Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 4
4 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Borðar þú rjúpur um jólin? Spurning dagsins í dag: Hvort kanntu betur við hvít eða rauð jól? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 78,2%Nei 21,8% FIMMTUNGUR Í RJÚPUM Meirihluti borðar ekki rjúpur um jólin. Já KYNFERÐISBROT Dæmdur barnaníð- ingur sem átti að hefja fimm og hálfs árs afplánun í júlí en hvarf úr landi gaf sig fram við fangels- isyfirvöld á sunnudag, tæpum fimm mánuðum eftir að hann átti að mæta í fangelsi, og óskaði eftir því að hefja þegar afplánun. Hann er nú bak við lás og slá og getur vænst þess að losna úr fangelsi í ágúst 2006. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kom maðurinn til Íslands í nóvember en hefur síðan farið huldu höfði. Lögreglan hafði grunsemdir um að hann héldi sig hjá marokkóskri fyrrverandi sambýliskonu. Konan var yfir- heyrð í þrígang og hún leyfði leit á heimilinu en maðurinn reyndist ekki staddur þar. Konan bjó með manninum frá ár- inu 1999 en þau eiga saman tveggja ára dóttur. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þau hefðu skilið vegna álagsins sem fylgdi málaferlunum. Hún segist ekkert hafa heyrt af honum um nokkurra mánaða skeið þar til hann hringdi á sunnudag frá Litla- Hrauni. „Lögreglan heldur því fram að ég hafi hjálpað honum að leynast en það er rangt. En ég trúi á sakleysi hans,“ segir sambýlis- konan fyrrverandi. Maðurinn gaf sig fram daginn eftir að ítarlegt viðtal birtist við fósturdóttur hans í Fréttablaðinu. Þar lýsti fórnarlambið misnotkun sem hófst þegar hún var níu ára að aldri. Maðurinn misnotaði hana um fimm ára skeið. Mis- notkunin hófst þegar móðir stúlkunnar var á fæðingardeild og samkvæmt frásögn stúlkunnar notaði maðurinn hana eins og eig- inkonu. Misnotkuninni lauk þegar stúlkan var 14 ára að aldri en 12 ár liðu til viðbótar þar til hún kærði glæpinn. Samkvæmt upp- lýsingum frá Stígamótum er al- gengt að fólk sem misnotað er sem börn tali ekki um þá atburði fyrr en það er komið á fullorðins- ár. Því veldur óttinn við gerand- ann og skömmin þar sem fórnar- lömbunum er talin trú um að þau eigi sína sök á því að þessir at- burðir áttu sér stað. Hæstiréttur dæmdi manninn í vor til lengstu fangelsisvistar sem barnaníðingur hefur fengið fram að þessu. Þá var hann dæmdur til að greiða þolandanum eina millj- ón króna í miskabætur. Hann hef- ur ekki staðið við þær greiðslur enn sem komið er. Fórnarlambið, sem í dag er 29 ára, leitaði til dómsmálaráðuneytisins um að fá skaðabæturnar greiddar á grund- velli laga sem gera ríkinu að greiða þolendum ofbeldis út bæt- ur, en því var hafnað þar sem of langt var um liðið frá því brotin áttu sér stað. „Ég er mjög ánægð með að yfirvöld hafi náð honum. Réttlæt- inu verður fyrst fullnægt þegar hann hefur setið inni fyrir illvirki sín,“ sagði konan í samtali við Fréttablaðið. rt@frettabladid.is Í fangelsi eftir umfjöllunina Fósturfaðir sem misnotaði stúlkubarn gaf sig fram og óskaði eftir því að vera lokaður inni. Fyrrverandi sambýliskona yfirheyrð þrisvar. FANGAKLEFI Dæmdur barnaníðingur bankaði og bað um að vera lokaður inni. SUMARLOKUN AUÐVELDAR ALLT STARF Félag leikskóla fagnar sumarlokun leikskól- anna. Þannig sé málum háttað hjá stór- þjóðum og þyki sjálfsagt mál. Leikskólakennarar: Hlynntir sumarlokun LEIKSKÓLAR Stjórn Félags leik- skólakennara hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar þeirri stefnubreytingu hjá Reykjavíkurborg að ætla að loka leikskólum borgarinnar í sumarleyfum. Félag leikskóla- kennara hefur lengi haft á stefnuskrá sinni að svo beri að gera og hvatt öll sveitarfélög til að gera slíkt. Í yfirlýsingunni segir að félag leikskólakennara gangi fyrst og fremst út frá þörfum barnsins í skólastefnu sinni og hafi að leið- arljósi það sem leikskólakennar- ar telji að sé börnum fyrir bestu. Reglufesta og stöðugleiki í leik- skólastarfinu skipti miklu máli fyrir öryggi barnsins og vellíð- an. Þar fyrir utan auðveldi sum- arlokun starfsmannahald og skipulag skólastarfsins. Félagið telur mikilvægt að leikskólaárið hafi upphaf og endi þannig að öll börnin og starfs- fólkið fari á sama tíma í sumar- frí. Þetta kalli á að foreldrum sé gert kleift að fara í sumarfrí á sama tíma og skólar barna þeirra loka. ■ BAGDAD, AP Íraksstjórn segir