Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 28
28 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR í sveitasælunni Jólahla›bor› Hátíðin hefst með gistingu og glæsilegu jólahlaðborði í friðsælu umhverfi. Bor›pantanir í síma 486 6630 / fludir@icehotel.is Bor›apantanir í síma 480 2500 / selfoss@icehotel.is 4.200 kr.Jólahlaðborð Hótel Selfoss 14. des. Jólahlaðborð fyrir tvo ásamt gistingu í tveggja manna herbergi með morgunverði 13.500 kr. 4.200 kr.Jólahlaðborð Hótel Flúðir 13. des. Jólahlaðborð fyrir tvo ásamt gistingu í tveggja manna herbergi með morgunverði 15.800 kr. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • n m 0 8 1 7 6 / s ia .i s Uppáhaldsjólaskraut: Rússnesk jólakúla með feitum kalli JÓLASKRAUT „Mér dettur auðvitað strax í hug kúla sem ég átti í 40 ár, en er nýbúin að henda,“ segir Mar- grét Birgisdóttir myndlistarkona. „Heimilisfólkið kallaði hana rúss- nesku jólakúluna vegna þess að á henni var mynd af stórum feitum kalli og höfuðið mótað ofaná, svona rússneskur burgeis. Kúlan var brotin eftir að hafa dottið í gólfið, en ég var búin að fylla hana með bómull og notaði hana þangað til ekki varð lengur hjá því komist að hún færi í ruslið.“ Margrét segist vera heilmikið jólabarn. „Jólastemningin kemur auðvitað þegar ég er búin að setja upp aðventukrans sem ég hengi upp í loftið hjá mér. Það er sami kransinn ár eftir ár, bara nýtt greni og slaufur. Hann er sannkall- að stofustáss.“ Margrét er mjög íhaldssöm þegar kemur að jólahaldi og eltir enga tísku. „Ég brá reyndar út af vananum núna og hafði hvíta borða og hvít kerti, en ég teygi mig ekki út fyrir hvítt, grænt og rautt þegar kemur að jólaskrauti.“ Hún segist ekki skreyta sérstaklega mikið. „Það er ekkert hlaðið, yfir- leitt bara það sama og hefur verið í gangi undanfarin 15 ár. Það er þá gjarnan sett á sömu staðina, ekki síst hlutir sem stelpurnar mínar hafa búið til í skólanum í gegnum tíðina. Þetta er allt frekar tilfinn- ingatengt.“ ■ Gefðu mér gott í skóinn Nú fer að líða að því að íslensku jólasveinarnir komi til byggða með gjafir handa góðum börnum. Vonandi gæta þeir þess að skipta varningi sínum bróðurlega á milli allra að þessu sinni. Flestir kannast við það þegarjólasveinninn laumast að nætur- lagi að glugga lítilla barna og lætur óvæntan glaðning í skóinn þeirra. Þessi siður hefur verið við lýði á Ís- landi síðan snemma á síðustu öld en hefur þróast og breyst töluvert í tímans rás. Hefðin er uppruninn suður í Evrópu. Þar var hún bundin við nafndag heilags Nikulásar sem lét gjafir í skóna hjá öllum aðfara- nótt 6. desember. „Skórinn var tákn- mynd fyrir skip Nikulásar, sem var verndari sjómanna,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. „Eftir siðaskiptin vildu lútherskir ekki að gjafir kæmu frá kaþólskum dýrðlingi og því færðu þeir gjafa- hefðina yfir á jólin. Þannig má segja að sá siður að gefa jólagjafir hafi orðið til.“ En Nikulás reyndist þrautseigur og kemur færandi hendi enn í dag víða í löndum mótmælenda ekki síð- ur en kaþólskra. Það var þó ekki fyrr en á síðustu öld sem þessi hefð birtist í einhverri mynd á Íslandi. „Íslenskir sjómenn sem sigldu á Norðursjávarhafnirnar á 3. ára- tugnum kynntust þessum sið og fluttu hann til Íslands. Til að byrja með þekktist þetta aðeins hjá ein- staka sjómannsfjölskyldum en með aukinni velmegun eftir síðari heimsstyrjöld varð bylting á þessu sviði.