Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.12.2002, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTTIR Hættur við að hætta bls. 16 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 11. desember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 14 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD MÁLSTOFA Sveinn Agnarsson sér- fræðingur flytur erindi sem hann nefnir Eru bestu skólarnir bestir? Athugun á skilvirkni í grunnskól- um. Erindið verður flutt í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar í hús- næði Hagfræðistofnunar að Ara- götu 14. Málstofan hefst klukkan 16. Eru bestu skólarnir bestir? FYRIRLESTUR Guðbjörg Gissurardótt- ir heldur fyrirlestur um elda- mennsku og listir í Listaháskóla Ís- lands klukkan 12.30. Guðbjörg mun skoða eldamennskuna út frá skap- andi ferli listamannsins og hvernig hægt er að nýta sér eldhúsið í skap- andi þroska. Hvernig örva má sköpunargleðina í eldhúsinu og elda oftar eins og listamaður frek- ar en tæknimaður og gera elda- mennskuna skemmtilegri og auð- veldari um leið. Sköpunarþörfinni svalað í eldhúsinu KÖRFUBOLTI Tveir leikir fara fram í Kjörísbikarkeppni karla í kvöld. KR tekur á móti Grindavík klukkan 19.15 og Keflavík sækir ÍS heim klukkan 19.30. Einn leikur fer fram í Doritos-bikarkeppni kvenna. Laugdælir mæta Breiðabliki klukk- an 20 að Laugarvatni. KR mætir Grindavík BÆKUR Að njóta ævikvöldsins MIÐVIKUDAGUR 250. tölublað – 2. árgangur bls. 28 JÓLIN Gefðu mér gott í skóinn bls. 24 JIMMY CARTER TEKUR VIÐ FRIÐARVERÐLAUNUM NÓBELS Gunnar Berge, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði í haust að með því að veita Carter verðlaunin væri meðal annars meiningin að ýta við George W. Bush Bandaríkjaforseta. LANDBÚNAÐUR Yfirdýralæknir hef- ur kært bóndann á Uppsölum við Blönduós fyrir að hafa keypt tæp- lega þrjú hundruð kindur frá bænum Hvammi í Vatnsdal, en þar hefur riðu- veiki verið. Reglugerð um riðuveiki bannar með öllu verslun með fé milli bæja á sýktum svæðum. Bjarni Stefánsson, sýslumaðurinn á Blönduósi, segir að búið sé að taka skýrslu af tveim- ur mönnum sem tengjast málinu. Fram hefur komið að kæra yfirdýralæknis er réttmæt og mun framhald málsins ákveðið í samráði við hann. Birgir Ingþórsson, bóndi á Upp- sölum, segist ekki líta þetta mál al- varlegum augum. Engin riðuveiki hafi fundist á bænum Hvammi síð- an 1987. Þá hafi öllu fé þar verið fargað. Nýr búfjárstofn hafi verið þar síðan 1990 og riðuveiki hafi ekki tekið sig upp aftur. Riðuveiki hefur aldrei fund- ist á Uppsölum. Bæirnir Hvammur og Uppsalir tilheyra sama varn- arhólfinu, sem nær milli Miðfjarðar og Blöndu. Að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis á Keldum, hefur riðuveiki fundist nær árlega á þessu svæði um langt skeið. Ef eitthvert svæði á Íslandi sé sýkt þá sé það þetta. Birgir segir bændur innan varnarhólfsins hafa löngum versl- að með fé sín á milli. Hann geti auðveldlega nefnt fimmtán dæmi þess á síðustu tíu árum. Birgir sagðist enga hugmynd hafa haft um reglugerðina og taldi víst að svo væri um aðra bændur á svæð- inu. Hann sagði einhverja vera að bregðast skyldu sinni með því að kynna ekki betur nýjar reglugerð- ir. Sigurður segir það alvarlegt að menn flytji lifandi kindur milli bæja. „Með þessu banni er ekki síður verið að reyna að útrýma fjárkláða af Norðurlandi og fyrr- greint varnarhólf hefur skorið sig úr með að vera magnaðasta kláða- svæði landsins um langan aldur. Kaup og sala fjár er áhrifarík að- ferð til að dreifa smitsjúkdómum eins og riðuveiki, garnaveiki og fjárkláða. Allir geta þeir legið niðri lítt áberandi um nokkur ár, einkum riðuveikin, en gosið upp þegar fé er flutt í nýtt umhverfi.