Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 12
11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNVÖLD Eftirlitsstofnun EFTA er enn að fara yfir hugmyndir íslenskra stjórn- valda um veitingu ábyrgðar til handa Decode vegna upp- byggingar lyfjafyrirtækis hér á landi. Stofnuninni ber að ákveða hvort ábyrgðin samræmist ákvæðum EES- samningsins um ríkisaðstoð. Að sögn Baldurs Guð- laugssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er óljóst hvenær athugun eftir- litsstofnunarinnar lýkur. Stofnunin hefur tvo mánuði til að ljúka rannsókn sinni eftir að hún telur sig hafa fengið fullnægjandi upplýs- ingar. Starfsmenn stofnun- arinnar fara nú yfir gögn sem snúa að þessu og hafa ekki tilkynnt hvort þörf sé á frekari upplýsingum eða hvort líða fari að lokum út- tektarinnar. ■ MENNTAMÁL „Við erum með þrjár milljónir króna í vanskilum. Skól- inn hefur ekki fengið framlög til rekstrar frá því 10. september. Þetta er óþolandi ástand,“ segir Eyjólfur Guð- mundsson, skóla- meistari Fram- haldsskólans í Austur-Skaftafells- sýslu, um bága fjárhagsstöðu skól- ans, sem líkt og aðrir framhalds- skólar er í fjársvelti. Á dögunum m ó t m æ l t u skólameistarar framhaldsskól- anna í landinu því fjársvelti sem skólarnir eru í sem hefur leitt til þess að vanskil hlaðast upp. Eyjólfur skólameistari segir að fjármálaráðuneytið hafi svipt skólann rekstrarfé vegna þess að launaliðurinn hafi hækkað meira en gert var ráð fyr- ir. Hann segir að vanáætlað sé á fjárlögum til reksturs skólans. Árið 2000 hafi verið gert ráð fyrir 63 nemendum við skólann sem hafi verið raunin. Árin 2001, 2002 og 2003 sé gert ráð fyrir sama nem- endafjölda þrátt fyrir að þeir hafi í raun verið 85 árið 2001 og 90 í ár. Þarna sé í raun um talnaleik stjórnvalda að ræða. „Samningur okkar við ráðu- neytið kveður á um að við megum hafa 60 til 90 nemendur. Vandinn liggur í því að það hef- ur dregist fram á haustmánuði árið eftir að leiðrétta framlag vegna nemenda. Það þarf að áætla nemendatölu eins og hún verður en ekki að vera með einhverja tölu sem hentar fjárlagagerðinni,“ seg- ir Eyjólfur. Hann segir að þess sé krafist af skólunum að þeir nái fram árang- ursstjórnun en á sama tíma sé fjár- málaráðuneytið síður en svo að sýna gott fordæmi. Eyjólfur segir að samkvæmt reiknilíkani ráðu- neytisins vanti 370 milljónir króna til framhaldsskólanna á yfirstand- andi ári. Samkvæmt sömu útreikn- ingum vanti 600 til 700 milljónir krónur á næsta ári til að skólarnir standi undir rekstri. „Samskiptin við ráðuneytið eru að þessu leyti út í hött. Þar haga stjórnendur sér ekki í samræmi við þessar leikreglur. Menn eru að vonast eftir einhverjum lagfær- ingum við fjárlagagerðina en það er nokkuð pottþétt að það næst ekki. Ég er þessa dagana að fá alls konar lita rukkunarseðla sem ekki er hægt að greiða,“ segir hann. rt@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Guðmundur Örn Jónsson, verkfræðingur og áhugamaður um nýliðun í sjávar- útvegi, segir Guðbrand Sigurðs- son, forstjóra Brimis, ekki hafa bent á nein dæmi um nýliðun í sjávarútvegi. „Hlutafélagavæð- ing bæjarútgerða og fjölskyldu- fyrirtækja er ekki nýliðun heldur aðgerð til að auka verðmætasköp- un viðkomandi fyrirtækja.“ Hann segir það aftur á móti rétt hjá Guðbrandi að nýliðun hafi átt sér stað í smábátaútgerð, enda sé hún ekki í kvótakerfinu. „Það út- gerðarform er nú orðið eitt það hagkvæmasta á Íslandi samkvæmt Hagstofu Íslands, þrátt fyrir að bátarnir megi aðeins veiða 26 daga af 365 á ári. Líklegt má telja að þeir nýliðar væru þeir langhag- kvæmustu í útgerð í dag ef þeir sætu við sama borð og kvótaþegar. Félagar Guðbrands í LÍÚ hafa þrátt fyrir þessa hagkvæmni ný- liðanna harðlega gagnrýnt þessa auknu markaðshlutdeild þeirra og viljað að ríkisvaldið hindraði hana. Eftir stendur að í kerfi gjafakvót- ans hefur ekki átt sér stað nýliðun að neinu marki.“ ■ Decode-ábyrgðin: Enn í athugun ÍSLENSK ERFÐAGREINING Eftirlitsstofnun EFTA þarf að meta hvort hugsanleg ríkisábyrgð samræmist reglum sem gilda um ríkis- stuðning á evrópska efnahagssvæðinu. Vanskil hellast yfir skólameistara Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu glímir við rekstrarvanda vegna þess að ríkið leggur ekki til rekstrarfé. Eyjólfur Guðmundsson skólameistari segir ástandið vera óþolandi. Milli 600 og 700 milljónir króna vantar á næsta ári vegna talnaleiks. EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON Skólinn í vanskilum vegna þess að fjármálaráðuneyti leggur ekki til rekstrarfé. „Það þarf að áætla nem- endatölu eins og hún verður en ekki að vera með ein- hverja tölu sem hentar fjárlagagerð- inni.“ Umræðan um kvótakerfið: Hagræðing en ekki nýliðun HAGRÆÐING OG NÝLIÐUN Guðmundur Örn Jónsson telur ekki hafa komið fram rök sem hreki fullyrðingar sín- ar um að kvótakerfið hindri nýliðun í greininni. H a u k u r G u l l s m i ð u r S m á r a l i n d Íslensk-ítölsk skartgripahönnun og smíði Í 100 ár hefur FESTINA haft að kjörorði gæði fyrir gott verð. Stál m/ vikud. og mánaðard. með stálfesti kr. 19.400,- með ól kr. 14.500,- Stál herraúr 100 m vatnsvarið og öryggislás Jólatilboð Verð aðeins kr. 9.900,- Gull-úrið Axel Eiríksson úrsmíðameistari Álfabakka 16 Sími 587 4100 MJÓDDINNI 1902 – 2002 Náttfatnaður í miklu úrvali Flónelsnáttföt Bómullarnáttföt Satínnáttföt fyrir alla fjölskylduna Náttkjólar, undir- kjólar, sloppar Mjög gott verð, opið alla daga 11-19 Nýbýlavegi 12, Kópavogi, S. 554 4290

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.