Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. desember 2002 VSK-afsláttur næstu 6 daga! B æ j a r l i n d 1 - 3 K ó p a v o g i S í m i 5 5 5 6 6 8 8 24,5% Jólafötin komin Ný sending UPPLÝSINGATÆKNI Íslensk fyrirtæki hafa tekið upplýsingatækni í sína þjónustu í talsverðum mæli samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar sem Hagstofa Íslands stóð fyrir. Nærri helmingur allra fyrirtækja sem eru með tíu eða fleiri starfsmenn hefur pantað vöru eða þjónustu í gegnum pöntunar- form á Netinu og tæplega fjórðung- ur selt vöru eða þjónustu með sama hætti. Í könnuninni kemur fram að tölvur eru notaðar í 98% fyrir- tækja með tíu starfsmenn eða fleiri, Netið í 92% fyrirtækja og nærri tvö af hverjum þremur fyrirtækjum hafa komið sér upp heimasíðu. Stefán Hrafn Hagalín, ráð- gjafi hjá Skýrr, segir tvennt eft- irtektarverðast í niðurstöðum rannsóknarinnar. Annars vegar þá staðreynd að Íslendingar séu klárlega að festa sig hægt og bítandi í sessi sem forystuþjóð þegar kemur að útbreiddri og almennri hagnýtingu upplýs- ingatækninnar. „Hins vegar kemur það þægilega á óvart hversu viðskipti fyrirtækja á Netinu eru orðin umfangsmikil hér á landi. Netviðskipti fyrir- tækja í millum eru á heimsvísu um það bil tífalt meiri heldur en smásöluviðskipti við neytendur. Aftur á móti hafa Íslendingar verið dálítið seinir í gang með að nýta Netið í þessu skyni. Mér sýnist ýmis teikn á lofti um að við ætlum að ryðjast hratt og ör- ugglega í fremstu röð á þessu sviði eins og öðrum í upplýs- ingatækninni.“ Þegar litið er til þess með hvaða hætti fyrirtæki hafa nýtt sér upplýsingatæknina kemur í ljós að það eru helst fyrirtæki sem bjóða upp á sérhæfða þjón- ustu sem panta sér vöru eða þjónustu í gegnum Netið, en fjögur af hverjum fimm höfðu gert það um síðustu áramót. Mest er um að fyrirtæki í sam- göngum og flutningum selji í gegnum vefinn. Eftir því sem fyrirtæki verða stærri verður jafnframt algengara að fyrir- tæki hafi pantað eða selt í gegn- um vefinn. Upplýsingatæknin er mest nýtt af fyrirtækjum sem bjóða upp á ýmsa sérhæfða þjónustu, en næst á eftir þeim koma sam- göngu- og flutningafyrirtæki. Athygli vekur að fyrirtæki í iðn- aði eru einna duglegust við að tengjast Netinu en gera minnst af því að koma sér upp heima- síðu. brynjolfur@frettabladid.is „Netviðskipti fyrirtækja í millum eru á heimsvísu um það bil tí- falt meiri heldur en smásöluvið- skipti við neytendur.“ FYRIRTÆKI OG UPPLÝSINGATÆKNIN Tölvur notaðar í fyrirtæki 98% Fyrirtæki er með heimasíðu 64% Fyrirtæki hefur pantað á netinu 44% Fyrirtæki hefur selt á netinu 24% Nær helmingur fyrirtækja kaupir á Netinu 44% fyrirtækja hafa keypt vöru eða þjónustu á Netinu samkvæmt nýlegri rannsókn. OFANFLÓÐ Rannsóknarvinna sem snýr að ofanflóðavörn- um á Seyðisfirði er farin af stað. Unnið er í hlíðunum ofan við bæinn. Fellst vinnan í athugun á jarðvegi, sam- setningu hans og vatns- magni. Aldrei fyrr mældist jafn mikil úrkoma á Aust- fjörðum og í nóvembermán- uði og var úrkomusamt alla dagana. Mesta úrkoman mældist á Kollaleiru í Reyð- arfirði, 1.000 mm. Leiddi þessa mikla úrkoma til aurskriða á Austurlandi, sér í lagi á Seyðis- firði. Var hættuástandi lýst yfir oftar en einu sinni. Tryggvi Harðarson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, segir að undirbúningur rannsóknar- vinnunnar hafi byrjað eftir að hættumat var staðfest á Seyð- isfirði í júlí á þessu ári. Jarð- fræðistofa og Náttúrufræði- stofa Íslands á Akureyri komi að þessari vinnu auk fleiri aðila. „Aðgerðaráætlun þarf að liggja fyrir innan hálfs árs frá því hættumat er staðfest. Þarf sú áætlun að segja fyrir um hvort farið verði í aðgerð- ir eða frekari rannsóknarvinnu. Strangt til tekið þarf niðurstaða að liggja fyrir í næsta mánuði.“ ■ Eftirmáli aurskriða: Flóðahætta rannsökuð á Seyðisfirði TRYGGVI HARÐARSON Tryggvi segir mannlífið á Seyðisfirði með besta móti og rjómablíða sé þessa dagana. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Pelsar frá 12.900 Mokkajakkar og kápur Tilboð á vendipelsum – áður kr. 24.900 – nú 12.500 Hattar, húfur og kanínuskinn kr 2.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.