“ kolbrun@frettabladid.is Bóndinn kærður vegna fjárkaupa Yfirdýralæknir hefur kært bónda fyrir að kaupa fé frá býli þar sem riðu- veiki hefur verið. Samkvæmt reglugerð frá árinu 2001 er það bannað. ÓSLÓ, AP Nóbelsverðlaunin voru afhent í gær. Jimmy Carter, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, fékk friðarverðlaunin afhent í Ósló. Í Stokkhólmi fékk Ungverjinn Imre Kertész bókmenntaverð- launin og þar voru líka afhent Nóbelsverðlaun í efnafræði, eðl- isfræði, læknisfræði og hagfræði. Jimmy Carter sagði í ræðu sinni að margt hefði breyst frá því hann var forseti. Bandaríkin nytu nú ein algerra yfirburða jafnt í hernaði sem í efnahags- málum, og sú staða ætti vart eftir að breytast á næstunni. Á hinn bóginn væri heimurinn nú hættu- legri en áður. Samgöngur og fjar- skipti væru orðin mun auðveld- ari, en gagnkvæmur skilningur og virðing hefðu ekki aukist að sama skapi. „Stríð getur stundum verið ill nauðsyn. En hve nauðsynlegt sem það kann að vera, þá verður það alltaf af hinu illa, aldrei af hinu góða. Við lærum aldrei að lifa saman í friði með því að drepa börnin hvert fyrir öðru,“ sagði hann. ■ Nóbelsverðlaunin voru afhent í gær: Carter sagði stríð aldrei af hinu góða Jólaverð 3.990 kr. Tilboð REYKJAVÍK Suðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning með köflum. Hiti 5 til 9 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Rigning 8 Akureyri 3-8 Léttskýjað 4 Egilsstaðir 3-8 Léttskýjað 4 Vestmannaeyjar 8-13 Þokusúld 7 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á miðviku- dögum? 55% 81% „Riðuveiki hefur fundist á þessu svæði nær árlega um langt skeið. Ef eitt- hvert svæði á Íslandi er sýkt, þá er það þetta.“ AP /B JÖ R N S IG U R D SO N FUNDUR MIÐSTJÓRNAR Sjálfstæðismenn funduðu um umdeilt prófkjör í Norðvesturkjördæmi í gær. Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins: Gat ekki úrskurðað STJÓRNMÁL Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins tók kæruatriði vegna prófkjörs flokksins í Norðvestur- kjördæmi ekki til efnislegrar meðferðar á fundi sínum í gær. „Stofnanir flokksins hafa alls staðar fjallað um þetta mál og samþykkt samhljóða. Við þær að- stæður hefur miðstjórnin ekki lengur vald yfir málinu,“ sagði Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, þegar hann kynnti niðurstöðu miðstjórnar. Niðurstaðan er því sú að úrslit prófkjörsins standa nema kjör- dæmisráð flokksins í Norðvestur- kjördæmi ákveði annað. Kjör- dæmisráðið fjallar um framboðs- lista flokksins í janúar. Miðstjórn segir engan vafa á að verulegur misbrestur hafi ver- ið á framkvæmd utankjörfundar- atkvæðagreiðslu en að hún geti ekkert gert vegna lagaramma flokksins. Þess vegna leggur mið- stjórnin til lagabreytingar sem gera meðal annars ráð fyrir að frambjóðendur geti kært fram- kvæmd prófkjöra og að hér eftir geti aðeins flokksbundnir sjálf- stæðismenn kosið í prófkjörum. Að auki verður skerpt á reglum um utankjörfundaratkvæði. Vilhjálmur Egilsson segir að málið sé allt saman áfram opið, þar sem miðstjórnin hafi ekki tek- ið neina efnislega afstöðu. „Það verður bara að fara aðra leið til að fá prófkjörið ógilt,“ seg- ir Vilhjálmur. „Ég hafði frekar reiknað með því að miðstjórnin myndi taka beint á þessu máli vegna þess að þetta er það mikil- vægt pólitískt mál fyrir flokkinn og lýðræðið í landinu.“ Aðspurður hvort hann ætli í sérframboð ef prófkjörið muni standa eftir sem áður sagði Vil- hjálmur: „Ég ætla ekkert að hugsa í neinum ef-um.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.