Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 32
Skyldi Imre Kertész ekki hafa orð-ið soldið hissa þegar honum var tilkynnt að hann mætti koma til Stokkhólms 10. desember að sækja Nóbelsverðlaun í bókmenntum? Eða Jimmy Carter þegar hann var látinn vita að núna fengi hann friðarverð- launin sem hann var snuðaður um fyrir Camp David-samkomulagið árið 1978? Það er soldið sniðugt hjá Norska stórþinginu að afhenda Cart- er verðlaunin fyrir samkomulag frá ´78 nú þegar hann er orðinn akkúrat 78 ára gamall. ÞAÐ er gaman að alskonar húllum- hæi í kringum svona verðlaun. Núna er búið að tilnefna þau sem koma til greina að fái Íslensku bókmennta- verðlaunin í ár. Engar barnabækur komu til greina í fagurbókmennta- flokknum og að sjálfsögðu engar glæpasögur. Það sem helst kom á óvart og gerði mann glaðan var að hin frábæra bók Auðar Jónsdóttur um afa sinn, Halldór Laxness, skyldi hljóta tilnefningu sem fræðirit, en það er makalaust falleg bók, frumleg og skemmtileg um makalausan mann. SKEMMTILEGASTA fræðiritið sem ég hef lesið fyrir þessi jólin var ekki tilnefnt til neinna verðlauna, en það má einu gilda, það er jafn- skemmtilegt fyrir því. Það er mikill doðrantur upp á einar 500 blaðsíður og heitir „Bylting Bítlanna“ og er eftir Ingólf Margeirsson og rekur eins og nafnið bendir til sögu hinna óviðjafnanlegu fjórmenninga frá Liverpool. ÞÓTT íslenskar glæpasögur séu ekki ennþá orðnar nógu fínar til að fá bók- menntaverðlaun hefur góðum höf- undunum tekist að hefja þessa merki- legu bókmenntagrein til vegs og virð- ingar þar sem skiptir máli, en það er hjá lesendum. Það afrek Arnalds Ind- riðasonar að eiga 4 eða 5 bækur sam- tímis á metsölulistum verður seint leikið eftir, og nýjasta bókin hans, Röddin, mun án efa tróna á metsölu- listum löngu eftir að flestir verða búnir að gleyma bókmenntaverðlaun- um ársins. Annar höfundur, Viktor Arnar Ingólfsson, fylgir Arnaldi fast eftir með stórskemmtilegri bók sem heitir Flateyjargáta. Í fræðiritahópi glæpasagna mætti telja Norræn Sakamál sem löggan gefur út og er full með krassandi frásagnir. Hvað svo sem öllum verðlaunum líður verða þetta vonandi mikil bókajól, það er af nógu að taka. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 96 62 12 /2 00 2 edda.is Hra›i, spenna og ævint‡ri Bækur fyrir kröfuhar›a krakka Áfram Eiríkur Eiríkur lenti í miklum ævint‡rum í hinum vinsælu bókum Fer› Eiríks til Ásgar›s og Fer› Eiríks til Jötunheima. Hér kemst hann a› flví a› ævint‡rin í mannheimum geta líka fengi› hárin á höf›inu til a› rísa. Hra›i, spenna og ævint‡ri frá fyrstu sí›u allt til bókarloka. Velkomin til Álfheima Fjór›a bókin um Benedikt búálf - æsispennandi fer›alag Benedikts, Da›a dreka og mannsbarnsins Arnars fiórs til bústa›s drekanna í gjánni miklu. Harpa og Hrói í skógarfer› „Draugasúpan er skemmtileg saga fyrir yngri börnin; fyndin og spennandi. Fullor›nir eiga líka eftir a› hafa gaman af a› lesa flessa sögu fyrir börnin enda vísanir í Rau›hettuminni› oft mjög fyndnar og me›fer› Sigrúnar á draugasögunni öll hin skemmtilegasta.“ Katrín Jakobsdóttir, DV Einstök saga Spennandi og hl‡ saga um vinskap hafnarkattarins Zorbasar og mó›ur- lauss máfsunga í Hamborg eftir Chilemanninn Luis Sepúlveda. Tómas R. Einarsson fl‡ddi. Dularfullt kort og dulmálslykill Spennandi fantasía um Vö›lungana í Mángalíu og ævint‡ralega fer› fleirra til mannheima. Sjálfstætt framhald af Brúnni yfir Dimmu. Bók sem i›ar af lífi „fiegar bókin er lesin fær ma›ur fi›ring í magann yfir uppátækjum krakkanna og getur hlegi› endalaust. ... Gó› og fyndin bók sem ég mæli hiklaust me›.“ Hekla A›alsteinsdóttir, kistan.is Margföld ver›launabók „Skuggasjónaukinn er ein besta bók sem ég hef lesi›. ... Ég mæli mjög miki› me› flessari bók, allir ættu a› lesa hana.“ Sigursteinn J. Gunnarsson, kistan.is 5. Bókabúðir MM – barnabækur 26. nóv. – 2. des. SÆTI Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur Jólabókaspjall Bakþankar Þráins Bertelssonar www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.