Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 16
16 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR STUTT Við björgum því sem bjargað verður H á a l e i t i s b r a u t 5 8 - 6 0 S : 5 5 3 1 3 8 0 FÓTBOLTI Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóri Manchester City, hef- ur sett stefnuna á að koma liðinu í hóp sex efstu liða ensku úrvals- deildarinnar eftir sannfærandi úti- sigur á Sunderland í fyrrakvöld, 3:0. City hefur nú unnið fimm af síð- ustu sjö leikjum og er komið upp í 12. sæti deildarinnar, aðeins sex stigum frá sjötta sætinu. „Í fyrsta sinn í vetur lítum við út eins og lið sem á heima í úrvalsdeildinni,“ sagði Keegan. Sunderland er í slæmum málum í næstneðsta sæti deildarinnar. Kevin Phillips, framherja liðsins, var skipt út af í leiknum. Lét hann í ljós óánægju sína með gang mála er hann veifaði til stuðningsmanna sinna eins og hann væri að fara frá félaginu. Phillips hefur lengi verið orðaður við Tottenham. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í úrvals- deildinni á leiktíðinni. ■ Kevin Keegan: Stefnir á Evrópusæti GOATER Shaun Goater fagnar marki sínu ásamt fé- lögum sínum í Manchester City í leiknum gegn Sunderland í fyrrakvöld. FÓTBOLTI Dennis Bergkamp, Hol- lendingurinn í liði Arsenal, er að íhuga að framlengja feril sinn um eitt ár til viðbótar. Bergkamp hafði lýst því yfir að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir þessa leiktíð. Bergkamp, sem er 33 ára gam- all, hefur skorað 99 mörk fyrir Arsenal. Hann segir að það fari eftir formi sínu hvort hann ákveði að halda áfram eða ekki. „Á þess- ari stundu finnst mér ég geta haldið áfram. Mér líður vel, ég elska fótbolta og það verður erfitt að segja skilið við hann. Mér finnst ég ekki vera tilbúinn til að hætta eins og er,“ sagði Berg- kamp. ■ BERGKAMP Dennis Bergkamp á enn eftir að skora sitt 100. mark fyrir Arsenal. Dennis Bergkamp: Hættur við að hætta? Íslendingaliðið Stoke mætirWigan, sem er í efsta sæti 2. deildar, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Leikurinn verð- ur háður 4. eða 5. janúar. Peter Hoekstra og Peter Handyside, leikmenn Stoke, eiga báðir við meiðsli að stríða og óvíst er hvort þeir geti leikið gegn Portsmouth um næstu helgi. Ágúst S. Björgvinsson hefurverið ráðinn þjálfari meist- araflokks Vals í körfubolta í stað Bergs M. Emilssonar, sem sagt hefur verið upp. Valsliðið hefur ekki staðið undir væntingum í vetur og situr í neðsta sæti deild- arinnar með aðeins tvö stig. Ricky Davis skoraði 45 stigþegar lið hans, Milwaukee Bucks, tapaði fyrir Cleveland, 140:133, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Sam Cassell, samherji Davis, skoraði 39 stig í leiknum. AP /M YN D FÓTBOLTI Manchester United tekur á móti spænska liðinu Deportivo La Coruna á Old Trafford í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lið- in mættust fjórum sinnum á síðustu leiktíð í Meistaradeildinni og vann Deportivo fyrri tvo leikina. United hafði aftur á móti betur í síðari tveimur viðureignunum, sem háðar voru í 16 liða úrslitum. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, gerir sér grein fyrir því að leikmenn Deportivo verði erf- iðir andstæðingar. „Við höfum fylgst töluvert með þeim á þessari leiktíð og þeir eru með afar gott knatt- spyrnulið,“ sagði Ferguson, sem man vel eftir leikjunum við Deport- ivo á síðustu leiktíð. „Deportivo lék frábærlega en við unnum þá leiki sem skiptu máli,“ sagði Ferguson. Deportivo, sem er í 8. sæti spæn- sku deildarinnar, gerði jafntefli við Juventus í fyrsta leik sínum í D- riðli. Talið er að Juan Carlos Valer- on, einn besti leikmaður Deportivo, snúi aftur til leiks í kvöld eftir að hafa fótbrotnað þann 21. september. United vann fyrsta leik sinn í D- riðli, á móti svissneska liðinu Basel, og er í efsta sæti riðilsins. Óvíst er hvort David Beckham og Rio Ferdinand geti leikið með United í kvöld vegna meiðsla. Þeir Roy Keane, Nicky Butt, Laurent Blanc og Quinton Fortune verða allir frá vegna meiðsla. Í hinum leik riðilsins mætast Basel og Juventus á Ítalíu. Juventus gerði 2:2 jafntefli við Deportivo í síðustu umferð og þarf á sigri að halda gegn svissneska liðinu til að eiga góða möguleika á að komast áfram. Evrópumeistarar Real Madrid taka á móti rússneska liðinu Lokomotiv í C-riðli. „Þessi leikur er afar mikilvægur fyrir okkur til að sýna að við getum endurtekið þann góða fótbolta sem við sýndum í Heimsmeistarakeppni félagsliða í Tókíó,“ sagði Raúl, framherji Real, sem hefur ekki sigrað í fimm síð- ustu leikjum sínum í Meistaradeild- inni. Ítalska liðið AC Milan mætir Bor- ussia Dortmund í Þýskalandi. Bras- ilíumennirnir Rivaldo og Dida verða ekki með Milan vegna meiðsla. Mil- an hefur leikið vel upp á síðkastið og er á toppi ítölsku deildarinnar eftir sigur á Roma um síðustu helgi. ■ United og Deportivo mætast enn á ný Fjórir leikir í C- og D-riðli í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. LEIKIR KVÖLDSINS C-riðill: Dortmund-Milan R. Madrid-Lokomotiv D-riðill: Juventus-Basel Man. Utd-Deportivo STAÐAN C-riðill: Dortmund 3 Milan 3 Lokomotiv 0 R. Madrid 0 D-riðill: Man. Utd 3 Juventus 1 Deportivo 1 Basel 0 BECKHAM Óvíst er hvort David Beckham geti leikið með Manchester United gegn Deportivo í kvöld vegna meiðsla. AP /M YN D JÓLAÚTHLUTUN MÆÐRA- STYRKSNEFNDAR REYKJA- VÍKUR HEFST MÁNUDAG- INN 9. DESEMBER. Jólaúthlutun verður alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14 til 17 og síðustu vikuna fyrir jól verður einnig opið á fimmtu- degi frá 14 til 17. Tekið er á móti gjöfum til nefndarinnar á sama tíma eða eftir samkomulagi. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sólvallagötu 48 • 101 Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.