Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. desember 2002 Tilboðsverð án vsk. 2992.- m.vsk. 3.725.- Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. • Þvottavatn í einu hólfi • Skolvatnið i öðru hólfi • Fótstigin rúllupressa Tvær í einni Tveggja hólfa Rocket-ræstifatan (15 l) hefur fótstigna rúllupressu sem kemur í veg fyrir hokur við þrifin. Einföld og þægileg lausn fyrir heimilið og minni svæði hjá stofnunum og fyrirtækjum. Hreinna gólf og beinna bak RÆSTIFATA LONDON, AP Íhaldsflokkurinn í Bretlandi sakar Tony Blair for- sætisráðherra um að hafa reynt að flýta því að ástralski svikahrapp- urinn Peter Foster, sem aðstoðaði eiginkonu Blair við íbúðakaup ný- verið, færi úr landi. Tengsl Fosters og forsætisráðherrafrúar- innar hafa verið á forsíðum breskra blaða undanfarna daga. Foster aðstoðaði Cherie Blair við kaup á tveimur íbúðum í Bristol. Með aðstoð svikahrapps- ins tókst henni að spara sér 69 þús- und pund, eða rúmlega níu millj- ónir króna. Kaupin voru fullkom- lega lögleg, en forsætisráðherra- hjónunum hefur tekist að búa til úr þeim pólitískt moldviðri með því að neita fyrst að hafa þegið ráðleggingar frá Foster, en viður- kenna það síðan. Foster hefur setið í fangelsi í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, aðallega vegna dóma í tengslum við svik með megrun- arpillur. Honum var gert að yfir- gefa Bretland í september með þeim rökstuðningi að dvöl hans þar í landi gæti ekki talist „í þágu almannaheilla.“ Hann áfrýjaði þessum brott- rekstri nokkrum sinnum, en fékk lokafrest til að hafa sig úr landi þann 18. desember. Lögfræðingur hans heldur því nú fram að embættismenn hafi stytt þennan frest um tólf daga eftir að samskipti hans og forsæt- isráðherrafrúarinnar vöktu at- hygli fjölmiðla. Oliver Letwin, þingmaður Íhaldsflokksins, segir að dómari eigi að fá að skoða málskjöl Fosters hjá innanríkisráðuneytinu til þess að ganga úr skugga um að forsætisráðherrann eða starfsfólk á skrifstofu hans hafi engin af- skipti haft af málinu. „Þetta vekur þá spurningu hvort einhver í Downing-stræti 10 hafi hávaðalítið vikið sér að ein- hverjum í innanríkisráðuneytinu ... það væri nú ansi flott ef við flýttum þessum brottflutningi,“ sagði Letwin í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC. Tony Blair segir að allt þetta mál sé bara fjölmiðlafár. Formæl- andi forsætisráðherrans sagði að fréttaflutningur af málinu væri „vísvitandi herferð til þess að svipta fólk ærunni.“ Hann sagði að „svo mörgum ásökunum væri varpað á frú Blair í þeirri von að fólk missi sjónar á þeirri staðreynd, að engin þeirra reynist sannleikanum samkvæm og leðjan loði við.“ ■ HEILBRIGÐISMÁL Þórir Kolbeinsson, formaður Félags heimilislækna, segir félagið fylgjast náið með framvindu mála á Suðurnesjum. „Ég vona að þetta séu ekki skila- boð úr heilbrigðisráðuneytinu um að ekki verði liðið að menn standi saman í réttindabaráttu sinni. Ef svo er á það eftir að skella verst á ríkinu sjálfu,“ seg- ir hann. Þeir heilsugæslulæknar sem starfað hafa á Suðurnesjum voru á sínum tíma sóttir til vinnu beint úr sínu sérnámi þegar mikill skortur var á læknum þar og að sögn Þóris hafa þeir byggt upp mjög öfluga þjónustu á svæðinu. „Á Suðurnesjum er mikil þörf á grunnþjónustu því íbúar sækja ekki mikið til höfuðborgarsvæð- isins eftir læknisþjónustu. Það bitnar fyrst og fremst á upp- byggingunni þar ef það á að taka svona á málum. Það er ekki gott til afspurnar og erfitt verður að fá lækna til starfa. Það er því hætta á að ástandið verði ekki ósvipað og það var þegar þessir læknar tóku þar við störfum. Heilsugæslulæknar eiga ekki erfitt með að fá vinnu,“ segir Þórir Kolbeinsson. ■ Læknadeilan á Suðurnesjum: Vonandi ekki skila- boð úr ráðuneytinu HEILSUGÆSLAN Í REYKJANESBÆ Svona framkoma af hálfu stjórnenda kemur fyrst og fremst niður á þeim sem þurfa að nota þjónustuna, þ.e. sjúklingun- um, og er ekki gott til afspurnar, segir Þórir Kolbeinsson. Cherie Blair og svikahrappurinn Forsætisráðherra Breta sakaður um að beita áhrifum sínum til þess að losna við svikahrapp úr landi. Eiginkona Blairs naut aðstoðar hans við íbúðakaup. Tómt „fjölmiðlafár“ og „vísvitandi tilraun til ærumeiðinga“? CHERIE OG TONY Cherie Blair naut aðstoðar kærasta vinkonu sinnar við íbúðakaup nýverið. Kærastinn reyndist vera svikahrappur og dæmdur sakamaður. AP /D AV ID C AU LK IN Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Einnig opið um helgar. Verið velkomin. 100% mesta vöruúrval á fermetra. Austurlenskt bollastell og aðrir skrautmunir með ekta gyllingu, einnig glæsileg glös og pottar. Ótrúlegt úrval öðruvísi gjafavöru. Heitasta búðin í bænum Við erum á 3ju hæðinni! Frábært úrval af ullarjökkum Verð frá 5900 Kjólar á allar konur Kanínuskinn í ýmsum stærðum verð frá 1990- tilvalin jólagjöf ZE ZE VI LA ZEZEVILA ZE ZE VI LA ZEZEVILA Markaðtorg Kringlunnar 3ju hæð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.