum, með fimm ára strák og níu mánaða stelpu sem byrjaði að vera til um svipað leyti og LoveStar.“ ■ ÁFANGI 55 ÁRA Rithöfundurinn og útvarps- konan Auður Haralds fyllir 55 ár í dag. „Yfirleitt býð ég nú vinum í mat í tilefni dagsins en sleppi því að þessu sinni,“ segir Auður en bætir við að hún muni elda fyrir börnin sín. Auður segist hafa gaman af því að gefa fólki að borða því henni líði eins og hún sé að bjarga lífi þess og telur þá sem njóta veitinga hennar vera sama sinnis. Annars viðurkennir Auður að hún sé farin að finna fyrir sömu afmælisþrautum og móðir sín, sem auk þess að standa í jóla- undirbúningi og reka eigið fyrir- tæki þurfti að standa í að skipu- leggja afmæli á sama tíma. „Þetta endaði með því að hún gleymdi af- mælinu einn daginn,“ upplýsir Auður og bætir við að það hafi ekki vakið mikla lukku hjá barn- inu. „Ég hef líka heyrt margar raunasögur desemberafmælis- barna undanfarið. Ég vil setja kynlífsbindindi í mars til að koma í veg fyrir slíkt.“ Auður er á kafi í jólaundirbún- ingi um þessar mundir eins og meirihluti landsmanna. „Ég er að föndra jólagjafirnar sem ég gef,“ segir hún en vill ekki gefa dæmi um hvað það er. „Þá yrði þetta eins og þegar Englandsdrottning fer í búðir að kaupa jólagjafir. Það myndu allir vita hvað þeir eiga að fá í gegnum fjölmiðlana.“ Þá bak- ar Auður einnig smákökur. „Ég baka það sem börnin mín vilja,“ segir hún. „Þau verða svo að taka afleiðingunum af því að borða svona fitandi mat.“ Aðspurð að því hvort hún sé mikið jólabarn svarar Auður bæði játandi og neitandi, þetta sé svona ástar/haturs samband. Henni líði vel um jólin en hins vegar sé tím- inn fram að þeim strembinn með sinni vinnu, álagi og útgjöldum. Þá tekur Auður líka fram að hún haldi heiðin jól. „Hjá mér og dótt- ur minni eru jólin hátíð ljóssins en ekki frelsarans þar sem dagsbirt- an fer að aukast.“ ■ Auður Haralds á afmæli í dag. Að þessu sinni ætlar hún ekki að gera neitt sérstakt. Hún er á kafi í jólaundirbúningi og segist halda heiðin jól. Afmæli Kynlífsbindindi í marsmánuði FINNUR FYRIR AFMÆLISÞRAUTUM MÖMMU Auður segir það lítið skemmtilegt að eiga afmæli í miðri jólaösinni í desember. KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 ágeng, 2 fen, 3 sprotar, 4 hengilmæna, 5 kveinstafir, 6 ökumann, 7 skrifara, 8 espaði, 11 staurar, 14 lyktar, 16 hirðuleysingjana, 18 kvabb, 20 vargs, 21 aflið, 23 skipbrot, 26 bátar, 28 frumeind, 30 eirir, 31 útlims, 33 óhreinki. LÁRÉTT: 1 rúm, 4 breiðar, 9 bákn, 10 rækti, 12 virðing, 13 sárin, 15 hnjóð, 17 lengdarmál, 19 upphaf, 20 hvassviðri, 22 flanaði, 24 skjól, 25 afturenda, 27 blaða, 29 óttann, 32 inn, 34 álpast, 35 reikningnum, 36 þvalir, 27 kona. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hret, 4 ásakar, 9 lúmskur, 10 sónn, 12 tóra, 13 skadda, 15 afla, 17 rýrt, 19 túr, 20 argar, 22 raski, 24 fró, 25 skúr, 27 riðs, 29 eikina, 32 Ævar, 34 aðan, 35 raulaði, 36 skirra, 37 Inga. Lóðrétt: 1 hass, 2 elna, 3 túndra, 4 ástar, 5 skó, 6 aura, 7 krafts, 8 rakari, 11 ókyrri, 14 dýrs, 16 lúkuna, 18 trúi, 20 afreks, 21 góðæri, 23 arkaði, 26 kerla, 28 svar, 30 iðin, 31 anda, 33 aur. Bjartsýnismaður í Glaðheimum Andri Snær Magnason rithöfundur hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin á mánudag. Glæsileg ítölsk leðursófasett Model IS 1000 3+1+1og 3+2+1 Litir: Koníaksbrúnt, antikbrúnt, Burgundy rautt, svart og ljóst Verð frá aðeins kr. 198.000 Opið mán.–fös. 10–18, lau. 10–16 og sun. 13–16 – gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf. Sími 565-1234 Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik • sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is ANDRI SNÆR MAGNASON „Tónninn í LoveStar er ekki beinlínis bjartsýnn þannig að það er svolítið írónískt að ég fái verðlaunin núna. Verðlaunin og bókin eru ekki alveg í stíl en þannig á þetta líka að vera.“FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.