Fréttablaðið - 11.12.2002, Side 23

Fréttablaðið - 11.12.2002, Side 23
ENN ER VON Reeve lamaðist fyrir neðan háls er hann féll af hestbaki fyrir sjö árum. Christopher Reeve: Gæti gengið á ný HEILSA Leikarinn góðkunni Christopher Reeve og aðrir í hans stöðu eygja nú von um að geta hreyft útlimina á ný. Lækn- ar við Washington-heilbrigðis- fræðaháskólann í St. Louis í Bandaríkjunum hafa komist að því að þær stöðvar heila Reeve sem sjá skyn og hreyfingu eru enn virkar. Það hefur ávallt verið kenningin að stöðvarnar séu teknar undir aðra starfsemi ef boð hætta að berast eftir taugum en svo er ekki. Þetta gefur von um að Reeve og aðrir sem hafa skaddast á mænu geti gengið á ný ef aðferð finnst til að bæta skaðann. Vísindamenn telja sig vera á réttri braut til að finna slíka lækningu. Reeve hefur verið öt- ull baráttumaður fyrir rannsókn- um á stofnfrumum, sem eru helsta von um að framleiða nýjan mænuvef. ■ STAR TREK: NEMESIS FRUMSÝND Gamanleikarinn Tim Allen gerir hér heiðarlega tilraun til að framkvæma kveðju Vúlkana fyrir blaðamenn á frum- sýningu nýjustu Star Trek-myndarinnar, Star Trek: Nemesis. Leikarinn Jim Carrey skildileikkonuna Jennifer Aniston eftir bláa og marða eftir tökur á ástaratriði í mynd sem þau leika í saman. Leikkonunni brá nokk- uð í brún yfir því hversu harð- hentur Carrey var. Atvikið gaf leikkonunni víst nýja sýn á Carrey, sem bjargaði lífi hennar í síðustu viku þegar hann ýtti henni úr vegi krana sem féll í átt til hennar. Leik- og söngkonan JenniferLopez og leikarinn Ben Af- fleck eru svo staðráðin í því að eignast börn að þau eru þegar byrjuð að kaupa barnaföt. Lopez vill ekki gefa upp hvort hún er með barni eður ei. Parið hefur þegar leikið í tveimur myndum saman. Þau kynntust við tökur á myndinni „Gigli“ og eftir það fékk vinur Afflecks, leikstjórinn Kevin Smith, þau til þess að leika fyrir sig í myndinni „Jersey Girl“. 23MIÐVIKUDAGUR 11. desember 2002 FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.