Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 11. desember 2002 dásemdir og dekur Langar þig að gefa www.icehotel.is • sími 5050 910 Gjafabréf á Icelandair hótelin er gjöfin! Flughótel Keflavík Hótel Selfoss Hótel Flúðir Hótel Rangá Hótel Hérað Hótel Kirkjubæjarklaustur Hótel Loftleiðir Hótel Esja stendur til 22. febrúar. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amm- an og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity disorder) eða hégómaröskun en það heilkenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. Myndlistamaðurinn Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn- ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs- son. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. JÓLAMARKAÐUR Nýlega var opnuð jólasýningin Handverk og hönn- un í Aðalstræti 12. Þetta er í fjórða skipti sem sýning af þessu tagi er haldin en á sýningunni er margskonar handverk og listiðn- aður. Sýnendur eru 25: Bjargey Ing- ólfsdóttir, Björg Eiríksdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Fríða S. Kristinsdóttir, Guðlaug Hall- dórsdóttir, Halldóra Óskarsdótt- ir, Helga Birgisdóttir (Gegga), Helga Björg Jónasardóttir, Helga María Guðjónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hrefna Aradóttir, Ingiríður Óð- insdóttir, Jórunn Dóra Sigurjóns- dóttir, Kerstin Weinlich, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Listasmiðja Sól- heima, Margrét Guðnadóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Rósa Helga- dóttir, Signý Ormarsdóttir, Sig- ríður Elfa Sigurðardóttir, Soffía Friðbjörnsdóttir og Tehettan Freyja. Sýningin er opin frá kl. 12-17 alla virka daga og 14-18 laugar- daga og sunnudaga. Hún stend- ur til 22. desember. ■ Handverk og hönnun: Jólasýning í Aðalstræti MARGT EIGULEGRA MUNA ER Á JÓLASÝNINGU Í AÐALSTRÆTI Glerskál eftir Dröfn Guðmundsdóttur og Jólaegg eftir Soffíu Friðbjörnsdóttur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.