“ Þegar þarna var komið sögu höfðu orðið ýmsar breytingar á ís- lenskum jólasiðum almennt, ekki síst hvað varðaði íslensku jólasvein- ana. Þeir höfðu upphaflega verið hrekkjóttir og illkvittnir en voru farnir að mýkjast upp og líkjast meira starfsbræðrum sínum er- lendis. Sveinarnir tóku því vel í það að taka að sér að færa börnum gjaf- ir í skóinn á aðventunni. Á ýmsu gekk þó fyrst um sinn þar sem þeir virtust ekki geta komið sér saman um hvenær bæri að hefja leikinn og hversu gjafmildir þeir ættu að vera. Þetta misræmi skapaði töluverða ólgu meðal barna og forráðamanna þeirra. „Þetta var allt tóm vitleysa og á endanum fóru ömmur að hringja upp á Þjóðminjasafn og kvarta. Börnin voru að bera sig saman í skólanum og þá kom í ljós að sum höfðu fengið stórar gjafir á meðan önnur höfðu ekkert fengið,“ segir Árni. Í framhaldi af því var þeim til- mælum beint til hlutaðeigandi aðila að miðað yrði við fjölda jólasvein- anna þannig að sá fyrsti kæmi til byggða 13 dögum fyrir jól og færði börnunum aðeins smágjafir. Með tímanum tóku sveinarnir það upp hjá sér að gefa óþekkum börnum kartöflu í skóinn og ber það vott um að þeirra fyrra eðli sé ekki með öllu horfið. Um árabil hefur tekist að halda í þessar óskráðu reglur og gæta sam- ræmis að miklu leyti. En með aukn- um áhrifum erlendis frá og breytt- um samfélagsháttum virðist sem komið sé los á þessa hefð að nýju. Víða á heimilum hefur verið tekinn upp sá siður að vera með jóladaga- tal með pökkum og fá börnin þá gjöf á hverjum degi frá 1. desember. Síð- an birtast jólasveinarnir um miðjan mánuðinn og bæta um betur. Eðli og umfang gjafanna er í dag orðið æði misjafnt og má velta því fyrir sér hvort ekki sé ástæða til þess að sveinarnir fari að bera saman bæk- ur sínar á nýjan leik. brynhildur@frettabladid.is Þeir eru að koma! JÓLASVEINAR Í nótt er komið að því, fyrsti jólasveinninn kemur til byggða og laumar góðgæti í skó þægra barna – og þá kartöflu í skó óþekktarorma. Margir krakkar kjósa að hafa vaðið fyrir neðan sig og skrifa jólasveininum bréf. Þá er betra að vera með það á hreinu hvenær hver um sig er á ferðinni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er dagskrá jólasveinanna á þessa leið: 12. desember: Stekkjastaur 13. desember: Giljagaur 14. desember: Stúfur 15. desember: Þvörusleikir 16. desember: Pottaskefill 17. desember: Askasleikir 18. desember: Hurðaskellir 19. desember: Skyrjarmur 20. desember: Bjúgnakrækir 21. desember: Gluggagægir 22. desember: Gáttaþefur 23. desember: Ketkrókur 24. desember: Kertasníkir MARGRÉT BIRGISDÓTTIR Átti uppáhalds jólakúlu sem ekki varð lengur komist hjá að henda. Ínótt kemur fyrsti jólasveinninntil byggða svo nú geta börnin farið að hlakka til. Svo eru allar þær bækur sem væntanlegar eru fyrir jólin þegar komnar út og ekki seinna vænna að fara að kynna sér hvað er á boðstólum. Því er gráupplagt að rölta í næstu bókabúð, glugga í nokkrar áhuga- verðar bækur og taka upp veskið ef eitthvað fangar hugann. Í leið- inni er tilvalið að kaupa nokkrar bækur til gjafa ef sá er gállinn á manni. ■ 13 DAGAR TIL JÓLA GLAÐNINGUR Í SKÓNUM Fátt er skemmtilegra en að kíkja í skóinn á morgnanna og sjá hvað jólasveinninn hef- ur komið með um nóttina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Jólagjöf skotveiði- mannsins í ár! Til afgreiðslu strax fyrir fimm og sjö byssur. Viðurkenndir af skotvopna- eftirliti. Öflugir skápar með vönduðum læsingarbúnaði. Heildsöluverð aðeins kr. 39.900.- m. vsk. Varðveisla skotvopna er alvörumál. Frí heimkeyrsla í Reykjavík og á Akureyri fram að jólum. GAGNI Heildverslun Hafnarstræti 99–101, Akureyri S. 461-4025 GSM 461-4026 gagni@gagni.is www.gagni.is Visa – EURO

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.