Bandaríkin hafa beitt „for- dæmalausri valdníðslu“ með því að taka til sín „eina eintakið“ af vopnaskýrslunni, sem Írakar af- hentu Sameinuðu þjóðunum á laugardaginn. Með því að sjá einir um ljósritun skýrslunnar hafi Bandaríkjamenn haft tæki- færi til að breyta henni og fjar- lægja úr henni viðkvæmar upp- lýsingar. Þrjú önnur eintök eru til af skýrslunni. Vopnaeftilitsnefnd Sameinuðu þjóðanna í New York fékk eitt eintak, Alþjóðakjarn- orkustofnunin í Vínarborg annað og sjálfir halda Írakar einu ein- taki. Fastafulltrúar Breta, Frakka, Kínverja og Rússa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu að Bandaríkin tækju að sér að ljósrita skýrsluna handa þeim, vegna þess að Kólombía, sem nú fer með forsæti í Öryggisráðinu, hafi ekki aðstæður til þess að ljósrita hana nógu fljótt á örugg- um stað. Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar fengu eintak af skýrslunni á mánudagskvöld, nærri sólarhring eftir að Banda- ríkin fengu skýrsluna í sínar hendur. Óljóst er hvort hin tíu ríkin, sem fulltrúa eiga í Öryggisráð- inu, fá óritskoðað eintak af skýrslunni sínar hendur. ■ Bandaríkin tóku vopnaskýrslu Íraka til ljósritunar: Írakar saka Banda- ríkin um valdníðslu ÍRASKUR JARÐVEGUR EFNAGREINDUR Í AUSTURRÍKI Þessi vísindamaður sat á einni af tilrauna- stofum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar í Vínarborg. Þar verða efnagreind sýni úr lofti, vatni, jarðvegi og ryki sem vopnaeftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna tóku í Írak. AP /R U D I B LA H A SJÁVARÚTVEGUR Grandi borgaði 20% hærra verð fyrir 24% hlut sinn í Þorbirni-Fiskanesi en síðasta verð á markaði. Sérfræðingar á fjár- málamarkaði segja að í því ljósi megi gera ráð fyrir að Grandi sjái hagræðingarmöguleika með tengslum fyrirtækjanna. Stjórn- endur Granda hafa margoft lýst áhuga sínum á sameiningu við út- gerðarfyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur. Lengi vel horfði fyr- irtækið til Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Sem kunnugt er hafði Eimskipafélagið betur í kapp- hlaupi um Harald Böðvarsson. Árni Vilhjálmsson, stjórnarfor- maður Granda og sitjandi for- stjóri, sagði lítið um kaup fyrir- tækisins að segja annað en það að menn hlytu að sjá einhverja hag- ræðingarmöguleika með svona fjárfestingu. Hann útilokar ekki frekari skref í átt að samruna fyrirtækjanna en vildi ekkert tjá sig um slíkt. Samanlagður kvóti fyrirtækj- anna er 42 þúsund þorskígildis- tonn, sem er næstmesti kvóti sjáv- arútvegsfyrirtækja. Lögð saman eru fyrirtækin í fjórða sæti yfir veltumestu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. ■ Grandi og Þorbjörn-Fiskanes: Frekari sameining ekki útilokuð STÓR SAMAN Fyrirtækin Grandi og Þorbjörn-FIskanes yrðu sameinuð með næstmestu veiðiheimildir sjáv- arútvegsfyrirtækja. Samanlögð velta tryggði þeim fjórða sætið meðal sjávarútvegsfyrirtækja. PÁLL PÉTURSSON „Við eigum ekki að þola að samborgarar okkar líði skort,“ sagði ráðherra en stjórn- arandstæðingum þótti lítið gert til að koma í veg fyrir skortinn. Þingmenn: Deila um fátækt ALÞINGI „Stéttaskipting er orðin staðreynd í íslensku samfélagi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, Sam- fylkingu, í utandagskrárumræðu um stöðu lágtekjuhópa. „Verulegar brotalamir hafa komið fram á vel- ferðarkerfinu;“ sagði Jóhanna og kenndi aðgerðum stjórnvalda um. Persónuafsláttur hefði verið fryst- ur og barnabætur skertar. Kostn- aðinn bæru hinir efnaminni sem þyrftu aðstoð góðgerðarsamtaka eins og biðraðir hjá mæðrastyrks- nefnd sýndu ljóslega. Jóhanna lýsti eftir stuðningi Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra við þingsályktunartillögu sína um að fram fari könnun á um- fangi fátæktar. Páll kvaðst ekki styðja þá tillögu en vinna að mál- um eftir því sem ástæða væri til. Sitthvað hefði verið gert, nú síðast með samkomulagi við aldraða. „Þær staðreyndir sem fyrir liggja benda ekki til þess að ástandið sé verra en nokkru sinni áður,“ sagði Páll eftir að hafa hlustað á miklar skammir stjórnarandstæðinga. Ástandið hefði versnað á síðustu árum en hámark vandans hefði verið árið 1995. Margir þingmenn tóku þátt í umræðunni sem Ögmundur Jónas- son, vinstri grænum, sagði árviss- an viðburð sem alltaf kæmi mönn- um jafn mikið á óvart. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.