Fréttablaðið - 11.12.2002, Page 7

Fréttablaðið - 11.12.2002, Page 7
7MIÐVIKUDAGUR 11. desember 2002   BORGIN Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, vill að Reykjavíkurborg taki ekki þátt í undirritun samninga milli Lands- virkjunar og Alcoa í lok vikunnar. Þetta kom fram í bókun borgar- fulltrúans, sem þeir Árni Þór Sig- urðsson og Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúar R-listans, lýstu sig efnislega sammála. „Reykjavíkurborg, sem 45% eignaraðili að Landsvirkjun, ger- ir kröfu um að fyrir liggi arðsem- ismat vegna Kárahnjúkavirkjun- ar áður en borgin geti samþykkt að taka þátt í framkvæmdum,“ segir í bókun Ólafs F, sem lögð var fram í borgarráði í gær. „Þar sem slíkt mat liggur ekki fyrir geri ég þá kröfu til borgarstjóra að hún lýsi því yfir opinberlega að skilyrði Reykjavíkurborgar vegna þátttöku í Kárahnjúka- virkjun hafi ekki verið uppfyllt. Því sé borgin ekki aðili að þessari undirritun og telji hana með öllu ótímabæra.“ Ólafur F. telur að nýjar skuld- bindingar Landsvirkjunar sem nemi meira en 5% af eigin fé séu háðar leyfi eigenda. „Ég tel því að Landsvirkjun geti ekki skrifað undir samninga sem kunna að leiða til óaftur- kræfra skuldbindinga og bóta- skyldu án samþykkis Reykjavík- urborgar. Engin fjárhagsleg rök hafa komið fram sem geta rétt- lætt þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun.“ ■ Skjólstæðingar Félagsþjónustunnar: Fá 16 þús- und í jóla- uppbót FÉLAGSMÁL Skjólstæðingar Félags- þjónustunnar, sem þegið hafa fjár- hagsaðstoð í sex mánuði eða lengur, fá tæpar 16 þúsund krónur í jóla- uppbót. Borgarráð samþykkti þetta í gær, en einungis er um að ræða þá notendur sem hafa fjárhagsstuðn- ing Félagsþjónustunnar að lifi- brauði. Um er að ræða 350 einstak- linga. Áætlaður kostnaður borgar- innar vegna jólauppbótarinnar eru tæpar 5,5 milljónir króna. ■ Veitingahús um hátíðarnar: Opið fram eftir VEITINGAHÚS Veitingahúsum í Reykjavík verður heimilt að hafa opið fram eftir aðfaranætur 27. desember og 2. janúar. Borgarráð samþykkti í gær að þeim veitingahúsum, þar sem al- mennt er heimilt að veita áfengi til klukkan 3 eða lengur aðfara- nætur laugardaga, sunnudaga og annarra almennra frídaga, verði heimilt að veita áfengi til klukkan 3 umræddar nætur. Um önnur veitingahús gildir að þeim er heimilt að veita áfengi jafn lengi umræddar nætur eins og um aðfaranætur laugardaga, sunnudaga eða almennra frídaga sé að ræða. ■ Siglufjörður: Báti komið til bjargar BJÖRGUN Björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Sig- urvin frá Siglufirði, kom ellefu tonna trébáti til aðstoðar um eitt- leytið í gærdag. Leki kom að bátn- um um sjö mílur frá Siglufirði eft- ir að sjólögn í lest gaf sig. Einn maður var um borð og brást hann hárrétt við með því að kalla eftir aðstoð. Björgunarskipið fór á vettvang með sjódælur og gátu þær haldið bátnum á floti meðan siglt var með hann til hafnar á Siglufirði. Þar var báturinn þurr- lensaður og komið í veg fyrir lek- ann. ■ RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, telur að nýjar skuldbindingar Landsvirkjunar sem nemi meira en 5% af eigin fé séu háðar leyfi eigenda. Þeir Árni Þór Sigurðsson og Stef- án Jón Hafstein, borgarfulltrúar R-listans, lýstu sig efnislega sammála bókun Ólafs F. í gær. Tveir borgarfulltrúar R-listans sammála Ólafi F.: Vill að borgin hunsi samninga við Alcoa Skerjafjarðarslysið: Rannsókn kærð LÖGREGLA Rannsókn lögreglunnar vegna Skerjafjarðarslyssins hef- ur verið kærð til ríkissaksóknara. Hluti rannsóknar lögreglunnar beindist að því hvort þrjár flug- vélar Leiguflugs Ísleifs Ottesens hafi fengið lofthæfisskírteini frá Flugmálastjórn án þess að vera lofthæfar. Í Fréttablaðinu í gær var mis- sagt að kærendur telji annan hreyfil vélar sem fórst hafa verið kominn fram yfir leyfilegan gang- tíma. Þetta átti við aðra af vélun- um þremur. Kæran vegna slysa- vélarinnar laut að því að hún væri ekki lofthæf vegna skorts á við- haldi og skoðunum. ■ TÖLVU STOLIÐ ÚR BÍL Starfsmað- ur verslunarinnar BT á Akureyri varð fyrir því óláni að tapa tölvu. Hafði hann borið tölvuna út í bíl og farið síðan til baka til að sækja fleiri vörur. Þegar hann kom út á ný var tölvan horfin. Verðmæti tölvunnar er um 100.000 krónur. Lögreglan á Akureyri kannar nú málið. LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.